Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 91

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 91
UMRÆÐA & FRÉTTIR / (ÐORÐ 186 Málfar í fyrírlestrum í petta sinn hefst pistillinn á stuttri umræðu um mál- far í fræðilegum fyrirlestrum. Undirritaður hefur þá einlægu sannfæringu að formlegum fyrirlestrum og erindum megi líkja við helgistund í musteri fræðanna. Fyrirlesari er að sýna áheyrendum inn í fræðiheim sinn og leggur sig allan fram um að koma innihaldi einhverra efniskafla í sérgrein sinni til skila. Glærur og texti sýna gjaman mikla og vandaða vinnu við undirbúning og oftast fer fyrirlesarinn einnig í betri fötin, einmitt til að undirstrika hátíðleika athafn- arinnar. Þá skýtur skökku við að málið í fyrirlestr- inum sé skreytt erlendum slettum og að í glærutexta sjáist ekki sama alúð lögð í orðaval og lögð hefur verið í uppröðun og framsetningu efnisþátta. Asystolia Á málþingi til heiðurs þremur hjartalæknum, sem nú hafa látið af störfum á LSH, kom fyrir heitið slagleysa. Undirritaður tók því fagnandi, þar sem íðorðasafn lækna hefur ekki að geyma neina þægi- lega þýðingu á asystolia: samdráttarleysi í hjarta. Vöntan samdráttar í hjarta, sérstaklega í sleglum. Erlenda heitið er komið úr grísku, þar sem a- er neit- andi forskeyti, systol er samdráttur eða það sam- dráttartímabil hjartavöðva sem íðorðasafnið nefnir slagbil, og -ia er viðskeyti sem táknar ástand. Vel má vera að heitið slagleysa sé þegar komið í notkun, þó undirritaður hafi ekki orðið þess var, en það þarf einnig að komast inn í íðorðasafnið. Það er lipurt og lýsandi (gegnsætt), sambærilegt við heitið lyfleysa, og á skilið að komast í notkun þegar við á. Málstefna Undirritaður leggur til að heilbrigðisstofnanir og deildir þeirra setji fram málstefnu. Málstefna stofnunar er yfirlýsing um hvernig málfari og málnotkun skuli háttað í starfi og gögnum og hjá starfsmönnum. Á netinu má finna nokkur dæmi um að málstefna hafi verið sett fram með form- legum hætti. Háskóli íslands: „Málstefnan hefur að leiðarljósi að talmál og ritmál Háskólans er íslenska, jafnt í kennslu, rannsóknum og stjórn- sýslu.” - -„Málnotkun í Háskóla íslands skal vera til fyrirmyndar.” Ríkisútvarpið: „Allt málfar í Ríkisútvarpinu á að vera til fyrirmyndar, og allt, semfrá stofnuninni kemur, á vandaðri íslensku, flutt með góðum framburði.” Ríkisendurskoðun: „Þeir [starfsmennj skulu leitast við að tjá sig á vönduðu, tilbreytingaríku og auðskiljanlegu nútímamáli og fylgja íslenskum málfrœði- og stafsetningarreglum. ” Ekki var gerð tilraun til að finna málstefnu hjá öðrum heilbrigðisstofnunum en Landspítala. en leit að orðinu málstefna á heimasíðum gaf þetta hjákátlega svar: „ Leitarniðurstöður fyrir málstefna skilaði engum niðurstöðum. ” Innihald málstefnu Málstefna heilbrigðisstofnunar gefur til kynna hvernig fara eigi með talmál og ritmál í daglegu starfi. Málstefnan gerir kröfur um tiltekna mál- vöndun í því talmáli og ritmáli sem tilheyrir form- legum samskiptum, en getur jafnframt heimilað tilslökun í lokuðum hópi starfsmanna í erli dagsins. Málstefnan þarf að taka til málfars á sjúkraskrám, ýmsum vinnugögnum og þess texta sem starfs- menn í nafni stofnunar senda frá sér til annarra aðila, til dæmis í útskriftarbréfum. Undirrituðum verður það oft á að spyrja: Hvað annað er óvandað og illa gert hjá þessu fyrirtœki?, þegar fyrir augu ber texti alsettur rit- og málvillum. Mikilvægt er að málstefna heilbrigðisstofnunar taki til málfars í samskiptum við sjúklinga, að- standendur þeirra og aðra aðila. Ólíklegt er til dæmis að þessir aðilar skilji betur erlend fræðiorð en íslensk. Hún þarf einnig að taka til málfars við kennslu, á fundurn og í fræðsluefni. Æskilegt er að málstefna taki að einhverju leyti til daglegra sam- skipta starfsmanna. Þar myndast venjur sem erfitt getur verið að víkja frá annars staðar. Ákveðið frelsi verður þó að vera til staðar í daglegu fagmáli og þar þarf oft að leggja meiri áherslu á skilvís samskipti en fögur að formi. Bindill Á einum af mörgum minnismiðum undirritaðs, sem flestir eru skrifaðir á göngum eða stigapöllum í byggingum gamla Landspítala, stendur stórum stöfum: „Spyr hvort viðtaki geti ekki kallast bindill. Þarfað skoða.“ Því miður var nafn fyrirspyrjanda ekki skráð á fullnægjandi hátt á miðann um leið og spurningin. Spurningunni er auðvelt að svara. fslenska orðið bindill er þegar frátekið til að nota sem heiti á því fyrirbæri, sem á ensku nefnist ligand. Erlenda fræðiheitið er komið úr latínu, en þar má finna sagnorðið ligare, hnýta eða binda. Af sama stofni er heitið ligamentum, band, liðband. Læknisfræðiorðabók Dorlands skilgreinir ligand þannig: 1. sameind sem binst annarri sameind, einkum notað um smœrri sameindir sem bindast stœrri sameindum á sértœkan hátt, t.d. mótefnavaki sem binst mótefni og hormón eða taugaboðefni sem binst viðtaka - -. 2. sameind sem gefur eða tekur við rafeindum til að mynda tvígild tengsl - -. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2006/92 343
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.