Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR / HELICOBACTER einnar eða tveggja vikna og ná þau hámarki á 6-8 vikum og lækka síðan á næstu tveimur árum en mótefnin eru greinanleg fyrir lífstíð (28). Bogfrymilssmit hverfur aldrei af sjálfu sér. Næmi og sértæki bogfrymils IgG mótefna er 100% og 97%. Við H. pylori smit koma IgG mótefni fram einni til tveim vikum síðar, ná hámarki á 6-8 vikum og halda áfram að vera hækkuð eins lengi og smit- ið varir. Sértæki og næmi H. pylori IgG ELISA er 89 % og 78% (29). Ef H. pylori sýking er upprætt með lyfjum eða hverfur af sjálfu sér þá lækka mót- efni á næstu tveimur árum og hverfa síðan alveg á næstu 2-4 árum þar á eftir (35). Smit með H. pylori er vanalega ævilangt og það hverfur mjög sjaldan, sérstaklega hjá þeim aldurshópi sem var til skoðunar í okkar rannsókn (36). Smit með lifr- arbólguveiru A gefur ævilangt IgG mótefnasvar (37) og næmi og sértæki ELISA prófsins eru 100% og 99%. Ef bólusett er við lifrarbólguveiru A fæst langvarandi ónæmi (38). Á íslandi var fyrst bólusett við lifrarbólguveiru A 1999 og hafa áhættuhópar fyrst og fremst verið bólusettir og þá einkum þeir sem ferðast til áhættusvæða. Pað er því ólíklegt að bólusetning eigi mikinn þátt í jákvæðum prófum í okkar rannsókn. Aðferðir sem notaðar voru í rannsókninni ættu að gefa til- tölulega nákvæma mynd um raunverulegt algengi smitunar. Þýðið af Reykjavíkursvæðinu var valið með slembiaðferð og þátttökuhlutfall var með því besta sem gerðist í Evrópurannsókninni lungu og heilsa. Sýnin sem notuð voru við rannsóknina ættu því að gefa rétta mynd af aldurshópnum sem skoðaður var. Rannsókn okkar leiðir í Ijós allsherjar smittíðni 47,5% í aldurshóp sem var 28-54 ára á árunum 1999-2001. Það er athyglisvert að sýkingartíðnin fellur með aldri frá 58,9% í aldurshópnum 50 ára og eldri niður í 33,3% hjá þeim sem eru 35 ára og yngri. Á því 15-20 ára tímabili sem rannsakað er þá hefur allsherjar algengi minnkað í aldurs- hópunum um 43%, fyrst og fremst vegna lækk- unar á algengi H. pylori smits sem hefur minnkað um meira en helming. Þessar niðurstöður hafa töluverða þýðingu fyrir lýðheilsu og gefa vísbend- ingar um hreinlætisástand á Islandi þar sem öll smitin eru tengd fæðu eða hafa smitleiðir sem eru frá munni til munns eða saur til munns. Rannsókn okkar sýnir marktæka fylgni milli H. pylori og bogfrymilssmits sem bendir til sameiginlegra smitleiða en engin fylgni var milli lifrarbólguveiru A smits og hinna tveggja. Algengi bogfrymilssmits var 9,8% og er engin marktæk breyting með aldri. Eina útsetningaráhættan í æsku sem nrarktækt tengdist bogfrymilssmiti var dagvistun fyrir þriggja ára aldur. Þetla bendir á jarðvegstengt smit sem er mest á barnsaldri og getur aukist við náið samneyti við önnur börn á sama aldri. Það er athyglisvert að heimiliskötturinn, hýsill fyrir bogfrymilssýkingu, er ekki áhættuþáttur fyrir smit í okkar rannsókn. Kötturinn er aðeins smitandi um það bil tvær vikur eftir smit (2) og kettir í borgum eru mun ólíklegri til þess að smitast heldur en kettir í sveit. Engar fyrri rannsóknir eru til frá Islandi sem gerðar eru á slembiúrtaki en nokkrar rannsóknir eru til um algengi bogfrymilssmits í sérstökum hópum. Algengi sem komið hefur fram í fyrri rannsókn- um er 11,1% 1956 (39) hjá blóðgjöfum, 36,4% hjá verkafólki í sláturhúsum 1965 (40), 18,3% hjá blóðgjöfum 1985 (34), 7,1% hjá konum í áhættu að fá bogfrymilssótt 1981-87 og 4,7% hjá konum sem prófaðar voru fyrir rauðum hundum á tímabilinu 1979-80 (41). Núverandi rannsókn og fyrri rann- sóknir benda til að bogfrymilssmit sé landlægt á Islandi með lágt algengi á bilinu 5-10%. Það er vel mögulegt að Islendingar smitist í útlöndum af bogfrymli þar sem þeir ferðast mikið til landa þar sem smithætta er veruleg. Má þar nefna Miðjarðarhafslöndin og þá sérstaklega Frakkland sem hefur um 70% algengi (6). Rannsókn okkar sýndi að meðalalgengi fyrir H. pylori var 36,3% og fór tíðin vaxandi með aldri. Reykingar eru áhættuþáttur fyrir H. pylori sýkingu og þessi tengsl benda sterklega til smitleiðar frá munni til munns við samnotkun á sígarettum, pípum, og vindlum; handsnertingu og nánum tengslum við annað reykingafólk. Ein rannsókn frá Glasgow hefur sýnt það sama (42). Tekist hefur að einangra H. pylori frá skánum á tönnum og úr munnvatni (43) (44) og það styður möguleika á smitleiðum frá munni til munns. Aðrar rannsóknir á aldursflokkum sem fæddust á fyrstu áratugum síðustu aldar sýna að algengi H. pylori smits var þá í kringum 80% (9). Algengi H. pylori smits hefur því farið minnkandi á seinustu 80 árum. Algengi H. pylori smits í 470 börnum sem voru magaspegluð á seinustu þremur árum (2003-2005) vegna meltingaróþæginda var <5% (Lúter Sigurðsson, óbirt gögn). Gera má ráð fyrir að algengi H. pylori smits í óvöldum hóp barna sé töluvert lægra. HDI skalinn frá 1975 (27) og síðar gefur góða vísbendingu um lífsskilyrði íslendinga síðustu ára- tugina. Island er í næstefsta sæti vel þróaðra þjóða 2003 og má gera ráð fyrir að gott hreinlætisástand fylgi þessu þróunarstigi. Hafa ber í huga að þau smit sem rannsökuð eru í okkar rannsókn gerast fyrst og fremst á barnsaldri og á það sérstaklega við um H. pylori. Tímabilið þegar rannsókn- arhópurinn var á barnsaldri, 1946-1970, var mikið þróunartímabil á íslandi og gera má ráð fyrir að ísland hafi á þessum tíma farið úr miðflokki yfir í efsta flokk HDI hópsins. Hreinlætisástand var 442 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.