Læknablaðið - 15.06.2006, Side 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA UM MANNAFLSÞÖRF í HEILBRIGÐISKERFINU
að sjálfsögðu mikil áhrif á framboðið. Breyttur
tíðarandi eins og breytt löggjöf um fæðingarorlof,
meiri krafa um frítíma og breyting á eftirlauna-
aldri getur spilað stórt hlutverk.“
Við spárnar um mannafla var stuðst við gögn
frá Hagstofu Islands, Landlæknisembættinu, fag-
félögunum og sjúkrastofnunum.
„Utfrá þeim gögnum sem við fengum kom fram
að mestur skortur er innan sjúkraliða og hjúkr-
unarfræðistéttanna. Sjúkraliðafélag íslands metur
það svo að skorturinn á sjúkraliðum í dag sé um
16% og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga metur
skortinn í sinni stétt um 14%. Við teljum að þetta
sé varlega áætlað og ýmislegt bendir til þess að
ástandið sé jafnvel enn verra. Hjá hinum tveimur
fagfélögunum var staðan ekki talin eins alvarleg.
Læknafélag Islands metur það svo að í sumum
greinum læknisfræðinnar sé um skort að ræða en
í öðrum ekki, þannig að í heildina sé ekki skortur
á læknum.“
Þær segja það hafa vakið athygli þeirra að spár
sjúkrastofnananna og fagfélaganna um hver þörf-
in verði árlega næstu árin séu nokkuð svipaðar
ef hjúkrunarfræðingarnar eru undanskildir. „Þar
munar töluverðu og spár sjúkrastofnana gera ráð
fyrir að þörfin aukist um 2,2 % á ári en Félag ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga gerir ráð fyrir 1% þörf
fyrir aukningu. I beinhörðum tölum þýðir þetta
að spá sjúkrastofnana gerir ráð fyrir að árið 2020
verið þörf fyrir 4050 hjúkrunarfræðinga en spá
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga reiknar með
þörf fyrir 3375.
Sérstakra aðgerða er þörf
í meðfylgjandi töflum má sjá niðurstöður hámarks-
og lágmarksmannaflaspár fyrir stéttirnar fjórar.
Lágmarkspáin gerir ráð fyrir að fjöldi heilbrigð-
isstarfsmanna á hverja 1000 íbúa haldist óbreyttur
út tímabilið 2005-2020. Hámarkspáin gerir hins
vegar ráð fyrir því að vöxtur stéttanna verði í
takt við væntingar fagfélaganna um hlutfallslega
mannaflaþörf. Læknafélagið gerir ráð fyrir auking-
in verði um 1,5% að jafnaði á ári, Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga 1%, Sjúkraliðafélag íslands
3,5% og Félag íslenskra sjúkraþjálfara 2%.
„Lágmarkspáin er nokkuð óraunhæf þar sem
hún tekur meðal annars ekki tillit til þess að
þjóðin eldist. Á hinn bóginn eru rökin fyrir því
að velja spá fagfélaganna sem hámarkspá að þau
hafa tilhneigingu til að meta þörfina til hins ítrasta
þar sem þau bera fyrst og fremst hagsmuni félags-
manna sinna fyrii bijósti. Aldurssamsetning lœkna, hjúkrunarfrœðinga, sjúkraliða og sjúkraþjálfara árið 2004.
Og þá er loks hægt að spyrja lykilspurning-
arinnar hvort við séum að útskrifa nægjanlegan
fjölda heilbrigðistarfsmanna miðað við spárnar?
Læknablaðið 2006/92 481