Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 65

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HJÁLPARSTARF Séð yftr Korogotcho liverf- ið þar sem starfsemi hjálp- arsamtakanna Provide á sviði heilsugœslu hófst. Nýjasta stöð Provide, Mowlem, mun í fram- tíðinni vera HIV miðstöð ásamt almennri heilsu- gæslu, en sem stendur er þar veitt félagsaðstoð. Þar starfar félagsráðgjafi og er með stuðningshópa fyrir einstæðar mæður, ungar mæður, unglinga og börn. Megin markmið aðstoðarinnar er að mæð- urnar fái stuðning hver af annarri. Þannig aðstoða þær hver aðra ef þær lenda í vandræðum, jafnt með matargjöfum sem og með því að taka að sér börnin ef ein þeirra deyr. Barna- og unglingahóparnir sáu um fræðslu en helsta markmið þeirra var að halda börnunum af götunni. Við fengum að taka þátt í félagsaðstoðinni og vorum meðal annars með kynfræðslu fyrir ung- linganahópana. Við urðum að breyta áherslunum mikið frá því sem er hér heima og endurskoða vel allt sem við höfðum að segja. Megin inntakið varð að lokum kennsla í sjálfsvirðingu auk smokka- kennslu. Þrír prestar fylgdust hneykslaðir með fyr- irlestrinum og stöðvuðu um tíma kynfræðsluna til að prédika skírlífi. Þegar við hófum smokkakennsl- una gengu þeir út. Krakkarnir sögðu okkur þó að þau væru flest Iöngu farin að stunda kynlíf. Fæst höfðu þau kynnst smokkum, enda töldu margir að einungis vændiskonur notuðu slíkt. Aðrir fordóm- ar í samfélaginu eru til dæmis í garð HIV smitaðra. Þeir sem greinast reyna því að smita sem flesta í kringum sig til að þurfa ekki að þjást einir. í tengslum við félagsaðstoðina fengum við að fara í heimsóknir til fjölda einstæðra mæðra þar sem allt að tólf manns bjuggu í 10 fermetra herbergi. Sá dagur var sá erfiðasti í ferðinni en jafnframt einn sá merkilegasti því þrátt fyrir átak- anlegar aðstæður lét fólkið ekki bugast og alls staðar var okkur tekið opnum örmum. Ævintýri okkar í Kenýa voru mörg og ómögu- legt að rekja nema hluta hér. Við vorum skilin eftir með allan farangurinn okkar í opnum bíl í hættu- Iegu hverfi í rúman klukkutíma, yfirgefin í óbyggð- um Maasai Mara þjóðgarðarins, klesstum á eina bílinn í augsýn í æsingi yfir að elta hlébarða, vorum næstum keyrð niður af örgum vörubílstjóra á stór- hættulegum þjóðvegum landsins, vöknuðum um miðja nótt við ljónsöskur, fórum í fjallgöngu innan um slöngur og hýenur og borðuðum æviskammt af vafasömum mat en mesta upplifun ferðarinnar var án efa kynni okkar af fátækrahverfum Naíróbí. Við héldum í þessa ferð með það að leiðarljósi að víkka sjóndeildarhringinn, kynnast framandi menningu og þjóð og ef til vill láta gott af okkur leiða þar sem hjálpar var þörf. Sú ósk okkar rætt- ist og gott betur. Við hlutum ómetanlega reynslu við kynni okkar af ólíkum aðstæðum þar sem lífsbaráttan er allt önnur og harðari en sú sem við þekkjum, kynntumst fólki sem hefur daglega þurft að berjast fyrir lífi sínu og lærðum að meta menn- ingu þeirra - og enn betur okkar eigin menningu. Auk þess náðum við að flytja með okkur mikið magn hjálpargagna og með aðstoð styrktaraðila að kaupa tæki sem nægðu til að opna nýja heilsu- gæslustöð í fátækrahverfunum. Enn einu sinni viljum við því þakka Læknafélagi íslands aðstoðina við að láta drauminn rætast. Læknablaðið 2006/92 317
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.