Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁRSFUNDUR LAN DSPÍTALA Fjárveitingar í engum takti við eftirspurn - Af árstundi Landspítala Á ársfundi Landspítala sem haldinn var fimmtu- daginn 26. apríl sagði Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga að hún teldi fjárveitingar til spítalans á undanförnum árum vera í engum takti við þróun eftirspurnar eftir þjónustu hans. Eftirspurnin ætti enn eftir að aukast á næstu árum, m.a. vegna þróunar sjúk- dóma og fjölgunar aldraðra. Heildarkostnaður við rekstur Landspítalans var 32,2 milljarðar króna á síðasta ári og þjón- ustan jókst á flestum sviðum milli ára. Gjöld um- fram tekjur, sem fást fyrst og fremst af fjárlögum og með þjónustugjöldum, voru 290 milljónir. Rekstrarhallinn nam því 0,9% árið 2006 en upp- safnaður rekstrarhalli var í lok þess árs 777 millj- ónir króna. Var hallinn 487 milljónir í árslok 2005. „Landspítalinn hefur á síðustu sjö árum aukið jafnt og þétt starfsemi sína vegna vaxandi fjölda Islendinga, sérstaklega í röðum aldraða, án þess að rekstrarkostnaður á föstu verðlagi hafi aukist,” sagði Anna Lilja. Sagði hún að spítalinn hefði hingað til fjármagn- að aukna starfsemi með hagræðingu í rekstri, sem möguleg var í kjölfar sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík. Þá hafi verið farið ofan í saumana á þjónustunni og reksturinn endurskipulagður. Nú sé svo komið að aukið fé þurfi inn í reksturinn eða að takmarka verði þjónustuna. „Hvaða leið vilj- um við velja,” spurði Anna Lilja og spurði svo að lokum hvort spítalinn ætti að „fórna fjármunum í þágu mannúðar eða fórna mannúð í þágu fjárhags- legrar afkomu.” Landspítalinn meðal fimm bestu Magnús Pétursson forstjóri ræddi um skipulag sér- greina innan spítalans og stefnumótun til framtíð- ar. Skilgreindar hafa verið 39 sérgreinar á spítalan- um og stöðugt sé verið að endurskoða vægi und- irsérgreina og því sé skilgreiningin ekki fastmótuð í eitt skipti fyrir öll. Magnús sagði ennfremur að Landspítalinn hefði sett sér það markmið að vera árið 2012 kominn í hóp fimm bestu háskólasjúkra- húsa á Norðurlöndunum í árangri og afköstum í vísindarannsóknum. Á Landspítalanum fer fram öflugt kennslu, fræða og vísindastarf og sagði Magnús það forsendu góðrar heilbrigðisþjónustu og menntunar heilbrigðisstétta. I vísindastefnu Landspítalans er stefnt að því að fjárframlag stjórnvalda til vísindarannsókna fylgi sörnu þróun Ársfundurinn var fjölsóttur. og hjá norrænum háskólasjúkrahúsum og verði orðið 3,3% af veltu spítalans árið 2011. Magnús Gottfreðsson hlaut vísindaverðlaunin Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdóm- um við Landspítalann og dósent í læknisfræði við Háskóla íslands hlaut á ársfundi LSH 2.5 milljónir úr verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar. í þakkarávarpi sínu rakti Magnús rannsóknir sínar á undanförnum árum en hann hefur m.a. rannsakað alvarlega sjúkdóma af völdum hjúp- aðra baktería og hefur hann beint sjónum sínum að heilahimnubólgu. Hefur rannsókn hans leitt í ljós að hér á landi hafa fundist 19 stofngerðir heilahimnubólgu sem ekki hafa fundist annars staðar í heiminum. Sagði Magnús að þetta benti til þess að bakteríurnar væru upprunnar hérlendis. Þá greindi Magnús frá rannsóknum sínum á erfða- þáttum spænsku veikinnar sem barst til landsins 1918. Sagði hann aðstæður hér mjög góðar til að rannsaka þessa miklu ráðgátu læknisfræðinnar sem spænska veikin væri. Þeirri kenningu hefði verið varpað fram að erfðaþættir hefðu valdið því hverjir tóku veikina og dóu. Niðurstaða rannsókna hans væri sú að svo væri ekki. Magnús Gottfreðsson tekur við verðlaunafénu úr hendi Magnúsar Péturssonar. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 435 „39 skilgreindar sérgreinar innan Landspítalans, ” sagði Magnús Pétursson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.