Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2006, Side 56

Læknablaðið - 15.06.2006, Side 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKN upphafi skyldi endinn skoða Hávar Sigurjónsson Linn Getz trúnaðarlæknir Landspítalans hlaut á dögunum Marie Spángberg verðlaunin í Noregi fyrir grein sína Estimating the high risk group for cardiovascular disease in the Norwegian HUNT 2 population according to the European guidelines. Greinin birtist í British Medical Journal þann 10. september 2005 og er Linn fyrsti höfundur grein- arinnar. Meðhöfundar eru Irene Heltevik, Anna Luise Kirkengen og Jóhann Ágúst Sigurðsson. Marie Spángberg verðlaunin eru veitt af Norsku læknasamtökunum og eru árlega veitt konu sem skarað hefur framúr á vísindasviði læknisfræði. Verðlaunasjóðurinn var stofnaður 1993 í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Marie Spángberg, fyrstu norsku konunnar í læknastétt. Markmið sjóðsins er hvetja konur í læknastétt til vísindarannsókna með því að verðlauna mikilvægustu vísindagrein- ina sem norsk kona hefur birt á því almanaks- ári í norsku eða alþjóðlegu læknavísindariti. Verðlaunin nema 30 þúsund norskum krónum. Linn Getz er fædd í Þrándheimi 1962 og lauk cand. med. prófi frá Háskólanum í Þrándheimi 1989. Hún hefur búið hér á landi frá 1996. Sjaldan verið beitt í læknisfræði „Rannsókn okkar sem var verðlaunuð í Noregi fjallar um afleiðingar þess ef farið er eftir evr- ópskum leiðbeiningum um forvarnir við hjarta- og æðasjúkdómum sem gefnar voru út af helstu og virtustu félagasamtökum á þessu sviði í Evrópu árið 2003,“ segir Linn Getz og bætir því við að klínískar leiðbeiningar í læknisfræði styðjist ávallt við bestu rannsóknir sem völ er á í gagnreyndri læknisfræði, Evidence based medicin. „Vandinn er hins vegar sá að þessar rannsóknir byggja flestar á lífefnafræðilegum eða lífeðlisfræði- legum breytum (biomedicin), einkum svonefndum áhættuþáttum. Mun færri vísindarannsóknir eru til um áhrif til dæmis mannlegra samskipta, félags- aðstöðu og uppeldisskilyrða á heilsu en fyrrnefnd tegund rannsókna.“ Klínískar leiðbeiningar í læknisfræði eru að sögn Linn yfirleitt samdar af sérfræðingum í ákveðnum sérgreinum eða með sérþekkingu á ákveðnum flokkum sjúkdóma, svo sem háþrýst- ing, hjartasjúkdómum eða sykursýki. „Þetta þýðir að viss hætta er fyrir hendi á því að lögð sé mikil áhersla á einstaka málaflokka en að enginn taki ábyrgð á heildarmyndinni eða skoði hugsanlegar afleiðingar þess að taka upp leiðbeiningarnar sem mælt er með.“ Rannsóknin sem Linn og samstarfsmenn hennar gerðu er svonefnd „modelling study“, eða reiknilíkan. Þar er beitt þeirri aðferð að reyna sjá fyrir sér hverjar afleiðingar einhver úrræði hafa. „Enda þótt þessi vinnubrögð virðist í fljótu bragði afar sjálfsögð rannsóknaraðferð eins og til dæmis í verkfræði, þá er staðreyndin samt sú að henni hefur afar sjaldan verið beitt í læknisfræðinni. Forsendan fyrir slíkri rannsókn er að eiga og hafa aðgang að góðum gagnagrunnum til dæmis úr far- aldsfræðilegum rannsóknum. Við höfðum aðgang að hóprannsókn úr Norður-Þrændalögum í Noregi sem nær til um 63 þúsund einstaklinga. Við not- uðum þennan hóp við reiknilíkanið til að sjá fyrir hugsanlegar afleiðingar af því ef leiðbeiningarnar um forvarnir við hjarta- og æðasjúkdómum yrðu teknar upp og þeim beitt á heilt byggðarlag eða heila þjóð.“ Birting íslenskra fræðigreina í erlendum tímaritum Sigurðsson K, Sigvaldason H Effectiveness of cervical cancer screening in Iceland, 1964-2002: a study on trends in incidence and mortality and the effect of risk factors Acta Obestetricia et Gynecologica 2006; 85: 343-9 Sigurðsson K, Sigvaldason H Longiludinal trends in cervical histological lesions (CIN 2-3+): A 25-year overview Acta Obestetricia et Gynecologica 2006; 85: 359-65 484 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.