Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 53

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 53
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP VEGGSPJALDA FSA. Gögnin voru greind í samræmi við UTSTEIN snið. Niðurstöður: Á þessu fjögurra ára tímabili voru samtals 33 til- felli hjartastopps utan spítala þar sem endurlífgun var íhuguð. í 28 tilfellum var endurlífgun reynd og voru 23 karlmenn og 5 kvenmenn. Meðalaldur sjúklinga var 65,5 ár. I tólf tilfellum voru vitni að hjartastoppinu, í þrettán tilfellum voru engin vitni og í þremur tilfellum voru sjúkraflutningamenn vitni. Meðal útkallstíminn var 4,8 mínútur og miðgildið 3,5 mínútur. Grunnendurlífgun var framkvæmd af nærstöddum í 10 (40%) tilfellum og á það bæði við um tilfelli þar sem þar sem voru vitni og engin vitni. Sleglatif var upphafstaktur í 14 sjúklingum (50%). Nærri 70% hjartastoppanna áttu sér stað í heimahúsi og var endurlífgun hafin í 31% af þeim tilvikum. Af þeim sjúkling- unt þar sem endurlífgun var reynd náðist að korna 11 lifandi inn á gjörgæsludeild. Sex þeirra (21,4%) voru útskrifaðir lifandi og fimm þeirra voru lifandi ári síðar. Fimm þeirra sem útskrifuðust af sjúkrahúsi voru nteð slegatif sem upphafstakt. Mikilvægustu þættir tengt lifun voru sleglatif sent upphafstaktur, stuttur útkallstími og vitni að hjartastoppinu. Ályktun: Árangur hjartastopps utan spítala á Akureyri og ná- grenni sýnir að 21,4% sjúklinga hafi útskrifast af sjúkrahúsi og er árangurinn viðunandi. Niðurstöðurnar benda einnig til mikilvægis stutts útkallstíma og aukinnar þátttöku almennings í endurlífgun. V-03 Áhrif vasopressíns á blóðflæði í þörmum Gísli H. Sigurðsson', Vladimir Krejci2, Luzius Hillebrand2 'Svæfinga- og gjörgæsludeiid, Landspítala, læknadeild Hf, 2svæfingadeild Inselspital, háskólasjúkrahús í Bern í Sviss Inngangur: Vasopressín er stundum notað til að hækka blóð- þrýsting hjá sjúklingum í losti. Pað er vitað að þéttni VI viðtaka er mikil á splanchnicus svæðinu enda er lyfið stundum notað til að stöðva blæðingar frá meltingarvegi. Vasopressín tengist VI viðtökunum mjög sterkum böndum sem eru óháðir súrefn- isþurrð í viðkomandi vef. Petta getur því leitt til dreps í vefjum. Áhrif vasopressíns á smáæðablóðflæði í þörmum hefur ekki verið könnuð áður nema í sepsis, en sá var einmitt tilgangur þessarar rannsóknar. Aðferðir: Sextán svín voru svæfð og ventileruð í öndunarvél. Hópur V (n=8) fékk vasopressín og hópur C (n=8) lyfleysu. Hjartaútfall (cardiac index, CI) og blóðflæði í mesenterialslagæð (arteria mesenterica superior flow, SMAF) voru mæld stöðugt í þrjá klukkurstundir á eftir eftir gjöf vasopressíns. Jafnframt var smáæðablóðflæði í slímhúð og vöðvalagi maga, smáþarma og ristils mælt með fjölrása laser Doppler flæðitækni (LDF). Niðurstöður: Meðalslagæðaþrýstingur hækkaði um 25% (frá 80 ± 9 upp í 100 ± 11 mmHg), CI lækkaði um 20% (frá 147 ± 27 til 118 ± 12 ml.kg-l.mín-1) og meðal blóðflæði í slagað minnkaði um 28% (25 ± 5,4 til 18 ± 2.0) í hópunum sem fékk vasopressín (V) en þessir þættir héldust óbreyttir í hópi C. Smáæðablóðflæði minnkaði um 30% í magaslímhúð, 14% í smáþarmaslímhúð og 10% í ristilslímhúð. Mótasvarandi flæðisminnkun í vöðvalagi maga var 30%, smáþörmum 47% og ristli 40%. Engar marktæk- ar breytingar voru mælanlegar á smáæðablóðflæði í hópi C. Ályktanir: Vasopressín, í skömmtum sent mælt er nteð við með- ferð á lostástandi, hækkar blóðþrýsting en dregur jafnframt úr hjartaútfalli og svæðisblóðflæði í kviðarholslíffærum. Smá- æðablóðflæði í þörntum minnkar einnig umtalsvert, sem gæti valdið alvarlegri blóðþurrð einkum í vöðvalagi smáþarma og ristils. V-04 Áhrif minnkaðs mesenterial blóðflæðis á smáæða- blóðflæði og efnaskipti í þörmum Gísli H. Sigurösson1, Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2, Jukka Takala’, Stephan Jakob’ 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala, læknadeild HÍ, 2svæfingadeild og -’gjörgæsludeild Inselspital, háskólasjúkrahússins í Bern í Sviss Inngangur: Það hefur verið sýnt fram á að það er samband milli minnkaðs blóðflæðis í þörmum, fjöllíffærabilunar og dánartíðni hjá bráðveikum sjúklingum. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif minnkaðs mesenterial blóðflæðis (arteria mesenterica superior flow, SMAF) á smáæðablóðflæði og efnaskipti í þörmum. Efniviöur og aðfcrðir: Þrettán svín (27-31 kg) voru svæfð og lögð í öndunarvél. Átta þeirra voru útsett fyrir minnkun á SMAF (15% á 30 mín fresti) meðan hin fimrn voru viðmiðunarhóp- ur. SMAF var mælt nteð ultrasonic transit time flæðitækni og smáæðablóðflæði í slímhúð og vöðvalagi smáþarma og ristils var mælt með fjölrása laser Doppler flæðitækni (LDF). pH í slímhúð smáþarma var mælt með tonometry og efnaskipti (glúkósa, laktat og pyruvat) með mikrodialysu. Helstu niðurstöður: Við minnkað SMAF varð smáæðablóð- flæði í slímhúð smáþarma mjög ójafnt (heterogenous) þótt það minnkaði ekki að magni til til að byrja með. Þéttni glúkósu í smáþarmavegg minnkaði um nærri helming þegar við 15% minnkun á SMAF (p<0,05) og hélt áfram að minnka við frek- ari minnkun á SMAF. Aftur á móti fór ekki að bera á hækkun á laktat/pyruvat hlutfalli fyrr en eftir 45% minnkun á SMAF og pH lækkun í slímhúð smáþarma fyrr en eftir 60% ntinnkun á SMAF. Súrefnisnotkun í þörmum minnkaði og laktat í bláæða- blóði þarma hækkaði fyrst eftir 75% minnkun á SMAF. Ályktanir: Rannsóknin bendir til að breytingar á svæðisblóð- flæði og smáæðablóðflæði dragi úr truflunum á súrefnisháðum efnaskiptum í þörmum við skort á blóðflæði. Lækkun á glúkósu í þarmavegg þegar við óverulega minnkun á svæðisblóðflæði bendir til að það verði fyrr skortur á efni til brennslu (substrati) en á súrefni við blóðflæðisskort í smáþörmum. V-05 Sjúkraflutningar og þjónusta þess í dreifbýli Hildigunnur Svavarsdóttir1, Björn Gunnarsson2, Þorvaldur Ingvarsson’, Sveinbjörn Dúason’, ’Sjúkraflutningaskólanum, 2læknir FSA, ’framkvæmdastjóri lækninga FSA, ’bráðatæknir hjá Slökkviliöi Akureyrar Tilgangur þessarar kynningar er að kynna verkefni sem Sjúkraflutningaskólinn og FSA taka þátt í og vinna í samvinnu við AKMC (Akut- och katastrofmedicinskt centrum) í Svíþjóð og NHS Western Isles í Skotlandi. Verkefnið, sent fjallar unt Læknablaðið 2006/92 305
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.