Læknablaðið - 15.04.2006, Side 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI
allra heilbrigðisstétta. Hún miðar að því að við-
halda trausti fagstéttanna og ber vott um heilindi.
Hún er flókin regla bæði siðferðilega og lagalega.
Þótt hin siðferðilegu rök sem snúa að þagnar-
skyldu séu býsna skýr þá getur það hæglega verið
álitamál hvenær þau eiga við og hvenær ekki. Það
er og verður hluti af fagmennsku læknis að reyna
að skilja og ákvarða hvað rétt er að gera í hverju
tilviki. Þagnarskylda er þar af leiðandi þess eðlis
að við getum aldrei fylgt skyldunni í blindni né
heldur látið löggjöf skera úr um álitamál. Sú eða sá
sem stendur frammi fyrir vanda í starfi sínu verður
ávallt að muna hvaða siðferðilegu verðmæti það
eru sem beri að standa vörð um og skilja hvers
vegna. Mikilvægt er að muna að læknar eiga að
sinna öllum sem til þeirra leita og skulu hafa það
að leiðarljósi að fara ekki í manngreinarálit. Þeir
lækna og líkna en dæma ekki (7). Sú hugsjón sem
hér er nefnd og læknar hafa fylgt þarf að geta verið
stéttinni áfram leiðarljós svo hún hafi hugrekki
og svigrúm til að sinna öllum sem til hennar leita,
bæði sekum og saklausum.
Það er ábyrgðarhluti að víkka út starfssvið
lækna og ætlast til að þeir taki að sér annað og
meira hlutverk en það sem stéttinni hefur verið
fólgið um aldir. Fara þarf varlega í allar breytingar
á þeim lagaramma sem gilt hefur fram að þessu.
Heimildir
1. Bok S. Secrets - On the Ethics of Concealment and Revelation.
Vintage-Books, A division of Random House, New York 1989:
117.
2. Siegler M. Confidentiality-A Decrepit Concept. N Engl J Med
1982; 307:518-21.
3. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í
heilbrigðisþjónustu. Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan (2.
útg.), Reykjavík 2003: 80-90.
4. Jonsen AR, Siegler M, Winslade WJ. Clinical Ethics, A
Practical Approach to Ethical Decisions in Clinical Medicine.
McGraw-Hill, Health Profession Division, New York 1992:
126-31.
5. Kalmansson JÁ. í trúnaði. Glæður. 1995; 2:11-4.
6. Munson R. Intervention and Reflection Basic Issues in
Medical Ethics Belmont. Wadsworth Publishing Company. A
division of Wadsworth, (Fourth Edition). California 1992:300-
2.
7. Jonsen AR. The New Medicine and the Old Ethics. Harvard
University Press, Cambridge Massachusetts 1990:38-40.
LATTU PENINGANA VINNA
FYRIR ÞIG MEÐ KB SPARIFÉ
KB Sparifé er reglubundinn sparnaöur sem gerir þér kleift aö eignast
varasjóö á þægilegan hátt. Sparnaöurinn veröur sjálfsagöur liöur
í útgjöldunum og þú lætur peningana vinna fyrir þig.
Nánari upplýsingar á kbbanki.is, í síma 444 7000
eöa í næsta útibúi KB banka.
K B BANKI