Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FUNDIR
Á aðalfundi Læknafélags Reykjavíkur var sam-
þykkt að félagið legði allt að 25 milljónir króna til
byggingar lækningaminjasafns í Nesi við Seltjörn. í
samþykkt fundarins er kveðið svo á að upphæðin
verði aldrei hærri en sú upphæð sem Læknafélag
íslands kann að leggja fram í sama skyni. Framlagið
er háð því skilyrði að Seltjarnarnesbær gangist
fyrir uppbyggingu og rekstri lækningaminjasafns-
ins með þátttöku ríkissjóðs lögum samkvæmt.
Á fundinum urðu líflegar umræður um þessa
tillögu en að lokum var hún samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum gegn einu.
Talsverður tími fundarins fór í lagabreyting-
artillögur og kynnti Olafur Þór Ævarsson tillögur
lagabreytinganefndar. Voru allar tillögur sam-
þykktar samhljóða þó nokkrar umræður yrðu um
orðalag einstakra greina og í stöku tilfellum voru
gerðar lagfæringar samkvæmt því áður en breyt-
ingin var endanlega samþykkt.
Við stjórnarkjör var farið eftir nýju lögunum
og stjórnarmönnum fækkað úr tólf í níu. Úr stjórn
gengu þrír og þrír nýir meðstjórnendur voru kjörn-
ir: Þorbjörn Jónsson, Halla Skúladóttir og Elínborg
Guðmundsdóttir.
I afmælisnefnd félagsins vegna 100 ára afmælis
LR 2009 voru kosin Olafur Þór Ævarsson formað-
ur, Óskar Einarsson, Gestur Þorgeirsson, Högni
Óskarsson, Magni Jónsson, Halla Skúladóttir,
Friðný Jóhannsdóttir, Elínborg Guðmundsdóttir,
Hildur Svavarsdóttir og Anna K. Jóhannsdóttir.
Þá var tilkynnt að Þorkell Bjarnason rönt-
genlæknir hefði verið valinn heiðursfélagi LR
og verður honum afhent viðurkenningarskjal á
árshátíð LR 2008.
Fundargerð og ályktanir má sjá á heimasíðu LR,
www.lis.is
Ólafur Pór Ævarsson í
pontu á aðalfundi LR.
Hávar
Sigurjónsson
Vorfundur
ritstjórnar á
Búðum
Ritstjórn Læknablaðsins ásamt
starfsmönnum blaðsins hélt vor-
fund á Hótel Búðum þann 20.
apríl. Á fundinum var farið
yfir vinnuferla varðandi frágang
og skil á greinum í blaðið
og er þar stuðst við reglur
Vancouverhópsins frá 1998 og einnig tekið mið
af reglum danska læknablaðsins. Auk þess hefur
Læknablaðið sett sér eigin reglur um lengd og frá-
gang greina sem felldar hafa verið inn í þær heild-
arreglur sem ritstjórn hefur komið sér saman um.
Rétt er að taka fram að ritstjórn á hverjum tíma
hefur svigrúm til að setja sér vinnureglur og hefur
sú ritstjórn sem nú starfar lagt talsverða vinnu í að
gera þær sem skýrastar og aðgengilegastar.
Að öðru leyti eru
ritstjórnarfundir
haldnir mánaðarlega
í kjölfar útkomu hvers
blaðs þar sem farið er
yfir nýútkomið blaðið
og lagðar línur að því
næsta.
Karl Andersen, Engilbert
Sigurðsson og Tómas
Guðbjartsson eru einbeitt-
ir á svip yftr vinnureglum
Lœknablaðsins.
Ritstjórnarfulltrúinn Védís
Skarphéðinsdóttir gerir til-
lögur að hámarkslengd og
frágangi greina í blaðið.
Læknablaðið 2007/93 439