Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 80

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 80
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA INNRENNSLISLYFJA Mynd 6. Höfundur og Erling Edwald (til hœgri) skoða lyfjaskrár í skrif- stofu í Lyfjafrœðisafninu í Nesi (1.12.2005). Eftirað Erling fór á eftirlaun 1986 hefur hann ásamt öðrum unnið mikið starf íþá veru að skrá gögn og muni í safninu. Það er nú orðið mikið að vöxtum og að flestu leyti aðstandendum til sóma. (Ljósm.: Óttar Kjartansson.) tillit til annars, verður þessi framleiðsla að vera til í landinu“ ((5); mynd 5). Næstu árin voru erfiðleikaár í þeim mæli að framleiðsla Lyfjaverslunarinnar var rekin við bráðabirgðaaðstæður að kalla í leiguhúsnæði og óvíst um framvindu leigumálans. Kom hér enn til óvissa vegna hugmynda þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á árunum 1971-1974, um að end- urskipuleggja lyfjaverslunina í landinu og setja hana undir félagslega stjórn. Á árinu 1975 birti svo til og farið var að huga að endurbótum á húsnæðinu. Borgartún 6 var í framhaldi af þessu keypt árið 1976 og varð við það ríkiseign. Sama ár hófust gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Ný smitgátardeild var fullgerð vorið 1979. Afköst deildarinnar gátu verið allt að 36001 á dag, eða um sjötugfalt meiri en byrjað hafði verið með 25 árum áður. Framleiðsla í glerflöskur (mynd 2) lagð- ist síðan alveg af um 1985 en einnota plastpokar komu í staðinn. Erling segir að eftir að hann hætti störfum hafi enn verið bætt um betur um framleiðslu inn- rennslislyfja í Lyfjaversluninni eða þar til henni var hætt. Lyfjaverslunin seld - framleiðsla leggst niður Lyfjaverslun Islands hf. var stofnuð þegar ríkissjóð- ur gerði Lyfjaverslun ríkisins að sérstöku hluta- félagi. Rfkissjóður seldi síðan helming hlutabréf- anna í nóvember 1994 og síðari helminginn í byrj- un árs 1995. Árið 1998 seldi Lyfjaverslun Islands hf. þróunar- og framleiðsludeild félagsins til Delta hf. og fékk bréf í Delta hf. sem endurgjald. I apríl 2002 var því sem eftir var af Lyfjaverslun Islands hf. breytt í Líf hf. (Einar Magnússon, bréfl. heim- ild, des. 2005). Delta hélt áfram framleiðslu þeirra lyfja sem áður höfðu verið framleidd í LI. Delta óskaði samt fljótlega eftir verðhækkunum á innrennslislyfjum, sem hvorki Landspítalinn né lyfjaverðsnefnd gátu fallist á. Taldi Delta sem síðar varð hluti af Actavis að ekki svaraði kostnaði að framleiða innrennsl- islyf hér á landi og mun ódýrara væri að flytja þau inn (E.M. des. 2005). Þetta leiddi svo til þess að framleiðslu inn- rennslislyfja var hætt hér á landi sumarið 2002 tæplega 50 árum eftir að hún fyrst hófst 1954 (mynd 7). Erling segir að deildin hafi verið rifin og hafi sumir munir þaðan komið í Lyfjafræðisafnið, en öðrum hlutum verið fargað og þeir sumir lent í brotajárn hjá Hringrás hl’. Viska að utan - framleiðsla á ný? Haustið 2003 var Lyfjastofnun Kanada eða út- sendarar á hennar vegum á ferð hér á landi. Var það vegna einhvers konar úttektar í samræmi við samstarf á vegum ESB: „Þeir bentu á að á hverjum tíma virtist birgðahald af innrennslislyfjum vera mjög takmarkað og landið því viðkvæmt fyrir skakkaföllum“ (Haraldur Briem, sóttvarnarlækn- ir, bréfl. heimild, des. 2005). Ég gef dr. Haraldi Briem áfram orðið: „Til sögunnar heyrir að ég var skipaður í nefnd ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og dómsmála í mars 2005 sem vann úttekt að viðbún- aði hér á landi við heimsfaraldri inflúensu. Ein af niðurstöðum nefndarinnar var að í slíkri vá mætti búast við umtalsverðri röskun á innflutningi í langan tíma, 3-6 mánuði eða lengur. Því var lagt til við ríkisstjórnina að innlenda framleiðslu [á] inn- rennslislyfjum af hálfu hins opinbera skyldi skoða af alvöru. Bent var á að slík framleiðsla væri í Færeyjum og Danmörku. Niðurstaðan var að fara fram á að LSH kannaði möguleika að hefja fram- leiðslu nauðsynlegra innrennslislyfja“. - Þannig stóðu mál fyrir síðastliðin jól og er mér ekki kunn- ugt um þegar þetta er ritað (jan. 2006) hvað ráðist hefur í þessum málum síðan*. Eins og að framan greinir benti Erling Edwald á nauðsyn þess af öryggisástæðum að hafa fram- leiðslu innrennslislyfja í landinu sjálfu. Það tók hins vegar hlutaðeigandi yfirvöld full 20 ár að skilja þennan boðskap og það þurfti til þess „spek- inga að utan“ eins og svo oft ber við. I þessu sambandi er rétt að minnast þess að fyrirtæki á borð við Actavis sem eru í útrás á stóra markaði *Við lokafrágang greinarinnar sá ég eftirfarandi haft eftir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í Morgunblaðinu 15.2.2006: „Alþingi hefur þegar sam- þykkt lög um neyðarframleiðslu á lyfjum hér á landi. Gerðar hafa verið áætlanir urn byggingu dreypilyfja- verksmiðju og er nú unnið að útboði á dreypilyfjum og uppsetningu á birgðageymslu þar sem geymdar yrðu að minnsta kosti árs birgðir af lyfjunum. Þetta er gert til að fá raunhæfan kostnaðarsamanburð." - Fáum dögum síðar var Haraldur Briem svo vinsamlegur að fræða mig nánar um stöðu mála og er hans frásögn efn- islega hin sama og haft er eftir ráðherranum. 332 Læknablaðið 2006/92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.