Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2006, Side 61

Læknablaðið - 15.06.2006, Side 61
FRETTATILKYNNING „Hættu fyrir lífið" - ráðleggingar fyrir þá sem vilja hætta að reykja Krabbameinsfélag Reykjavíkur, í samvinnu við Reykleysismiðstöð Landspítala og Lýðheilsustöð, hefur gefið út bæklinginn „Hættu fyrir lífið.” Bæklingurinn heitir Giving up for life á frummál- inu og er saminn af Jennifer Percival hjúkrunar- fræðingi og ráðgjafa í tóbaksvörnum fyrir National Health Service í Bretlandi. Megináhersla er lögð á að veita fólki auðveldar og góðar leiðbeiningar við að hætta að reykja. Hér eru upplýsingar, ráðleggingar og gagnleg verkefni sem hjálpa þeim sem reykja að átta sig á því af hverju þeir reykja og hvernig þeir geta hætt - fyrir fullt og allt. Tekur er mið af íslenskum aðstæðum og veittar upplýsingar um meðferðarúrræði hér- lendis. Fullyrða má að þetta sé ítarlegasti bæklingur um reykingar sem komið hefur út um árabil. Enda þótt mikið hafi dregið úr reykingum síðustu ára- tugi reykja enn um 19% fullorðinna Islendinga. Kannanir sýna að stór hluti þeirra vill hætta og mörgum þeirra tekst það á hverju ári. Utgefendur vænta þess að bækling- urinn „Hættu fyrir lífið” komi að góðum notum og verði þeim sem vilja hætta að reykja stuðningur í baráttunni til reyklauss lífs. Bæklingurinn liggur frammi á heilsugæslu- stöðvum og í apótekum, einnig er hægt að panta hann hjá Lýðheilsustöð: pantanir@lydheilsustod. is og hann er jafnframt hjá Krabbameinsfélagsinu: www.krabb.is/rit Að hætta að reykja er það besta sem sá sem reykir getur gert til að bæta heilsu sína. Jafnframt eykur það líkur á lengra og heilbrigðara lífi. Heilsugæslulæknir Afleysingalækni vantar við Heilsugæslustöðina Borgarnesi í eitt ár frá 1. september n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Möguleiki á áframhaldandi ráðningu eftir árið. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Heilsugæslustöðin er þriggja lækna stöð en er heimild fyrir fjórum læknum á sumrin. Húsnæði er til staðar fyrir lækni. Allar nánari upplýsingar um stöðuna veitir Örn E. Ingason, yfirlæknir í síma 437-1400 eða Guðrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Starfið felst í móttöku sjúklinga á stofu svo og vöktum. Laun skv. kjarasamningi Læknafélags íslands frá 1. feb. 2006. Á starfssvæði stöðvarinnar eru ríflega 3800 íbúar með lögheirmili, samskipti á síðasta ári voru rúmlega 25.000. Mikil aukning er í héraðinu á sumrin. Umsóknir sendast til: Framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar Borgarbraut 65 310 Borgarnesi Læknablaðið 2006/92 489

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.