Læknablaðið - 15.06.2006, Side 36
KLÍNISKAR LEIÐBEININGAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR
65
Karlar
Kólesteról mmol/L
§15% og yfir
10%-14%
5%-9%
3%-4%
2%
■ 1%
< 1%
Líkur á að fá kransœða-
sjúkdóm nœstu 10 árin
miðað við slagbilsþrýsting,
heildarkólesteról og reyk-
ingar.
• Allir sjúklingar sem eru með þekktan æðakölk-
unarsjúkdóm, það er þegar eftirfarandi er til
staðar:
1. Þekktur kransæðasjúkdómur
2.Saga um heilablóðfall eða skammvinn
blóðþurrðarköst í heila (transient ischemic
attack, TIA)
3. Útæðasjúkdómur (blóðþurrðarhelti)
• Sjúklingar með sykursýki
• Sjúklingar með arfgenga kólesterólhækkun
(familial hypercholesterolaemia, FH)
Þessir einstaklingar eru í verulegri hættu á að fá
hjarta- og æðasjúkdóma enda með hátt kólest-
eról frá fæðingu. Þeir eru því í forgangshópi og
ætti að ráðleggja meðferð með kólesteróllækk-
andi lyfjum.
• Aðrir
Einstaklingar sem eru ekki með þekktan
æðakölkunarsjúkdóm en eru í mikilli áhættu,
það er >10% hættu á að fá kransæðasjúkdóm
næstu 10 árin samkvæmt íslenskum áhættukort-
um frá 2005.
Til þess að meta áhættuna á nákvæmari hátt
en áhættukortin gera er hægt að nota reiknivél
Hjartaverndar. Jafnframt er rétt að hafa í huga að
áhættan er meiri en áhættukortin gefa til kynna
ef viðkomandi einstaklingur hefur hækkun á
þríglýseríðum (fastandi gildi >2,5 mmól/L), lágt
HDL-kólesteról (<1,0 ntmól/L hjá körlurn og <1,2
mmól/L hjá konum) eða ættarsögu (systkini eða
foreldrar) um hjarta- og æðasjúkdóma. Unga ein-
staklinga sem eru í mikilli hættu á að fá hjarta- og
æðasjúkdóm getur verið erfitt að greina með því
að nota áhættukortin. Þótt raunáhætta þeirra (ab-
solute risk) á að fá hjarta- og æðasjúkdóm næstu
10 árin sé lítil getur hlutfallsáhættan (relative risk)
verið há. Hér þurfa læknar því að beita klínísku
mati.
Hver eiga meðferðarmarkmiðin að vera?
Hjá einstaklingum sem eru með staðfestan krans-
æðasjúkdóm hafa meðferðarmarkmið á íslandi
verið að ná kólesterólgildi niður fyrir 5,0 mmól/L.
Var þetta í samræmi við þær leiðbeiningar sem
giltu í Evrópu á þeim tíma er þær voru gerðar. I
nýjustu útgáfu evrópsku leiðbeininganna frá 2003
er lagt til að heildarkólesterólgildi sé undir 5,0
mmól/L og LDL-kólesteról undir 3,0 ntmól/L hjá
öllum óháð „annarri“ áhættu, en hjá sjúklingum
með þekktan æðakölkunarsjúkdóm eða sykursýki
ætti að miða við lægri gildi, það er heildarkólest-
eról <4,5 mmól/L og LDL-kólesteról <2,5 mmól/L
(7)-
464 Læknablaðið 2006/92