Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA INNRENNSLISLYFJA
Mynd 5. Erling Edwald (f. 1921) lyfjafrœðingur og for-
sljóri Lyfjaverslunar ríkisins 1968-1986, í afgreiðsluveri
(officinum) Lyfjabúðarinnar Iðunnar eins og það er
varðveitt í Lyfjafrœðisafninu í Nesi (1.12.2005). Um
framleiðslu innrennslislyfja skráði Erling 1982: „Aför-
yggisástœðum, þó að ekki sé tekið tillit til annars, verður
þessi framleiðsla að vera til í landinu". (Ljósm.: Ótlar
Kjartansson.)
Nýborg, önnur en tiltölulega einfaldur tilbúningur
á lyfjum í fljótandi formi til inntöku eða til nota
útvortis.
Kristinn Stefánsson (1903-1967) læknir hafði
numið lyfjafræði við lyfjafræðistofnanir í Kaup-
mannahöfn, Köln, Munchen og London og verið
kennari í lyfjafræði í læknadeild frá 1937. Hann
var jafnframt skipaður lyfsölustjóri ríkisins vorið
1939 og þar nteð yfirmaður Lyfjaverslunar ríkisins
innan ramrna Afengisverslunarinnar. Hann var
skipaður prófessor haustið 1957 og frá sama tíma
forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins með fullri ábyrgð
á rekstri hennar. Að honum látnum tók Erling
Edwald við uns hann lét af starfi 1986.
Snorri Hallgrímsson (1912-1973) hafði orðið
prófessor og yfirlæknir á skurðlækningadeild
Landspítalans haustið 1951 og var það til æviloka.
Þeir Kristinn Stefánsson og Snorri Hallgrímsson
voru ekki einungis kollegar og prófessorar við
sömu deild heldur einnig sveitungar og veiði-
félagar (mynd 4). Tengsl þeirra voru þannig mikil.
Allar líkur eru til þess að Snorri hafi ámálgað við
Kristin fljótlega eftir að hann tók við starfi (fyrsti
lærði svæfingalæknirinn hóf og störf um sama leyti
svo sem áður segir) að koma þyrfti á fót frani-
leiðslu innrennslislyfja í landinu. Um þetta virðast
engin bréf vera til heldur allt vera á munnlegum
nótum. Erling segir: „Hann [Snorri Hallgrímsson]
óskaði eftir því fyrir hönd Landspítalans, að
Lyfjaverslunin tæki þetta að sér og var þá reiknað
með því að umsetningin þyrfti að vera 50 1 á dag.
Og deildin var þá byggð upp nteð það fyrir augum
að geta framleitt fimmtíu 1 á dag. Miðað var við,
að blöndunarílátin, sem upplausnirnar voru bland-
aðar í, væru 60 1 brúsar eða 60 1 tankar". Þessi
framleiðsla komst svo í gagnið í leiguhúsnæði í
Borgartúni 6 haustið 1954.
Smitgátardeildin sem innrétta þurfti vegna
framleiðslunnar var að norrænni fyrirmynd. Jón O.
Edwald (f. 1925) lyfjafræðingur, bróðir Erlings, var
valinn forstöðumaður deildarinnar. Hann dvaldist
um tíma við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn
og Suðursjúkrahúsið í Stokkhólmi að kynna sér
nýjustu tækni og aðferðir við framleiðslu inn-
rennslislyfja. Að sjö árum liðnum (1961) þurfti að
stækka deildina og gera hana afkastameiri til þess
að anna vaxandi eftirspurn og afköstin uxu jafnt
og þétt til ársins 1970.
Því má svo bæta hér við að árið 1950 hafði
Lyfjaverslun ríkisins hafið framleiðslu á töflum
og stungulyfjum í sérútbúnum herbergjum í íbúð-
arhúsi við Miklubraut í Reykjavík. Árið 1954 flutt-
ist þessi framleiðsla svo í Borgartún 6.
Bruninn 1970 og enduruppbygging
I byrjun april 1970 kom upp eldur í Borgartúni 6
og varð af mikið tjón. Brann þá smitgátardeildin
að hluta og lá framleiðsla á innrennslislyfjum alveg
niðri í fimm mánuði. Að lokinni bráðabirgðavið-
gerð tókst að konta framleiðslunni í gang á ný.
Skipti þar meginmáli að keypt hafði verið nýtt
og stórvirkara eimingartæki en áður hafði verið
notað. Tækið hafði ekki verið tekið í notkun og
slapp þannig við brunann. Það var nú tekið í gagn-
ið og kom að góðum notum.
Meðan framleiðsla á innrennslislyfjum lá niðri
var reynt að sjá spítölunum fyrir innrennslislyfjum
með innflutningi. Til þess að spara innflutnings-
kostnað var leitast við að flytja inn innrennslislyf
í einnota plastumbúðum. Nokkru síðar skall á
Dagsbrúnarverkfall (27. maí-19. júní) og urðu skip
þá ekki afferntd nema að fenginni undanþágu.
Eitt sinn fékkst slík undanþága til þess að afferma
innrennslislyf sem Lyfjaverslunin átti í skipslest.
Vildi þá svo til að vökvarnir voru neðst í lestinni
og var þá horfið frá því að leita þeirra. Erling
segir: „Og þá þurfti að fara að hamast við að fá
þetta allt í flugi og þá kom það, að fraktin var
dýrari en varan“. Enn var það til að auka álagið
að Hekla gaus um mánuði síðar (gosið hófst 5.
ntaí) og eftirspurn eftir kalki í lausn til þess að
hamla flúoreitrun í búpeningi óx vegna þess yfir
öll venjuleg mörk. Það var með þessa reynslu að
baki sem Erling kvað allmörgum árum síðar upp
úr um: „Af öryggisástæðum, þó að ekki sé tekið
Læknablaðið 2006/92 331