Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 68

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM í kerfinu. Stundum væru fordómar til staðar í garð þekkingar og bakgrunns starfsbræðra og einnig mætti nefna hindranir vegna akademískra ástæðna og menningar í landinu. Framtíðarsýn heimilislækna hvað varðar lang- vinna sjúkdóma er á þann veg að til að bæta eft- irlit í heilsugæslu væri gagnlegt að koma upp þjón- ustulíkönum fyrir ákveðna sjúkdóma sem tryggðu utanumhald. Einnig þyrfti að auka þátttöku sjúklings og fjölskyldu hans í meðferð og eftirliti, bæta samvinnu heimilislækna og sérgeinalækna og nýta tölvu- og tækjabúnað sem auðveldar eftirlit og skráningu. Sýn landlæknis Sigurður Guðmundsson landlæknir steig síðastur frummælenda í ræðustól og gerði að umtalsefni afleiðingar ónógrar eða illa skipulagðrar þjónustu: óhöpp sem sjúklingar verða fyrir að þarflausu. Þau hafa ekki verið rannsökuð mikið hér á landi en víða erlendis hafa verið birtar ískyggilegar tölur um óhöpp í heilbrigðisþjónustu. Tveir flokkar skæru sig úr þegar orsaka er leitað en það eru misfellur við lyfjaávísanir og það sem landlæknir nefndi kerfisvanda en hann verður þegar fyr- irmælum er ekki fylgt rétt eftir, samskipti eru ónóg, gæðaeftirliti og þjálfun starfsfólks er ábótavant. Meginvandi heilsugæslunnar er að sögn land- læknis sá að hún er ekki nógu vel upplýst um sjúklinga sína en það stafar af skorti á samskiptum milli lækna, þar með talið milli heilsugæslu, stofu og spítala. Fyrir vikið hefði enginn heildarsýn yfir vanda sjúklings, verkstjórn væri engin og hver læknir sinnti sínu án samráðs við aðra. Hluti af þessum vanda er skortur á skráningu í sjúkraskrár. Landlæknir benti á ýmislegt sem þyrfti að laga í núverandi kerfi en efst á hans blaði eru betri boðskipti og forsenda þeirra er rafræn samtengd sjúkraskrá fyrir allt landið. Öryggi sjúklinga er tvímælalítið meira ógnað af skorti á samskiptum og upplýsingum milli manna en mögulegum inn- brotum og misnotkun á upplýsingum í samtengdri sjúkraskrá. En það þarf fleira að koma til, meðferð- arkúltúrinn þyrfti að breytast og einkennast af meiri samfellu svo að sjúklingar geti talað um lækninn sinn. Koma þurfi á skýrum verklagsreglum og inn- leiða klínískar leiðbeiningar sem víðast. Efla þurfi og skýra samskipti milli spítala, stofu og heilsugæslu og gera göngudeildum sjúkrahúsa kleift að veita sérhæfða þjónustu. I heilsugæslunni þurfi að efla heimaþjónustu sem byggi á teymishugsjón og veiti greiðar upplýsingar lil læknis. Sérhver sjúklingur með langvinnan sjúkdóm þurfi að fá talsmann. Síðast en ekki síst þarf að bæta stjórnunina innan þjónustunnar. Þar þurfi að koma á skýru boðvaldi og betri aga með því að skýra betur stöðu yfirmanna deilda. Þeir séu hins vegar engar heilagar kýr og menn þurfi að hafa hugfast að það er rnunur á stjórnanda og leiðtoga. Góður stjórnandi geri hluti rétt en leiðtogi geri rétta hluti, það er málið. Hvað er frumþjónusta? Að loknum framsöguerindum fóru fram pall- borðsumræður með þátttöku frummælenda auk Aðalsteins Guðniundssonar öldrunarlæknis. Ymsir úr röðum áheyrenda tóku þátt í umræðunum og lýstu flestir sig sammála frummælendunum í meg- inatriðum. Aðalsteinn Guðmundsson lýsti þeirri skoðun öldrunarlækna að kerfið í núverandi mynd taki ekki nægilegt tillit til þarfa stækkandi hóps aldr- aðra fjölveikra einstaklinga. Gera megi ráð fyrir að helmingur aldraðra sé með þrjá eða fleiri lang- vinna sjúkdóma. Talsvert vantar uppá að læknar fái fullnægjandi kennslu og þjálfun í að nálgast fjölþætt veikindi með hliðsjón af færniskerðingu og nýta sér kosti samvinnu eða teymisnálgunar í því samhengi. Aðalsteinn lagði áherslu á að með greiðara aðgengi að heilsugæslu eða vitjunum lækna ásamt betra upplýsingastreymi væri hugsan- lega hægt að fyrirbyggja bráða versnun langvinnra sjúkdóma sem er oft fyrirsjáanleg. Enn fremur að í umræðu um langvinna sjúkdóma og aldraða megi ekki gleymast að forvarnir, þar á meðal endurhæf- ing, hafa margsannað gildi sitt. Að lokum benti Aðalsteinn á að læknar þurfi í mörgum tilvikum að vera opnari í umræðu við skjólstæðinga sína og gefa þeim eða aðstandendum aukið færi á að tjá sig um óskir og forgangsröðun meðferðar og jafnvel takmarkanir þegar svo ber undir. Runólfur Pálsson lagði áherslu á að einkarekn- ar læknamiðstöðvar og göngudeildir sjúkrahúsa verði að bjóða upp á samhæfða fjölsérgreinaþjón- ustu. Leitast verði við að sníða þjónustuna að þörfum sjúklinga. Sigurður Guðmundsson landlæknir setti fram þá hugmynd að almennir lyflæknar, barnalæknar og kvensjúkdómalæknar störfuðu inni á heilsu- gæslustöðvum við hlið heimilislækna. Katrín Fjeldsted heimilislæknir benti á að heimilislæknar gætu að sama skapi haft hlutverk inni á sjúkrahús- um. Sigurður taldi heilbrigðismál þurfa að komast inn í miðju stjórnmálanna í stað þess að vera í jaðr- inum eins og nú er. Páll Torfi Önundarson blóðmeinafræðingur benti á að hefðin hér á landi væri sú að sérfræði- læknar fengjust fyrst og fremst við vandamál á sínu sérsviði en fæstir þeirra tækju að sér að sinna frumþjónustu sjúklinga nema þeirra allra veik- ustu. A hinn bóginn vantaði umræðu um „primary 320 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.