Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / LOFTBRJÓST lumen intubation) komið fyrir þannig að hægt væri að fella saman það lunga sem aðgerð var gerð á. Sjúklingnum var komið fyrir í 90° hliðarlegu og lunganu haldið samanföllnu með C02 sem blásið var inn í fleiðruholið. Síðan var þremur holstingj- um (trocars) komið fyrir í brjóstveggnum, þar af einum fyrir myndavél sem tengd var við brjóst- holssjá (10 mm/30°).Töngum og öðrum verkfærum var síðan komið fyrir í gegnum hin götin, meðal annars sérstakri heftibyssu (Autosuture® eða Ethicon®). Heftibyssan var notuð til að hefta fyrir og fjarlægja þær blöðrur sem fundust á lunganu (fleygskurður). í sumum tilvikum var einnig gerð svokölluð fleiðruerting (pleurodesis) auk fleyg- skurðarins, en þá er fleiðran nudduð ýmist með sandpappír eða grisju (sjá töflu III). Einnig var notast við talkúm duft í nokkrum tiIfellum.Talkúm veldur bólgu í fleiðrunni sem örvar myndun sam- vaxta, en samvextirnir eiga að koma í veg fyrir endurtekið samfall á lunganu síðar meir. Einnig fóru nokkrir sjúklingar í brottnám á hluta fleiðr- unnar, oftast fleiðrunni fyrir ofan lungnatoppana (partial pleurectomy). I opinni aðgerð var svæfing og uppstilling sjúk- lings svipuð og í brjóstholsspeglunaraðgerð. Farið var í gegnum 6-10 cm skurð á brjóstveggnum, langoftast í gegnum þriðja eða fjórða millirifjabil (mini-axillary thoracotomy). Lungað var lekapróf- að og síðan framkvæmdur fleygskurður með eða án fleiðruertingar á svipaðan hátt og í brjósthols- speglunaraðgerð. f lok bæði opinna og speglunar- aðgerða var komið fyrir einum brjóstholskera sem tengdur var við sog (-20 cm H20). Eftirmeðferð og eftirlit:Að skurðaðgerð lokinni var tekin lungnamynd af sjúklingi. Sjúklingarnir lágu yfirleitt inni í þrjá til fimm daga, eða þar til þeir höfðu jafnað sig á verkjum og loftleki hættur. Viku eftir útskrift komu sjúklingarnir í myndatöku og svo aftur mánuði seinna ef ástæða þótti til. Yfirleitt var ekki um frekara eftirlit að ræða. Tölfrœðiaðferðir: Upplýsingar voru skráðar í forritið Excel og það ásamt tölfræðiforritunum Sigmastat 3.1 og SPSS notað til tölfræðiúrvinnslu. Normaldreifðar stærðir (til dæmis aldur og aðgerðatími) voru bornar saman með t-prófi og Chi-square próf eða Fisher Exact próf notað fyrir ósamfelldar breytur og flokkabreytur. Marktæki miðaðist við p-gildi <0,05. Leyfi: Aður en rannsóknin hófst voru fengin til- skilin leyfi frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd Landspítala. Nidurstöður Á þeim 15 árum sem rannsóknin náði til voru framkvæmdar 234 aðgerðir á 210 sjúklingum Tafla 1. Upplýsingar um sjúklinga (sýndur er fjöldi aðgerða og % í sviga). Brjóstholsspeglun n=134 Opin aðgerð n=100* p-gildi Karlar 106 (79,1) 74 (74) óm Konur 28 (20,9) 26 (26) óm Aldur, meðalaldur ± sf 27,1 ±10,2 ár 30,9 ± 14,4 ár (bil) (15-68) (12-75) óm Tegund loftbrjósts „Prímert” loftbrjóst (PSP) 131 (97,8) 90 (90) óm „Sekúndert" loftbrjóst (SSP) 3(2,2) 10** (10) 0,01 Staðsetning loftbrjósts Hægra lunga 62 (46,3) 51 (51) óm Vinstra lunga 71 (53) 48 (48) óm Bæði lungu samtímis 1(0,7) 1(1) óm *þar af 17 sjúklingar sem snúió var úr brjóstholsspeglun í opna aögerö **þar af 3 brjóstholsspeglanir sem snúið hafði veriö í opna aógerö óm = ómarktækt; sf = staöalfrávik Tafla II. Ábendingar fyrir skurðaðgerð (sýndur er fjöldi aðgerða og % í sviga). Brjóstholsspeglun n=134 Opin aðgerð n=100 Fyrsta loftbrjóst 46 (34,3) 33 (33) Fyrsta endurtekið loftbrjóst 49 (36,6) 37 (37) Annað eða þriðja endurtekið loftbrjóst 25 (18,7) 15(15) >3 endurtekningar í sama lunga 4(3,0) 4(4) Fyrsta endurtekið loftbrjóst í gagnstæðu lunga 9(6,7) 10 (10) Loftbrjóst samtímis í báðum lungum 1(0,7) 1(1) Samtals 134(100) 100 (100) vegna sjálfkrafa loftbrjósts. Að meðaltali voru því framkvæmdar 15,6 ± 6,3 aðgerðir á ári og sveifl- aðist fjöldi aðgerða frá 8-29 milli ára. Ekki var þó um marktæka aukningu að ræða þegar borinn var saman fjöldi aðgerða á þremur fimm ára tímabil- um (mynd I). Upplýsingar um sjúklingana er að finna í töflu I. Flestar aðgerðanna, eða 221 (94,4%), voru fram- kvæmdar vegna loftbrjósts þar sem sjúklingarnir höfðu ekki þekktan lungnasjúkdóm (PSP) en 13 höfðu þekktan lungnasjúkdóm (SSP). Af sjúkling- um í síðari hópnum voru sjö með lungnaþembu og fóru marktækt fleiri úr þessum hópi í opna aðgerð en í brjóstholsspeglun (p=0,01). I opna hópnum voru 17 sjúklingar sem upphaflega fóru í brjóst- holsspeglun en aðgerðinni var snúið í opna aðgerð, oftast vegna samvaxta sem gerðu brjóstholsspegl- un erfiða. Ein stúlka gekkst undir skurðaðgerð vegna tíðaloftbrjósts. Ekki var marktækur munur á fjölda hægri og vinstri loftbrjósta í aðgerðarhóp- unum. Meðalaldur sjúklinga í opna hópnum var heldur hærri en í brjóstholsspeglunarhópnum og munaði 3,8 árum (tafla I). Þessi munur reyndist þó ekki marktækur. Læknablaðið 2007/93 407
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.