Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2006, Page 10

Læknablaðið - 15.06.2006, Page 10
FRÆÐIGREINAR / HELICOBACTER þjóöum en þeim sem þróaðri eru (1-3). Það er margt skylt með smitleiðum þessara sýkla en ennfremur eru nokkur atriði ólík og smitleiðir H. pylori eru að verulegu leyti óþekktar. Allir sýkl- arnir geta borist með fæðu en sennilega einnig með smitun frá munni til munns eða úr saur til munns. Algengi smits getur gefið vísbendingu um hreinlætisástand þjóða og/eða hópa. Smit með H. pylori og bogfrymli er vanalega landlægt og veldur ævilangri og oft einkennalausri smitun, en lifr- arbólguveira A gengur mest í faröldrum og orsak- ar skammvinnan en stundum alvarlegan sjúkdóm. Smit með H. pylori og bogfrymli getur einnig haft alvarlegar afleiðingar. Bogfrymlasótt er sjúkdóm- ur sem orsakast af sníkjudýri, bogfrymli, sem sest að inni í frumum þeirra sem fyrir smitinu verða. Bogfrymlasmit er ein algengasta sníkjudýrasmitun í heiminum og það er áætlað að um þriðjungur allra jarðarbúa séu smitaðir (2). Hjá einstaklingum með heilbrigt ónæmiskerfi gefur bogfrymlasmit engin einkenni í 80-90% tilfella (4), en dulið eða einkennalaust smit getur varað ævilangt. Hjá ein- staklingum með skerta starfsemi ónæmiskerfisins og sérstaklega hjá þeim sem eru með AIDS getur bogfrymlasmit orsakað veikindi. Dýr af kattaætt eru einu hýslarnir þar sem bogfrymill getur klár- að æxlunarhringinn (2). Þegar kettir hafa neytt bogfrymils í einhverju formi smitar sníkjudýrið slímhúð meltingarfæranna og framleiðir egg sem berast út með hægðunum. Ef aðrar dýrategundir, þar með talið maðurinn, neyta bogfrymilseggja fer sníkjudýrið í gegnum slímhúð meltingarfæra og dreifir sér út um allan líkamann. Þegar sníkill- inn sest að í frumum líkamans ummyndast hann í örlitla blöðru sem liggur í dvala út líftíma hýsilsins. Neysla á hráu eða illa hituðu kjöti og meðhöndl- un matar með óhreinum höndum eru ábyrg fyrir meirihluta smits af völdum bogfrymla í Frakklandi (5). Hjá vanþróuðum þjóðum er sýkingin hins vegar oftast vegna smits frá jarðvegi eða umhverfi því kjöt á þessum svæðum er sjaldan borðað hrátt eða illa matreitt. H. pylori smit í slímhúð magans er til staðar hjá um það bil helmingi jarðarbúa (1) og lang- oftast (=85%) veldur smitið ævilangri vægri, einkennalausri magabólgu. Það er hins vegar orsakasamband á milli smits og ætisára (6), maga- krabbameins (7) og eitlakrabbameins í slímhúð (8). Þverskurðarrannsóknir í þróuðum löndum hafa sýnt vaxandi algengi með aldri sem hefur verið skýrt sem kynslóðaáhrif vegna minnkandi smittíðni í yngri aldurshópum barna með auknu hreinlæti og batnandi lífskjörum (9-11). Algengi mótefna gegn lifrarbólguveiru A er um 100% hjá vanþróuðum þjóðum (12) en meðal þróaðra þjóða er það mjög breytilegt milli land- svæða og aldurshópa og fer vaxandi með aldri. í Evrópu er algengið lægst í Skandinavíu <10% en í Grikklandi var það um 100% (13). Smit með lifrarbólguveiru A hefur fyrst og fremst verið talið saur/munn smit og algengi lifrarbólguveiru A smitunar er mun næmari vísbending um hreinlætis ástand hópa og þjóða heldur en smif með bog- frymli eða H. pylori. Nýjar hliðar á hugsanlegum áhrifum fæðu- tengdra eða langvarandi meltingarfærasýkinga hafa komið í Ijós á seinustu árum. Hreinlætiskenningin fjallar um það að breytingar í nánasta umhverfi manna vegna vaxandi hreinlætis og færri sýkinga hjá börnum hafi áhrif á ónæmiskerfið á þann hátt að Th 0 eitilfrumur þróist ekki yfir í Thl frumur heldur yfir í Th2 frumur sem stuðla að bráðaof- næmi (10, 11, 14). Því hefur verið haldið fram að sýkingar sem berast með andrúmslofti eða önd- unarfærasýkingar hafi minni áhrif á ónæmiskerfið heldur en fæðutengdar sýkingar (11). Bogfrymill (15), H. pylori (16) bakterían og lifrarbólguveira A (17) breyta ónæmissvari varanlega ef smit verð- ur á barnsaldri, og þessar sýkingar hafa verið hluti af smitflórunni gegnum þróunarskeið mannsins. Minnkað algengi þessara sýkinga hjá þróuðum þjóðum hefur hugsanlega lagt sitt af mörkum varðandi þann ofnæmifaraldur sem nú herjar á þessar þjóðir (18, 19). Tilgátur hafa komið fram um að langvarandi lágstillt bólga sem er mæld meðal annars með „high sensitive C-reactive protein (hs-CRP)“, geti verið meðvirkandi í meingerð margra sjúkdóma (20), til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma (21). Bólgan getur stafað af margvíslegum þekktum og óþekktum orsökum, meðal annars sýkingum. Fyrri rannsóknir okkar á núverandi efnivið hafa sýnt að hs-CRP hefur fylgni við jákvæð bogfrymilsmótefni (22). Ennfremur hafa rannsóknir á þessum efni- við sýnt fylgni hs-CRP við astma sem ekki tengist ofnæmi (23) og við skerta lungnastarfsemi (24). Rannsókn okkar er byggð á gögnum sem safnað var í Evrópurannsókninni lungu og heilsa (ECRHS I & II) (25, 26) um bráðaofnæmi, lungnaeinkenni og lungnastarfsemi. Einnig var safnað sermissýnum. Rannsóknin vinnur eingöngu með gögn frá íslandi. ECRHS gagnagrunnurinn gerir mögulegt að prófa tilgátur um samspil smits, bráðaofnæmis og lungnastarfsemi. Megintilgangur rannsóknarinnar var eftirfarandi: 1. Að finna með sermismælingum núverandi algengi smits með bogfrymli, H. pylori og lifr- arbólguveiru A á íslandi og jafnframt að kanna hverjir eru helstu áhættuþættir fyrir smiti. 2. Að kanna hugsanleg tengsl þessara sýkinga við lungnastarfsemi, bráðaofnæmi og ofnæmistengd lungnaeinkenni. 438 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.