Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 70

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISPÓLITÍK Skilið á milli kaupanda og seljenda Rætt við Jónínu Bjartmarz alþingismann um tillögur nefndar um verkaskiptingu sjúkrahúsa og sérfræðiþjónustu ásamt fleiru Þröstur Haraldsson Tvi'vegis með stuttu millibili troðfylltist fundar- salurinn í Öskju af áhugafólki um heilbrigðismál. Fyrst var það þegar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur hélt erindi um sameiningu sjúkrahúsanna og í seinna skiptið var það þegar kynntar voru niðurstöður tveggja nefnda seni fjöll- uðu um veigamikla þætti íslenskra heilbrigðismála. Önnur nefndin laut forystu Guðríðar Porsteins- dóttur lögfræðings í heilbrigðisráðuneytinu en hún samdi frumvarp til nýrra Iaga um heilbrigðisþjón- ustu. Um það frumvarp fjallar Páll Torfi Önundar- son í leiðara þessa blaðs. Hin nefndin laut einnig forystu löglærðrar konu, var reyndar kennd við Jónínu Bjartmarz alþingis- mann og kölluð Jónínunefnd. Eftir fundinn líflega gekk Læknablaðið á fund Jónínu og ræddi við hana um nefndarstörfin og afrakstur þeirra. Samkvæmt erindisbréfi ráðherra til nefndarinn- ar sem gefið var út haustið 2003 var nefndinni falið að gera tillögur um endurskipulagningu verksviða Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og verkaskiptingu þessara sjúkrahúsa og annarra aðila í heilbrigðisþjónustu, svo sem einkarekinna læknastofa. Jónína sagðist hafa fengið heimild ráð- herra til þess að skoða hlutina í stærra samhengi. Einn kaupandi heilbrigðisþjónustu En nú liggur álit nefndarinnar fyrir og þá gerist það að fjölmiðlar taka upp eina hugmynd sem nefndin biður menn að hugleiða og gleyma öllum tillög- unum. Hugmyndin um það hvort rétt sé að leyfa þeim sem það geta að borga meira, eða fullt verð án greiðsluþátttöku almannatrygginga, var sett fram sem einn af fjórum valkostum sem þjóðin stæði frammi fyrir í ljósi vaxandi útgjalda til heilbrigðis- mála. Nú hafa þingmenn og ráðherrar slátrað þeirri hugmynd í þingsölum og kannski hægt að snúa sér að hinum kostunum þremur sem nefndin bað okkur að hugleiða, sem sé hvort það eigi að hækka skatta eða þjónustugjöld eða taka upp nýtt greiðslukerfi vegna ferliverka að evrópskri fyrirmynd. Svo væri ekki úr vegi að ræða hinar raunveru- Iegu tillögur nefndarinnar en þær eru allrar athygli verðar. Nefndin gerir tillögu um að efla Land- spítala og Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri með því að styrkja stöðu þeirra sem burðarása í heil- brigðiskerfinu. Það verði gert með því að lögfesta hlutverk og sérstöðu stóru sjúkrahúsanna tveggja og skipta landinu í tvö svæði sérhæfðrar þjónustu og skilgreina sjúkrhaúsin tvö sem svæðissjúkrahús. Einnig eru tillögur um að styrkja kennslu- og há- skólahlutverk þessara tveggja stofnana. En það sem kannski eru mestu nýmælin í tillög- um nefndarinnar er að þar er lagt til að kaupandi heilbrigðisþjónustu verði aðeins einn og að greint verði á milli kaupanda og veitenda þjónustunnar. „Við viljum að á Landspítala verði sérhæfðustu verkin unnin en þróunin hefur verið sú að æ fleiri verk eru unnin á göngudeildum eða stofum sér- fræðinga utan sjúkrahúsa og þar sjáum við fyrir okkur að samninganefnd geti valið um útboð eða samninga, jafnt við sjúkrahúsin og aðra um ferli- verk. Við verðum þó að átta okkur á því að á alltof mörgum sviðum er mjög erfitt um vik að koma á samkeppni vegna þess hversu fámenn við erum og markaðurinn lítill," segir Jónína. Ráðgjafarnefnd greinir þarfirnar Jónína segir að nefndin taki ekki afstöðu til þess hvar samninganefndinni sé fyrirkomið í stjórnkerf- inu en að það geti allt eins verið í heilbrigðisráðu- neytinu. „Hennar starf byggist hins vegar á þarfa- greiningu sem unnin verður af þverfaglegri nefnd sem á að vera kaupanda þjónustu til ráðgjafar. Úrskurður hennar á að liggja til grundvallar öllum kaupum á þjónustu. Hún á einnig að veita ráðu- neytinu ráðgjöf og meta kostnað, hagkvæmni og ávinning af læknisverkum og meðferðarúrræðum. Þar má sjá fyrir sér að nefndin hafni greiðsluþátt- töku hins opinbera í einhverjum verkum. Við geruin það reyndar þegar fegrunaraðgerðir, vissar augnaðgerðir og tannlækningar fullorðinna eiga í hlut og það getur alveg farið svo með vaxandi fjár- þörf að þeim aðgerðum fjölgi. Fólk er ekki tilbúið til að veita meira fjármagni til heilbrigðisþjónustu. Eftir því sem útgjöld til heilbrigðismála aukast í takt við fjölgun aldraðra og auknar kröfur lækna og sjúklinga um þátttöku hins opinbera í nýjum meðferðarúrræðum þá hlýtur sú spurning að verða æ áleitnari hvað við viljum borga fyrir. A einhverj- um tímapunkti segja menn hingað og ekki lengra, þetta borgum við ekki fyrir. En slíkar ákvarðanir þurfa að byggjast á mati þessarar nefndar." Jónína segir að þessi nefnd eigi að vera skipuð óháðum einstaklingum - læknum, siðfræðingum, heilsuhagfræðingum og öðrum fagmönnum. Hún á að fylgjast með því sem gert er í öðrum löndum og geta byggt ákvarðanir sínar á vinnu annarra. 322 Læknadlaðið 2006/92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.