Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNAR Skurðlæknafélag Islands 50 ára Það hefur verið haft á orði, að læknar séu læknum verstir og má vera að eitthvað sé til í því. Það hefur hins vegar fylgt læknum, að þeir hafa kunnað vel að gleðjast saman vegna sigra læknisfræðinnar og fagnað hvers konar framförum við beitingu hugar og handa í þágu sjúklinganna. Og þeim hefur tekist í þessu skyni að standa saman um grundvallargildi læknisstarfsins með siðareglum sínum, kennslu læknisefna og hina fortakslausu kvöð um dreifingu þekkingarinnar. Til þess að ná þessum markmið- um sínum hafa læknar m.a. haft með sér skipuleg- an félagsskap og er Skurðlæknafélag Islands dæmi um það. Vilmundur heitinn Jónsson, landlæknir, gerði margt gott urn sína daga og hafði skynsamlega sýn til heilbrigði þjóðarinnar. Hann gat verið beinskeyttur og sparaði jafnan ekki stóru orðin ef honum fannst þurfa að skamma lækna. Hann segir í Lœknablaðinu 1955: „Nú kynni einhverjum að detta í hug, hvort nokkra nauðsyn beri til, að læknar séu mennta- menn samkvæmt þeirri skýrgreiningu, sem hér hefur verið haldið á loft, hvort ekki sé nóg, að þeir „hafi það í lúkunum", sem sjúkur almenningur á undir þá að sækja. Þó að á þessu kunni að vera annmarkar frá sjónarmiði læknisfræðinnar sem fræðigreinar, mætti þetta vissulega koma til álita um hina eiginlegu lækna, þ.e. þá, sem sjálf lækn- isverkin framkvæma, enda virðist þróunin óneit- anlega ganga í þessa átt með stöðugt meiri sundur- greiningu læknisstarfsins og sérhæfingu læknanna, sem verða fyrir það umluktir sífellt þrengra sjónar- hring innan læknisfræðinnar, hvað þá að hann nái út fyrir hana. En eigi menn að sætta sig við þessi örlög læknastéttarinnar, er mönnum hentast að gera sér ljóst, að þá ber þeim að fleygja fyrir borð öllum hugsjónum um akademiska menntun lækna, en sætta sig við það sem besta tæknilega fræðslu og þjálfun þeirra, sem þá er engin ástæða til að láta þá sækja í háskóla, því að það miðar eingöngu til þess að baka þeim ábyrgð menntamanna, sem þeir eiga á hættu að reynast engir menn til að rísa undir. Hér á landi mundi þá sæmst að skipuleggja lækna- fræðsluna í sambandi við iðnskólann, að maður ekki segi við Landsmiðjuna (1).“ Því rek ég þetta hér að þegar litið er yfir listann með stofnendum Skurðlæknafélagsins þá hljóma ofangreind ummæli eins og öfugmæli. Má þar finna gamla kennara lækna á mínum aldri og einn- ig þeirra, sem yngri eru. Og ef nánar er að gáð þá voru þessir læknar glæsilegir fulltrúar læknastétt- arinnar, hugaðir eljumenn en jafnframt þátttak- endur í íslensku menningarlífi og stjórnmálum. Er þar efstur á blaði Guðmundur Thoroddsen, sem svo er lýst af collega, að hann hafi verið ágætur skurðlæknir, áræðinn og öruggur en jafnframt gætinn og gagnrýninn. Við starfsfólk og stúd- enta hafi hann verið Ijúfur og lítillátur og þeir, sem nutu handleiðslu hans og vináttu munu seint gleyma frábærri geðprýði hans og skapstillingu. Á gleðistundum og í vinahópi var unun að góðlát- legri fyndni og leikandi hagmælsku Guðmundar Thoroddsen (2). Árni Björnsson var annar eftirminnilegur stofn- andi Skurðlæknafélags íslands. Árni var glæsilegur skurðlæknir, hafði einhverja sérstaka og dulúðuga útgeislun, sem bar með sér virðingu, er gerði hann fyrirhafnarlaust að fyrirmynd yngri lækna. Árni var fjölmenntamaður. Hann brá oft orðsins brandi og fór vel með, var rökfastur, óvæginn og stundum meinfyndinn. Það er eftirminnilegt hvernig sálin tók flugið á síðustu árum ævinnar og hver sprett- urinn rak annan á síðum Lœknablaðsins. Mátti öllum ljóst vera, að þar fóru saman geislandi fjör og baráttugleði, frelsi andans og skapandi hugsun, öllum óháð nema sannfæringupni um það, sem hún taldi rétt og satt (3). Og síðast en ekki síst er mér eftirminnileg aðgerð með Þórarni Guðnasyni, sem einnig var stofnandi Skurðlæknafélagsins. Ég var þá stúdent á Borgarspítalanum sáluga. Ung kona við bráða- innlögn barðist fyrir lífi sínu með sturtblæðingu innvortis, kviðurinn eins og hafsjór, varla nokkur nothæf kennileiti. Með ískaldri ró og algeru fum- leysi vann Þórarinn sig í gegnum þetta verkefni og bjargaði þar með konunni. En Þórarinn var ekki síður þekktur sem málsnjall unnandi fagurra lista og bakhjarl menningarlífsins en sem farsæll og flinkur skurðlæknir. Eins og ljóð er ferðalag frá einni hugsun til annarrar eins og Matthías Johannessen hefur bent á og vísindamannsins frá einni niðurstöðu til annarrar, þá er læknisævin ferðalag frá einu verkefni til annars eins. Til að koma þessu endalausa ferðalagi frá, þarf bæði sköpunargleði og ástríðu. Eins og skáld. Markmiðið, sem Skurðlæknafélagið setti sér í upphafi að hafa afskipti þeim málum, er snerta íslenska skurðlækna almennt, eins og það er orðað í fyrstu lögum þess var yfirlætislítið en mik- ils vísir. Enda var að finna í hópi stofnendanna 6 R E I N A R Sigurbjörn Sveinsson form@lis.is Thc icclandic surgcnts society 50 years Höfundur er formaður Læknafélags íslands. Læknablaðið 2007/93 393
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.