Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 86

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 86
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALDARMINNING brottfararaldri hans úr heimi héðan. En hann fór fyrir af dugnaði og hvatvísi og þekkti lítt til hug- taksins að hopa. Vissulega voru oft ljón á vegi en þegar ég horfi til baka finnst mér sem þeir íslenzku læknar kollegar mínir sem fóru í fararbroddi á þessum hluta 20. aldar hafi umfram allt verið dugn- aðarmenn og vel gerðir jafnt í heila sem í hjarta þótt þeir stæðu fast á skoðunum sínum og viðhorf- um til sérþekkingar sinnar og því þurftu stundum sannfæringarbreytingar nokkurra átaka við að minnsta kosti á hinu ytra borði. Ég kynntist Kjartani á kandídatsári mínu. Fas hans var sérstakt, hratt og hiklaust. Svo fljót- huga var hann í tali og rituðu máli að ekki entist honum alltaf tími til að ljúka orðum áður en það næsta tók við. Sumir skildu hann því á stundum illa en ég skildi hann alltaf nema e.t.v. einu sinni eða tvisvar. Framganga Kjartans var oft með þeim hætti að skilur eftir margar myndir af atvikum með broslegu ívafi og blæbrigðum. Það átti svo eftir að freista mín að vita eitthvað meira um heilann og ég valdi mér taugasjúkdómafræðina sem sérgrein. Ég leitaði til Kjartans og spurði hann ráða um hvert ég skyldi halda til náms. Hann sagði mér umyrðalaust að fara niður á Queen Square í London en það væri bezti staður veraldar til þess að nema tauga- sjúkdómafræði. Tíu vikna námskeið myndi byrja eftir fjóra daga og hann gaf mér upp símanúmerið. Þetta var snarhuginn hann. Hins vegar kæmist enginn þar að í stöður til frekara náms nema vera úr brezka samveldinu og eiga enska tungu sem sitt fyrsta mál. Ég þakka honum ráðleggingarnar enn í dag en eftir þeim fór ég og tókst að sanna að einnig hér er engin regla án möguleikans á undantekning- um og á Queen Square starfaði ég samfellt lengur en í fjögur ár eftir námskeiðið góða. Eftir heimkomu mína frá sérnámi varð sam- vinna okkar Kjartans náin í klínísku starfi, kennslu og í rannsóknum auk þess sem ég studdi heilshug- ar framsækni hans fyrir taugasjúkdómafræðina. I ýmsu stóðum við hér og þar um landið okkar góða. Saman rannsökuðum við MS sjúkdóminn, MND og þar langlífi sérstaklega svo og parkinson- ismus og áfram héldum við að skoða afleiðingar Akureyrar- og Patreksfjarðarveikinnar. Þá skráð- um við margvíslegt fágæti. Fleiri komu að þessu með okkur bæði innlendir og erlendir. Flest hefur verið birt í alþjóðlegum vísindaritum og annað kynnt en sumt tekur kannske aldrei enda og nöfn falla af í birtingu í aldursröð. Ég áttaði mig á því hversu hugfanginn Kjartan var af taugasjúkdóma- fræðinni og hversu heitt hann unni sérgrein sinni. Hún var honum einskonar uppspretta. Hann lét sér afar annt um skjólstæðinga sína. Hann stofnaði MS félag Islands og þekkti MS sjúkdóminn hér á landi öðrum taugasjúkdómum betur. Hann velti mjög fyrir sér orsökum sjúkdómsins og setti fram hugmyndir sínar. Og með þennan sjúkdóm í huga hef ég alltaf ímyndað mér að strax eftir að Kjartan kom inn fyrir Gullna hliðið og áður en hann gerði grein fyrir sér með nafnnúmeri sínu (sem auðvitað er ekki þörf þar sem Guð þekkir okkur öll) hafi hann leitað til Drottins um svar við orsök MS sjúk- dómsins og náttúrlega verið veitt það og Kjartan þá brugðist við með þeim hætti í framkomu sinni sem einkenndi undrun hans svo einföld sem skýr- ingin hefur verið og er vafalaust. Hægt er að gleðjast yfir stöðu taugasjúkdóma- fræði á íslandi í dag því sá veldur miklu sem upp- hafinu olli svo breytt sé um framsetningarhátt. Taugasjúkdómafræðin stendur föstum fótum á þeim stoðum sem Kjartan reisti öðrum fremur þótt ekki skuli rýrður þáttur annarra sem honum fylgdu og studdu og hvöttu áfram. Nú er hér enn sem fyrr en fjölmennari hópur vel menntaðra taugalækna með jafnframt sérþekkingu innan sér- greinarinnar eins og mikilvægt er í framþróuninni. Vel er staðið að rannsóknum, kennslu og klínísku starfi og stoðrannsóknadeildir hafa eflst. En þörf er enn fleiri taugalækna og sem fyrr mikilvægt að skilgreining og skipulag starfseminnar taki mið af raunveruleikanum og breytum sem fylgja þróun og framvindu í þjóðfélaginu og uppbygging sérgrein- arinnar lúti samræmi. Kjartan andaðist í Reykjavík 5. október árið 1977. Hann átti ekki afkomendur. Blessuð sé minn- ing hans. 338 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.