Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 80
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA INNRENNSLISLYFJA
Mynd 6. Höfundur og
Erling Edwald (til hœgri)
skoða lyfjaskrár í skrif-
stofu í Lyfjafrœðisafninu í
Nesi (1.12.2005). Eftirað
Erling fór á eftirlaun 1986
hefur hann ásamt öðrum
unnið mikið starf íþá veru
að skrá gögn og muni í
safninu. Það er nú orðið
mikið að vöxtum og að
flestu leyti aðstandendum
til sóma. (Ljósm.: Óttar
Kjartansson.)
tillit til annars, verður þessi framleiðsla að vera til
í landinu“ ((5); mynd 5).
Næstu árin voru erfiðleikaár í þeim mæli að
framleiðsla Lyfjaverslunarinnar var rekin við
bráðabirgðaaðstæður að kalla í leiguhúsnæði og
óvíst um framvindu leigumálans. Kom hér enn
til óvissa vegna hugmynda þeirrar ríkisstjórnar
sem var við völd á árunum 1971-1974, um að end-
urskipuleggja lyfjaverslunina í landinu og setja
hana undir félagslega stjórn. Á árinu 1975 birti
svo til og farið var að huga að endurbótum á
húsnæðinu. Borgartún 6 var í framhaldi af þessu
keypt árið 1976 og varð við það ríkiseign. Sama
ár hófust gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Ný
smitgátardeild var fullgerð vorið 1979. Afköst
deildarinnar gátu verið allt að 36001 á dag, eða um
sjötugfalt meiri en byrjað hafði verið með 25 árum
áður. Framleiðsla í glerflöskur (mynd 2) lagð-
ist síðan alveg af um 1985 en einnota plastpokar
komu í staðinn.
Erling segir að eftir að hann hætti störfum
hafi enn verið bætt um betur um framleiðslu inn-
rennslislyfja í Lyfjaversluninni eða þar til henni
var hætt.
Lyfjaverslunin seld - framleiðsla leggst niður
Lyfjaverslun Islands hf. var stofnuð þegar ríkissjóð-
ur gerði Lyfjaverslun ríkisins að sérstöku hluta-
félagi. Rfkissjóður seldi síðan helming hlutabréf-
anna í nóvember 1994 og síðari helminginn í byrj-
un árs 1995. Árið 1998 seldi Lyfjaverslun Islands
hf. þróunar- og framleiðsludeild félagsins til Delta
hf. og fékk bréf í Delta hf. sem endurgjald. I apríl
2002 var því sem eftir var af Lyfjaverslun Islands
hf. breytt í Líf hf. (Einar Magnússon, bréfl. heim-
ild, des. 2005).
Delta hélt áfram framleiðslu þeirra lyfja sem
áður höfðu verið framleidd í LI. Delta óskaði samt
fljótlega eftir verðhækkunum á innrennslislyfjum,
sem hvorki Landspítalinn né lyfjaverðsnefnd gátu
fallist á. Taldi Delta sem síðar varð hluti af Actavis
að ekki svaraði kostnaði að framleiða innrennsl-
islyf hér á landi og mun ódýrara væri að flytja þau
inn (E.M. des. 2005).
Þetta leiddi svo til þess að framleiðslu inn-
rennslislyfja var hætt hér á landi sumarið 2002
tæplega 50 árum eftir að hún fyrst hófst 1954
(mynd 7). Erling segir að deildin hafi verið rifin og
hafi sumir munir þaðan komið í Lyfjafræðisafnið,
en öðrum hlutum verið fargað og þeir sumir lent í
brotajárn hjá Hringrás hl’.
Viska að utan - framleiðsla á ný?
Haustið 2003 var Lyfjastofnun Kanada eða út-
sendarar á hennar vegum á ferð hér á landi. Var
það vegna einhvers konar úttektar í samræmi við
samstarf á vegum ESB: „Þeir bentu á að á hverjum
tíma virtist birgðahald af innrennslislyfjum vera
mjög takmarkað og landið því viðkvæmt fyrir
skakkaföllum“ (Haraldur Briem, sóttvarnarlækn-
ir, bréfl. heimild, des. 2005). Ég gef dr. Haraldi
Briem áfram orðið: „Til sögunnar heyrir að ég var
skipaður í nefnd ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og
dómsmála í mars 2005 sem vann úttekt að viðbún-
aði hér á landi við heimsfaraldri inflúensu. Ein af
niðurstöðum nefndarinnar var að í slíkri vá mætti
búast við umtalsverðri röskun á innflutningi í
langan tíma, 3-6 mánuði eða lengur. Því var lagt til
við ríkisstjórnina að innlenda framleiðslu [á] inn-
rennslislyfjum af hálfu hins opinbera skyldi skoða
af alvöru. Bent var á að slík framleiðsla væri í
Færeyjum og Danmörku. Niðurstaðan var að fara
fram á að LSH kannaði möguleika að hefja fram-
leiðslu nauðsynlegra innrennslislyfja“. - Þannig
stóðu mál fyrir síðastliðin jól og er mér ekki kunn-
ugt um þegar þetta er ritað (jan. 2006) hvað ráðist
hefur í þessum málum síðan*.
Eins og að framan greinir benti Erling Edwald
á nauðsyn þess af öryggisástæðum að hafa fram-
leiðslu innrennslislyfja í landinu sjálfu. Það tók
hins vegar hlutaðeigandi yfirvöld full 20 ár að
skilja þennan boðskap og það þurfti til þess „spek-
inga að utan“ eins og svo oft ber við. I þessu
sambandi er rétt að minnast þess að fyrirtæki á
borð við Actavis sem eru í útrás á stóra markaði
*Við lokafrágang greinarinnar sá ég eftirfarandi
haft eftir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í
Morgunblaðinu 15.2.2006: „Alþingi hefur þegar sam-
þykkt lög um neyðarframleiðslu á lyfjum hér á landi.
Gerðar hafa verið áætlanir urn byggingu dreypilyfja-
verksmiðju og er nú unnið að útboði á dreypilyfjum og
uppsetningu á birgðageymslu þar sem geymdar yrðu
að minnsta kosti árs birgðir af lyfjunum. Þetta er gert
til að fá raunhæfan kostnaðarsamanburð." - Fáum
dögum síðar var Haraldur Briem svo vinsamlegur að
fræða mig nánar um stöðu mála og er hans frásögn efn-
islega hin sama og haft er eftir ráðherranum.
332 Læknablaðið 2006/92