Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 69

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM care“, því „primary care“ væri ekki bara sér- greinin „heilsugæslulækningar (family practice)“. í Bandaríkjunum væri „primary care“ sinnt af lyflæknum (ekki undirgreinalæknum), almennum barnalæknum, kvænlæknum og heilsugæslulækn- um. Nauðsynlegt væri að umræða færi fram hér- lendis um landamæri frumþjónustunnar; hvað væri almennar lækningar og hvað væri sérfræðilegar lækningar. Læknar ættu að hafa forystuna í um- ræðunni, ekki ráðuneyti. Friðbjörn Sigurðsson læknir lýsti sig andvígan því að stilla frumþjónustu og sérfræðiþjónustu upp sem andstæðum pólum. Þvert á móti væri brýnt að auka samvinnu heimilislækna og sérfræðilækna. Jafnframt væri mikilvægt að sjúklingar hefðu völ á fjölbreyttri þjónustu því skoða ætti þjónustuna út frá þörfum þeirra en ekki lækna. Friðbjörn ræddi einnig um mikilvægi þess að vel yrði staðið að uppbyggingu ferliþjónustu á Landspítala og að sérfræðilæknisþjónustan á höfuðborgarsvæðinu ætti að byggjast upp á heildrænan hátt. IViaría Heimisdóttir læknir ítrekaði mikilvægi upplýsingaflæðis milli lækna og að brýnt væri að samfelld rafræn sjúkraskrá yrði að veruleika sem fyrst. Nokkur skriður hefur komist á vinnu við gerð rafrænnar sjúkraskrár undanfarin misseri og þakkaði María fyrir stuðninginn við þetta verkefni sem fram kom í umræðunni. Auk þess kom fram í umræðunum að mikilvægt væri að læknar notuðu síma meira við samskipti sín í þágu sjúklinga. Að lokum var lagt til að framhald verði á þess- ari umræðu enda mikilvægt að læknar leysi þessi mál sjálfir. Sú hugmynd kom fram að settur yrði á laggirnar starfshópur með þátttöku Félags ís- lenskra heimilislækna, Félags íslenskra lyflækna, Læknafélags Islands og landlæknis til að vinna að þessu máli og setja fram tillögur til úrbóta. Bylting í búsetu og þjónustu- málum aldraðra? í framhaldi af velmegun stríðsáranna fluttu bænda- fjölskyldur í stríðum straumi til bæja og borga. Þar eð lítið pláss fannst fyrir aldrað fólk í þriggja her- bergja borgaríbúðum urðu til öldrunarstofnanir er tóku við þeim öldruðu. Þegar hafnir voru hreppa- flutningar á öldruðum af landsbyggðinni til stóru stofnana á Reykjavíkursvæðinu var farið að byggja öldrunarstofnanir utan Reykjavíkur. Einnig end- urbyggðu menn gömlu sjúkrahúsin og bættu við nýjum á landsbyggðinni. Þar eð skurðlækningar lögðust af á mörgum minni sjúkrahúsum á lands- byggðinni breyttust þau í öldrunarstofnanir með ónotaða skurðstofu í endanum. Fyrir 30-35 árum fannst ekki orðið heimaþjónusta í íslensku máli. Upp úr 1970 var hafin barátta fyrir aukinni heimaþjónustu og endurhæfingu á stofnunum. Fyrstu tillögur komu frá landlæknisembættinu og Þór Halldórssyni öldrunarlækni. Heimaþjónusta hefur smám saman eflst nokkuð í Keflavík, Reykja- vík og Akureyri þó að hægt gangi. Við erum veru- legir eftirbátar nágrannaþjóðanna. Tvær töflur er hér verða sýndar varpa ljósi á stöðu okkar í bú- setumálum aldraðra miðað við hin Norðurlöndin. Við bjóðum öldruðum mun oftar stofnanavistun og fjölbýli en nágrannaþjóðirnar. Þjónustuíbúðir í íbúðahverfum eða tengdar stofnanir eru mun al- gengari kostur í nágrannalöndunum en á Islandi. Landsamband eldri borgara lagði fram þann 21. desember 2005 ákveðnar kröfur til ráðherranefnd- ar um gerbyltingu í þessum málum. Framvegis verði höfuðáherslan lögð á fjölbreyttari búsetu- skilyrði fyrir aldraða, aðallega byggingu smáíbúða og tvöföldun á framlagi til heimaþjónustu á næstu tveimur árum. Elliheimili eiga að hverfa. Ráðherranefndin samþykkti að fulltrúar sam- bandsins og nefndin starfi saman að tillögugerð í málinu sem skal lokið á næstu mánuðum. Nokkur bjartsýni ríkir um árangur, sérstaklega vegna þess að kosningar nálgast nú óðum! Tafla 1. Stofnanavistun og búsetuskilyröi meöal 65 ára og eldri á Noröurlöndum 2002. Á stofnun - % Einbýli - % ísland 9,1 60 Danmörk 3,4 (íbúðir) 90 - oftast smáíbúðir Noregur 5,9 91 Svíþjóð 8,1 (aðallega íbúðir) 90 - smáíbúöir Finnland 4,0 - Áldreomsorgsforskning í Norden 2005, Tema Nord 2005 Tafla II. Stofnana- og þjónustuíbúðabúseta 65 ára og eldri á Noröurlöndum. Stofnanir - % Þjónustuíbúöir-% ísland (Reykjavik) 70 30 Danmörk 32 68 Noregur 57 43 Finnland 58 42 Áldreomsorgsforskning í Norden 2005, Tema Nord 2005 Ólafur Ólafsson Höfundur er fyrrverandi land- læknir. Læknablaðið 2006/92 321
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.