Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 67

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM öflugu skipulagi með áherslu á teymisstarf og sam- fellu í meðferð. Það þyrfti að efla samstarf heim- ilislækna og sérhæfðra lækna, koma samfelldri rafrænni sjúkraskrá í notkun, ýta undir þátttöku sjúklinga í eigin meðferð og leggja reglubundið mat á árangur þjónustunnar. Skilgreiningar vantar Runólfur sagði að meginatriðið væri að skilgreina hver væri aðallæknir sjúklings, sá sem hefði heild- aryfirsýnina. Oftast nær eru heimilislæknar í þessu hlutverki en í vissum tilvikum væri eðlilegt að sérhæfðir læknar gegndu því, svo sem þegar í hlut ætti alvarlegur sjúkdómur sem hefði ríkjandi áhrif á Iíf og heilsufar sjúklings, til dæmis langvinn líf- færabilun á háu stigi, sjúklingar með ígrædd líffæri, alnæmi, fjölkerfagigtsjúkdómar, sykursýki með alvarlegum fylgikvillum eða illkynja sjúkdómar. Stundum gæti reynst heppilegt að sjúklingur væri í sameiginlegri umsjá heimilislæknis og sérhæfðs læknis en mikilvægt væri að tryggja samfellu í eft- irliti og meðferð ásamt öruggu aðgengi að þjón- ustu ef bráð vandamál koma upp. Fyrirkomulag þjónustunnar þyrfti að vera ljóst sjúklingi og öllum sem hlut eiga í meðferð hans. í þeim tilvikum að sérhæfður lyflæknir gegndi hlutverki aðallæknis þyrfti hann að annast almenna læknisþjónustu samhliða því að fást við meginsjúkdóm sjúklingsins. Hættan við slíkt fyr- irkomulag væri að fyrirbyggjandi þjónusta kynni að verða út undan, að vandamál utan sérgreinar læknisins fengju ófullnægjandi meðferð, félags- legum vandamálum væri ekki nægilega sinnt og stuðningur við fjölskyldu sjúklings væri ónógur. Loks kynni kostnaður við þjónustuna að verða meiri en ef hún færi fram í heilsugæslu. Runólfur ræddi nokkuð þá sjúklinga sem næst honum standa, það er sjúklinga í skilunarmeð- ferð vegna nýrnabilunar á lokastigi, og vitnaði til rannsókna sem sýndu að meirihluti þeirra liti á nýrnalækni sem aðallækni sinn og að stór hluti þeirra leitaði aldrei til heimilislæknis. Rödd úr heilsugæslunni Þá var komið að því að heyra viðhorf heimilislækna en það var túlkað af Elínborgu Bárðardóttur. Hún sagði að styrkur heimilislækna væri fólginn í því að þeir veittu samfellda þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur og hefðu oftar heildstæða mynd af sjúklingi og umhverfi hans sem skiptir miklu máli í langvinnum sjúkdómum. Teymisvinna er einnig mjög mikilvæg í vinnu með sjúklinga með langvinna sjúkdóma en í heilsugæslunni er mögu- leiki á teymisvinnu með hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfurum og í sumum tilfellum sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Hugmynda- og aðferðafræði heimilislækninga hentaði því mjög vel í umönnun og eftirliti þessara sjúklinga. Elínborg sagði að þær fáu rannsóknir sem gerðar hefðu verið í heilsugæslu á íslandi um gæði eftirlits sumra langvinnra sjúkdóma sýndu svipaða niðurstöðu og flestar erlendar rannsóknir og því langt í land að við værum að ná meðferðarmark- miðum. Nefndi hún dæmi af helstu tegundum lang- vinnra sjúkdóma, bætti geðsjúkdómum við þann lista sem þegar hafði verið nefndur og hnykkti á því að fjölvandamál væru mjög algeng, flestir sjúklingar væru ekki bara með einn sjúkdóm og því mikilvægt að eftirlit væri í höndum læknis sem þjálfaður er í slíku eins og heilsugæslulæknar eru. Ef um væri að ræða mjög flókið vandamál taldi hún eðlilegt að sjúklingur væri í umsjón þess læknis sem mesta reynslu hefði af slíku máli en best væri auðvitað að hafa sameiginlega umsjón (e. stepped care eða shared care). Hún taldi einnig nauðsyn- legt að hanna ákveðin þjónustulíkön í heilsugæsl- unni, til dæmis fyrir sykursjúka en einnig fyrir aðra langvinna sjúkdóma. Að því væri nú verið að vinna og það lofaði góðu. Elínborg sagði að því væri ekki að leyna að ýmis vandamál blöstu við í eftirliti og meðferð lang- vinnra sjúkdóma. Astæður þeirra væru margar, svo sem að þjónustan tæki ekki nægilega mikið mið af sjúklingnum heldur miðaðist frekar við sjúkdóma. Kerfið væri of flókið fyrir sjúklinga, stjórnun þess ómarkviss, upplýsingaflæði milli sérgreinalækna og heimilislækna væri ábótavant og í ofanálag ríkti sums staðar þröngsýni. Þessu þyrfti að breyta en þá rækjust menn á margvíslegar hindranir, sumar tilfinningalegar en aðrar af fjárhagslegum toga. Teymisvinna er til dæmis dýr og sérhagsmunir ríkir Hver á að bera ábyrgð á meðferð sjúklings og liafa heildaryfirsýnina þegar margir sjúkdómar sœkja að og sjúklingur leitar sér lœkninga hjá fleiri en einum lœkni? Sigríður Lilja Signarsdóttir á heilsugœslustöðinni Smárahvammi í Kópavogi rœðir við sjúkling. Myndin tengist efni greinarinnar ekki með neinum hætti. Læknablaðið 2006/92 319
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.