Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2006, Page 37

Læknablaðið - 15.06.2006, Page 37
KLÍNISKAR LEIÐBEININGAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Tafla 1. Fjöldi einstaklinga eftir aldri og kyni sem eru taldir í mikilli áhaettu (>10% áhættu á að fá kransæðasjúkdóm innan 10 ára) Þýði Fjöldi með hjarta- og Fjöldi einkennalausra sem teljast Samtals (%) æðasjúkdóma í mikilli áhættu (>10% innan 10 (%) ára) (%) Karlar 35-45 ára 23.488 627 0 627 (3%) (0%) (3%) 46-52 ára 13.580 974 276 1250 (7%) (2%) (9%) 53-57 ára 8125 1114 1671 2785 (14%) (24%) (34%) 58-62 ára 6096 1321 2964 4285 (22%) (62%) (70%) 63-67 ára 4644 1435 2842 4277 (31%) (89%) (92%) Konur 35-45 ára 23.434 232 0 232 (1%) (0%) (1%) 46-52 ára 13.149 260 0 260 (2%) (0%) (2%) 53-57 ára 7704 285 0 285 (4%) (0%) (4%) 58-62 ára 6140 581 31 612 (9%) (1%) (10%) 63-67 ára 4801 660 128 788 (14%) (3%) (16%) Karlar 55.933 5471(10%) 7754(14%) 13.225 (24%) Konur 55.228 2018 (4%) 159 (0,3 %) 1861 (3%) Alls 111.161 7490 (6,7%) 7912 (7,11%) 15.402 (14%) í nýlegri útgáfu bandarísku leiðbeininganna er lagt til að reynt verði að ná LDL-kólesteróli niður fyrir 1,8 mmól/L hjá þeim sem eru í mjög mikilli áhættu og niður fyrir <2,6 mmól/L hjá þeim sem eru í mikilli áhættu (9). Endurskoðaðar sænskar leiðbeiningar frá 2004 setja sem meðferðarmarkmið að kólesteról sé <5,0 mmól/L en við mjög mikla áhættu sé það <4,5 mmól/L. Samsvarandi markmið fyrir LDL-kólest- eról er <3,0 mmól/L og <2,5 mmól/L (21). Rétt er að taka fram að rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru í mikilli áhættu hafa gagn af kól- esteróllækkandi lyfjameðferð óháð upprunalegu LDL-kólesterólgildi (2). í ASCOT-LLA rann- sókninni var einnig sýnt fram á ávinning þess að meðhöndla kólesteról þó það sé ekki sérlega hátt (<6,5 mmól/L) hjá háþrýstingssjúklingum sem höfðu að minnsta kosti þrjá aðra áhættuþætti æðakölkunarsjúkdóma (4). Rannsóknir seinni tíma virðast því allar benda til þess að lækka eigi meðferðarmarkmið hjá þeim sem eru í mjög mikill áhættu, en enginn veit hversu neðarlega skuli fara með heildarkólesteról eða LDL-kólesteról (4). Tvennt þarf þó að hafa í huga í þessu sam- hengi. í fyrsta lagi eru áhrif kólesteróllækkandi lyfja (statína) sennilega ekki eingöngu bundin við kólesteróllækkunina sem slíka heldur virðast þau einnig hafa önnur áhrif, meðal annars að hemja bólguþættií því skyni að æðakölkunarskellur verði stöðugri og rofni síður. í öðru lagi eru aukaverk- anir statína vel þekktar og virðast vera skammta- háðar. Mikilvægi reykinga, offitu, hreyfingarleysis og óheilbrigðs lífsstíls er einnig ótvírætt og ætti að huga að þessum þáttum í öllu forvarnarstarfi. Loks þarf að hyggja að félagsiegum aðstæðum og almennri vellíðan. Með hliðsjón af framansögðu eru ráðlögð eft- irfarandi meðferðarmarkmið: • Minnka eða koma í veg fyrir reykingar, of háan blóðþrýsting og offitu. • Fyrir sjúklinga með þekkta hjarta- og æðasjúk- dóma og/eða sykursýki er miðað við heildarkól- esterólgildi <4,5 mmól/L og/eða LDL-kólesteról <2,5 mmól/L. • Fyrir einkennalausa einstaklinga sem eru taldir í mikilli áhættu (>10% áhættu á að fá krans- æðasjúkdóm innan 10 ára) samkvæmt íslensku Læknablaðið 2006/92 465

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.