Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 46
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Skýring á þessu er ekki augljós. Nýrnafrumukrabbamein er þekkt fyrir flókið ónæmisfræðilegt samspil hýsils og æxlis. Því getur verið að betri lífshorfur yngri sjúklinganna skýrist af öfl- ugri ónæmisfræðilegri svörun, bæði við sjúkdómnum sjálfum og meðferð hans. E 17 Nuss aðgerð - nýjung í meðferð trektarbrjósts Bjsirni Torfason'2 Tómas Guðbjartsson1-2 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Læknadeild HÍ Inngangur: Trektarbrjóst (pectus excavatum) er algengur með- fæddur galli, sem sést hjá 1 0/00 barna. Gallinn er algengari hjá drengjum en stúlkum. Trektarbrjóst er oft án einkenna en getur í vissum tilvikum þrengt að hjarta og lungum. Trektarbrjóst er oft til mikilla lýta og sjúklingar geta einangrast félagslega. Opnum brjóstholsskurðaðgerðum hefur fram til þessa verið beitt við þessum galla, þar sem geislungar eru fjarlægðir að hluta og rif ásamt bringubeini sveigð og haldið ýmist með spöng, plötu og/ eða stálvírum. Um er að ræða allstórar skurðaðgerðir með tölu- verðum fylgikvillum og langri sjúkrahússvistun. Fyrir nokkrum árum var reynt að notast við silikon fyllingu í stað lagfæringar á brjóstveggnum en margir fengu óþægindi frá fyllingunni. Nuss aðgerð er ný meðferð við trektarbrjósti. Aðgerðinni var fyrst lýst fyrir 16 árum og felst í því að sterkum stálboga er komið fyrir aftan við bringubeinið og rétt úr trektinni. Stálboganum er komið fyrir með aðstoð brjóstholssjár og örin eftir aðgerðina eru því hverfandi lítil. Sjúkrahússvistun er í kringum eina viku en þann tíma fá sjúklingarnir epiduraldeyfingu. Stálboginn er látinn sitja í tvö til þrjú ár eftir aldri og stærð sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Arið 2004 var Nuss aðgerð tekinn upp á Islandi í stað eldri og stærri aðgerðar við trektarbrjósti. Lýst er ábendingum fyrir aðgerð og helstu skrefum aðgerðar með skýr- ingarmyndum og myndefni úr aðgerð. Niðurstöður: Alls hafa verið framkvæmdar 14 Nuss aðgerðir við trektarbrjósti á hjarta- og lungnaskurðdeild LSH. Sjúklingarnir voru drengir á aldrinum 15 til 25 ára. Aðgerðartími var stuttur og sjúkrahússdvöl á bilinu 7 til 13 dagar. Aðgerðirnar voru án stærri fylgikvilla í öllum tilvikum. Ekki þurfti að snúa neinni aðgerðanna í opna aðgerð. Trektarbrjóstið tókst að lagfæra í öllum tilvikum með góðum árangri. Stálbogarnir bíða nú þess að verða fjarlægðir. Alyktun: Nuss aðgerð er örugg og fljótleg aðgerð við trekt- arbrjósti sem skilur eftir lítil ör. Aðgerðin leysir af hólmi allstóra opna aðgerð og verður því að teljast fýsilegur kostur sem með- ferð við trektarbrjósti hjá börnum og ungu fólki. E 18 Impella skammtíma hjálparhjarta gerir „óskurðtæk- an“ sjúkling skurðtækan. Sjúkratilfelli B jarni Torfason1-2 'Iljarta- og lungnaskurðdcild, Landspítali, 2Læknadeild HÍ 63 ára gamall karlmaður greindist með slæma brjóstverki og hjartabilun vegna kransæðasjúkdóms (NYHA III-IV). Einkenn- in létu ekki undan lyfjameðferð. Hann var með sögu um krans- æðahjáveituaðgerð (CABG) 17 árum áður, kransæðablásningu (PTCA) þrisvar sinnum og kransæðastíflur alls þrisvar. Isótópaskann af hjarta sýndi svæðisbundna blóðþurrð við áreynslu, sem lagaðist við hvfld. Hjartaþræðing sýndi útbreiddan kransæðasjúkdóm í öllum þremur kransæðasvæðum hjartans. Hvergi sáust kransæðar sem hægt væri að tengja nýjum æðum. Utstreymisbrot hjartans mælist mjög lágt eða á bilinu 15-20%. Með von um að hægt væri að hjálpa sjúklingnum með TMR (TransMyocardial Laser Revascularisation) með Holmium YAG Laser var ákveðið að gera aðgerð. Impella® skamrn- tíma hjálparhjarta, var notað til að fleyta sjúklingnunt gegnum aðgerðina og fyrstu dagana þar á eftir. Aðgerðin gekk vel, tvær kransæðar fundust, sem hægt var að tengja nýjum æðum og TMR var gert á tveimur viðeigandi svæðum hjartans (5 + 6 cm2). Impelladælan var fjarlægð með opinni aðgerð eftir 3 daga og sjúklingurinn útskrifaðist við góða líðan á 10. degi eftir aðgerð- ina. Engir fylgikvillar komu fram eftir aðgerðina. Hann er við góða líðan í dag, tæpu ári eftir aðgerðina og hleypur að jafnaði þrjá km á degi hverjum. Untræða: TMR með Holmium YAG® laser var kjörmeðferð fyrir þennan sjúkling en útstreymisbrot hjartans reyndist of lítið (15-20%) til að hægt væri að ráðleggja þá meðferð með hefð- bundnum hætti: „Bridges et al in 2004 issued a guideline for the Society of Thoracic Surgeons for TMR, stating that there was general agreement that any patients with CCS grade III or IV ang- ina with maximal medical therapy not amenable to revascul- arisation, should undergo TMR as long as the ejection fraction was more than 30%.“ Impella® skammtíma hjálparhjarta er hægt að nota í allt að sjö daga samfellt ef þarf eða þar til hjarta sjúklingsins hefur náð nægum bata, eða þar til ígræðsla á varanlegu hjálparhjarta hefur átt sér stað eða líffæraígræðsla í vissum tilfellum. E 19 Notkun faktors VII við meiriháttar blæðingar í hjarta- skurðaðgerðum - Fyrsta reynsla af Landspítala Jóhann Páii Ingimarsson', Felix Valsson24, Brynjar Viðarsson34, Bjarni Torfason1-4, Tómas Guðbjartsson1-4 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2gjörgæslu- og svæfingadeild, 3blóðmeinafræði- deild, Landspítala, 4Læknadeild HÍ Inngangur: Blæðingar, oft meiriháttar, eru þekktir fylgikvillar opinna hjartaaðgerða. Er þá beitt storkuhvetjandi lyfjum og gefnir blóðhlutar til að stöðva blæðingu. Slík meðferð dugar þó ekki alltaf og dánarhlutfall er þá hátt. Árið 1994 kom á markað recombinant factor VII (rjVII) og var lyfið fyrst og fremst ætlað sjúklingum með blæðingarsjúkdóma. Síðar var lyfið prófað við meiriháttar blæðingar í skurðaðgerðum, oft með góðum árangri. Lítið er vitað um virkni lyfsins við blæðingar í hjartaaðgerðum. Markmið þessarar afturvirku rannsóknar var að kanna ábend- ingar og árangur meðferðar með rFVII á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Frá nóvember 2003 fram til febrúar 2006 hafa 9 sjúklingar fengið rFVII vegna meiriháttar blæðinga í eða eftir hjartaaðgerðir á Landspítala. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum og afdrif sjúklinganna skráð. 298 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.