Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 20
FRÆÐIGREINAR / STOÐNET í BERKJU Mynd la. Æxli sem lokar að mestu berkju til hœgra efra lungnablaðs sem er samfallið. Tölvusneiðmynd sem þessi er mikilvæg til að meta lengd þrengingar og nauðsynlega stœrð á stoðneti. Mynd lb. Sami sjútklingur eftir að stoðnel hefur verið sett yfir fyrrgreint œxli. Hœgra efra lungnablað er nú loftfyllt að mestu leyti. staðsetja mestu þrengsli (choke-point) (4). Eins og sjá má er þessi rannsókn ákaflega mikilvæg til að meta lengd þrengingar og nauðsynlega stærð á stoðneti (mynd la og b). Styrkur stoðnetanna er oft minnstur til endannna og því er mælt með að net í fullri víkkun nái um það bil 5mm út fyrir þrengingu beggja vegna. Einnig er oft gerð öndunarmæling (spiro- metria) til að meta takmörkun á öndunarstarfsemi fyrir aðgerð og er þá mikilvægt að skoða einnig innöndunarfasa flæðilykkju (mynd 2a og b) því þrenging á öndunarvegum utan brjóstkassa (extra- thoracal) veldur aðallega takmörkun á innöndun. Aðgerðin fer fram í fullri svæfingu með barka- þræðingu og með gegnumlýsingu. Áður hefur verið ákveðið hvaða stoðnet skuli nota metið útfrá þvermáli berkju og lengd á þrengingu. Sé sett málmnet er það fest utan á legg með belg (balloon catheter) sem áður hefur verið settur gegn- um vinnuop á sveigjanlegu berkjuspeglunartæki. Belgurinn er síðan blásin upp þegar leggurinn hefur verið staðsettur heppilega. Þetta er metið gegnum berkjuspeglunartækið og við gegnumlýs- ingu. Netið er víkkað upp í fullt þvermál berkjunn- ar. Þá er farið með berkjuspeglunartækið gegnum netið og hreinsað burtu slím og blóð sem safnast hefur fyrir handan við þrengslin. Umræða Stoðnet hafa verið notuð við berkjuþrengingu víðsvegar nokkuð á annan áratug (5). Við ísetn- ing dregur tafarlaust úr einkennum. Stoðnet eru kjörmeðferð við ekki-illkynja orsakir þrengingar á barka og berkjum (tracheo-bronchomalacia, granuloma og svo framvegis.) og við illkynja þrengingar þegar skjótur árangur er nauðsynlegur, sérstaklega þegar æxlisvöxtur nær ekki gegnum slímhúð heldur klemmir berkju utanfrá og brott- nám á æxlisvef þvf ekki mögulegt. Um tvær aðalgerðir stoðnetja er að ræða; sílikonnet og málmnet. Þau fyrrtöldu er auðvelt að setja með stífu berkjuspeglunartæki og auðvelt að fjarlægja. Þau henta best við þrengingu sem ekki er af illkynja orsök. Málmnet er hægt að setja með sveigjanlegu berkjuspeglunartæki en mjög erfitt að fjarlægja. 448 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.