Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 62
UMRÆÐA & FRETTIR / HJALPARSTARF Kynni okkar af Kenýa íslenskir læknanemar að störfum í fátækrahverfum Naíróbí Margrét Ólafía Tómasdóttir mot@hi.is Höfundur er 5. árs nemi í læknisfræði. Kenýafarar við miðbaug, frá vinstri: Þorgerður, Eyjólfur, Erna, Margrét og Kristín Óltna. Naíróbí, Kenýa, ágúst 2005. Hættulegasta höfuð- borg heims. Borg öfgafullra andstæðna. Meðfram götunum hanga raðir fartölvuauglýsinga við ómal- bikaðar gangstéttir og hálfhrunin hús. Rykið og mengunin fylla vitin meðan eymdin klýfur sálina. Af þremur milljónum íbúa lifir að minnsta kosti helmingur í fátækrahverfum og atvinnuleysi er yfir 70%. Millistéttin virðist engin heldur búa langflestir við ömurleg kjör. Meðan ætl fyrsta forsetans, Kenyatta, á helming landsins búa lög- reglumenn í gluggalausum bárujárnshjöllum á lóð laskaðrar lögreglustöðvar og læknar vinna margir í sjálfboðavinnu eftir sex ára háskólanám - ef þeir á annað borð hafa vinnu. Landið sjálft er gjöfult. Stórbrotin, fjölbreytt náttúra og auðugur jarðvegur en fjármagnið fer á hendur fárra. Vestrænar þjóðir kaupa óunnið hrá- efni og selja það aftur til landsins á tíföldu verði. Slíkar munaðarvörur, svo sem kaffi og súkkulaði, eru dýrari en hér á Islandi. En vestræn menning hefur tekið stærri toll. Fólk flykkist til borganna úr sjálfsþurftarbúskap í leit að nútímanum en finnur aðeins atvinnuleysi, ofbeldi og eiturlyf. I sjónvarp- inu eru vestræn tónlistarmyndbönd sem að sögn innfæddra kenna fátt annað en að selja sig ódýrt. Afleiðingin er aukin tíðni kynsjúkdóma og tán- ingaþungana. I fátækrahverfunum er atvinnuleysi yfir 90% og HIV tíðnin hækkar stöðugt. A einum ferkílómetra búa um 3000 manns, skólplækir liggja milli kofa- skrifla og rusl hrúgast um allt. Hér gildir frum- skógarlögmálið. Hver bjargar sjálfum sér og lifað er fyrir einn dag í einu. Allt er til sölu og meðfram moldarvegum liggja sölubásar með þýfi, skemmdu grænmeti, brotnum diskum og fleiru sem enginn hefur efni á að kaupa. Vændi er líka réttlætanlegt. Afkoman gefur mat handa fjölskyldunni það kvöldið, HIV er vandamál morgundagsins. Spillingin hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Ríkið lofar ókeypis grunnskólamenntun en skólabún- ingar eru í staðinn dýrir og leiga á skólaborði kostar 2500 krónur á ári. Sólarhringur á ríkisspít- alanum kostar 40.000 krónur fyrir fólk sem þénar undir 70 krónum á dag og um tveggja sólarhringa biðröð er til að leggjast inn. Vítahringur vonleysis hefur skapast í samfélaginu, hringur sem erfitt er að rjúfa. En á stöðum sem þessum, í mestu eymdinni, býr einnig bjartasta vonin. Fólk sem gefist hefur upp á að björgunin komi frá öðrum hefur reynt að taka stjórnina í sínar eigin hendur. Sjálfboðaliðar í fátækrahverfum hafa tekið sig saman og stofnað skóla og heilsugæslustöðvar og á götunni gilda lög fólksins. Einstaklingar nýta menntun sína í þágu samfélagsins þó þeir eigi ekki von á greiðslu nema einstaka sinnum, allt er betra en að sitja heima og bíða eftir tækifærunum. Þannig hafa sprottið upp ýmis frjáls félaga- samtök og er Provide International eitt þeirra. Starfsemi Provide hófst í fátækrahverfum Naíróbí 314 Læknablaðib 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.