Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 47

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 47
PING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Niðurstöður: Algengustu aðgerðirnar voru ósæðarlokuskipti með eða án kransæðarhjáveitu. Meðalaldur sjúklinganna var 73 ár (36-82 ár) og voru þeir allir í NYHA-flokki III eða IV. Tímalengd aðgerðanna að meðtöldum enduraðgerðum var 688 mín. (bil 470-932) og tangartími var 217 mín. (bil 118-389). Sjúklingar fengu að meðaltali 19 einingar af rauðkornaþykkni í aðgerð (bil 5-61) og er þá ekki talið með hreinsað blóð úr hjarta- og lungnavél. Yfirleitt var gefinn einn skammtur af rFVll en þrír sjúklingar fengu fleiri skammta. Hjá átta sjúklingum náðist að stöðva blæðinguna eftir gjöf rFVll. Þrír sjúklingar þurftu end- uraðgerð vegna blæðinga eftir gjöf rFVlI, þar af einn sjúklingur í fleiri en tvær enduraðgerðir. Fimm sjúklingar lifðu af aðgerð og útskrifuðust. Allir sjúklingarnir sem létust voru krufðir. Einn lést úr óstöðvandi blæðingu í aðgerð. Sjúklingur með vægan rauðkorndreyra, dó úr blóðtappa í heila og í lungum. Annar sjúklingur lést úr bráðu hjartadrepi vegna lokunar á hægri krans- æð. Hjá einum sjúklingi var dánarorsök óljós. Ályktun: Hár aldur, alvarlegur hjartasjúkdómur og langar skurðaðgerir eru einkennandi fyrir sjúklinga sem fengið hafa rfVII í hjartaaðgerð hér á landi. Áður en lyfið er gefið hefur önnur meðferð verið reynd og sjúklingarnir fengið mikið magn blóðhluta. Svo virðist sem rfVII sé mjög virkt lyf í að stöðva alvarlegar blæðingar í hjartaaðgerðum. Ljóst er að rannsaka þarf betur fylgikvilla /•/V//-meðferðar, en lyfið gæti hafa stuðlað að myndun blóðtappa í heila og lungum hjá einum sjúklingi í þessari rannsókn. E 20 Carcinoid lungnaæxli á íslandi Jóhanna M. Sigurðardóttir1. Kristinn Jóhannsson1, Helgi Isaksson2, Steinn Jónsson3'5, Bjarni Torfason1-5, Tómas Guðbjartsson1'5 'Hjarta-oglungnaskurðdeild,2rannsóknarstofaHÍímeinafræði,3lungnadeild, Landspítala 5Læknadeild HI Inngangur: Carcinoid æxli eru krabbamein af neuroendocrine uppruna (APUD-frumur) og er algengast að þau greinist í kviðarholi, sérstaklega í botnlanga. Þau geta einnig greinst í lungum, jafnt í báðum kynjum og á öllum aldri. Til er eldri rannsókn á carcinoid lungnaæxlum greindum á Islandi. Sú rannsókn náði hins vegar aðeins til 20 tilfella sem öll voru greind á tímabilinu 1955-1984 (1). Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hegðun þessa sjúkdóms hér á landi frá 1981, með aðaláherslu á árangur meðferðar og vefjafræði æxlanna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sjúklinga sem greindust með carcinoid æxli í lungum á Islandi á tímabilinu 1981-2005. Upplýsingar fengust úr nteinafræði- og sjúkraskrám auk krabbameinsskrár KI. Skráðar voru upplýs- ingar um einkenni, meðferð og greiningarmáta. Lagt var mat á árangur meðferðar og reiknaðar lífshorfur. Öll vefjasýni voru endurskoðuð af meinafræðingi og æxlin stiguð samkvæmt TNM stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein. Niðurstöður: Frá 1981 til 2005 greindust samtals 46 sjúklingar (17 karlar og 29 konur, meðalaldur 47 ár, bil 20-86 ár) með carc- inoid lungnaæxli á íslandi, sem er 2% af öllum lungnakrabba- meinum sem greindust á sama tímabili. Algengasta einkenni sem leiddi til greiningar var hósti og lungnabólga en 30 sjúkling- ar (65%) greindust fyrir tilviljun við myndrannsóknir á lungum. Hjá 31 sjúklingi voru æxlin staðsett í miðju lunganu, oftast í hægra lunga. Meðalstærð æxlanna var 2,6 cm (bil 1-5,5 cm). Langoftast var um dæmigerða (classical) vefjagerð að ræða (90%) en fjórir sjúklingar voru með illkynja afbrigði (atypical). Einn þessara sjúklinga greindist með meinvörp í litla heila og dó skömmu síðar. Hinir sjúklingarnir voru allir á stigum I eða II, þar af tveir með meinvörp í miðmætiseitlum Allir sjúklingarnir fóru í skurðaðgerð, oftast blaðnám (87%) en hjá einum sjúklingi þurfti að nema á brott allt lungað. Engir sjúklingar létust innan 30 daga eftir skurðaðgerð. Af 46 sjúklingum hefur aðeins einn (2%) látist úr sjúkdómnum. Ályktun: Carcinoid lungnaæxli virðiast álíka algeng hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Hegðun þessara æxla er yfirleitt tiltölulega góðkynja en í sumum tilvikum geta þau sáð sér í eitla og jafnvel í önnur líffæri. Árangur skurðaðgerða er góður og langtímahorfur sömuleiðis. 1. Hallgrimsson JG, ct al. Bronchopulmonary carcinoids in Iceland 1955-1984. A retrospective clinical and histopathologic study. Scand J Thorac Cardiovasc Surg 1989; 23:275-8. E 21 Desmoid æxli í brjóstvegg - mikilvæg mismunagrein- ing. Sjúkratilfelli Sæmundur J. Oddsson1-4, Höskuldur Kristvinsson2, Jón G. Jónasson4, Bjarni Torfason1-4, Tómas Guðbjartsson1-4 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2almenn skurðdeild, 3rannsóknarstofa HI í meinafræði, 4Læknadeild HÍ Sjúkratifelli: 62 ára gömul kona sem gengist hafði undir brjóst- nám vinstra megin vegna brjóstakrabbameins greindist 6 árum síðar með fyrirferð framan á hægri brjóstvegg. í fyrstu var talið að unt meinvarp frá brjóstakrabbameini væri að ræða, enda hafði sjúklingurinn tekið eftir umtalsverðri stækkun á æxlinu á nokkrum vikum. Æxlið þreifaðist greinilega við skoðun og tölvusneiðmynd sýndi fyrirferð í framanverðum brjóstveggnum við 7.-8. rif og teygði æxlið sig inn í neðanvert bringubein. Ekki fundust önnur æxli, hvorki í brjóstholi né kvið. Ákveðið var að taka skurðsýni úr æxlinu og leiddi nteinafræðirannsókn í ljós að um var að ræða svonefnt desmoid æxli. Æxlið var 5x4,5 cm að stærð og mjög hart viðkontu. Það var fjarlægt með opinni skurð- aðgerð þar sem hluti af þremur rifjum og bringubeini auk nijúk- vefja í kring voru fjarlægðir. Gatinu á brjóstveggnum (8x7 cm) var síðan lokað með Goretex-bót. Bati eftir aðgerð var góður og var sjúklingurinn útskrifaður fimm dögum eftir aðgerð. Umræöa: Desmoid æxli eru mjög sjaldgæf og greinast í kringum 2-4 tilfelli árlega á hverja milljón íbúa. Þau eru ntun algengari hjá konum en körlum og greinast yfirleitt á miðjum aldri. Sýnt hefur verið fram á að desmoid æxli eiga uppruna sinn að rekja til vöða og vöðvafestinga, meðal annars á útlimum, hálsi og brjóst- vegg. Vefjafræðilega eru desmoid æxli gerð úr fibroblöstum sem skipta sér ört. Þau geta orðið mjög stór en þau vaxa eingöngu staðbundið og sá sér ekki til annarra líffæra. Helsta mismuna- greining er illkynja sarkmein og getur verið ntjög erfitt að greina á milli þessara tegunda. Meðferð er fólgin í skurðaðgerð og er nauðsynlegt að hafa fríar skurðbrúnir. Annars getur æxlið tekið sig upp aftur í allt að helmingi tilfella. Ef um endurtekinn æxl- Læknablaðið 2006/92 299
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.