Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI
er á heiminn allan (6). Ef skoðað er kynjahlufall
sykursjúkra á miðjum aldri eru þessi hlutföll
nokkuð jöfn og hafa rannsóknir frá Bretlandi (21)
og Svíðþjóð (22) gefið sambærilegar niðurstöður
og þessi rannsókn gefur til kynna, það er að á
miðjum aldri er hlutfall karla með SS2 jafnvel
hærra en kvenna.
Hlutfall óþekktrar SS2 er um 0,66 og gildir
nú að fyrir hvern einn með þekkta SS2 eru tveir
sem vita ekki að þeir hafa SS2. Eins og sést í
töflu II er þetta hlutfall óþekktrar sykursýki
sambærilegt við Svíþjóð og Spán, einnig hafa
rannsóknir frá Danmörku (23) gefið til kynna
sama hlutfall óþekktrar sykursýki. Árið 2002 gaf
Landlæknisembættið út klínískar leiðbeiningar
(24) þar sem meðal annars var skilgreindur
áhættuhópur þar sem talað var um að beita ætti
tækifærisskimun á eins til þriggja ára fresti og er
því full ástæða til að fylgja þeim ráðleggingum
eftir.
Tengsl offitu við sykursýki er vel þekkt (25) og
kemur vel fram í mynd 2 þar sem metið var algengi
SS2 innan LPS-flokka yfir allt rannsóknartímabilið.
Þar sést hversu gríðarlega algengi SS2 eykst með
hækkandi LÞS og sérstaklega sláandi er munurinn
á algengi SS2 hjá þeim sem teljst of þungir og
þeim sem teljast of feitir. Algengi SS2 rúmlega
þrefaldast hjá báðum kynjum milli þessara LÞS-
flokka. Hlutfall ofþyngdar og offitu er að aukast
(26) meðal þjóðarinnar og er líklega sá þáttur sem
stuðlar hvað mest að auknu algengi SS2.
Eins og við var að búast var næmi greining-
arskilmerkja WHO’99 mest þar sem að þau
greina alla sem ADA’97 greina og að auki þá sem
greinast með sykurþolsprófi samkvæmt tveggja
klst blóðsykursgildi en eru jafnframt með eðlileg-
an fastandi blóðsykur. Með WHO’99 greinast
sömu einstaklingar á sykurþolsprófinu og með
WHO’85 en að auki greinast með WHO’99 þeir
sem eru með fastandi blóðsykur á bilinu 7,0-7,8
mmól/1 þar sem í greiningarskilmerkjum WHO’99
er miðað við fastandi gildi 7,0 mmól/1 en 7,8 mmól/1
í WHO’85. Þessar niðurstöður eru í samræmi við
samanburð á greiningarskilmerkjunum í öðrum
löndum (14,27-29).
Við framkvæmd sykurþolsprófa í Hóprann-
sókninni var notast við blóðsykurgildi 90 mínútum
eftir inntöku á 50 grömmum af glúkósa en í grein-
ingarskilmerkjum WHO frá 1985 og 1999 er miðað
við 120 mínútur eftir inntöku á 75 grömmum af
glúkósa. Áhrif þessa hafa verið skoðuð í áður birtri
grein (15) og þar talið að lítill munur sé á þessum
mælingum en þó nefnt að lægri blóðsykurgildi fáist
frekar með því að nota 90 mínútur eftir 50 grömm
af glúkósa viðmiðin. Þar af leiðandi er líklegra að
um vanmat sé að ræða.
Algengi (%)
Líklega er um vanmat á algengi á tímabilinu
1997-02 að ræða en gögn fyrir það tímabil koma
úr Afkomendarannsókninni og Rannsókn á ungu
fólki. Úr Afkomendarannsókninni var notaður
viðmiðunarhópur eða afkomendur þeirra ein-
staklinga í Hóprannsókninni sem ekki höfðu feng-
ið kransaæðastíflu en rannsóknarhópur þeirrar
rannsóknar voru afkomendur þeirra er fengið
höfðu kransæðastíflu. SS2 er sterkur áhættuþátt-
ur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma (1) þannig
að líklegra er að algengi SS2 í viðmiðunarhóp
Afkomendarannsóknarinnar sé lægra en í rann-
sóknarhópnum. Notast var við allan viðmiðunar-
hópinn og hefði verið hægt að nota þann fjölda úr
rannsóknarhópnum sem endurspeglar tíðni krans-
æðastíflu í þessum aldurshópi á íslandi.
Rannsóknir hafa sýnt að óheppilegt sé að
umreikna blóðsykurgildi frá háræðaheilblóði yfir í
bláæðasermi og öfugt og nota til greiningar á SS2
(16, 30). Áhrif þess að umreikna blóðsykurgildin
á algengi SS2 var metið annars vegar með því að
umreikna úr háræðaheilblóði yfir í bláæðasermi
og nota viðmið fyrir bláæðasermi í greiningarskil-
merkjum WHO’99. Hins vegar með því að notast
við viðmið úr sömu skilmerkjum fyrir háræðaheil-
blóð án þess að fara út í umreikning. I ljós kom að
áhrif þess að umreikna blóðsykurgildin á algengi
SS2 voru lítil sem engin, sama algengi fékkst með
báðum aðferðum.
Niðurstöður okkar sýna að SS2 er vaxandi
vandamál hér á landi og þörf er á að beita skimun
í skilgreindum áhættuhópum samkvæmt kínískum
leiðbeiningum frá Landlæknisembættinu í ljósi
þess að fyrir hvern einn með þekkta SS2 eru tveir
með óþekkta SS2. Sterk tengsl við offitu gefa til-
efni til að fylgjast náið með þeim hópi sem á við
offituvandamál að stríða. Líklega er vaxandi offita
Mynd 3. A Idursstadlaö al-
gengi sykursýki aftegund
2 miðað við þrjú mismun-
andi greiningarskilmerki
ásamt 95% öryggismörk-
um. Aldursbil 45-64 ára.
Læknablaðið 2007/93 401