Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / LOFTBRJÓST
Tafla V. Sjúklingar sem fóru í enduraögerð vegna endurtekins sjálfkrafa loftbrjósts.
Nr. Aðgeröarár Aldur/kyn Hlið Aðgerð Tegund aögerðar Tími frá upphaflegu aðgerðinni (mánuöir) Endurtekin aðgerð Tegund enduraðgeröar
1 1993 26/(3 V BS FS+FE 5 OA FS
2 1994 35/c3 V BS FS 7 OA FE
3 1994 27/J V BS FS+FE 3 OA FS+FE
4 1995 23/J H OA FS 19 0A FS+FE
5 1995 28/(3 H BS FS 1 0A FS+FE
6 1996 17/(3 H BS FS 2 0A FS+FE
7 1996 16/(3 H OA FS+FE 2 OA FS
8 1997 18/(3 V BS FS 22 BS FS+FE
9 2001 18/c3 V BS FS+FE 1 BS FS+FE
10 2002 20/c3 H BS FS 8 OA FS+FE
11 2003 21/(3 V BS FS 47 BS FS
12 2004 31/9 H BS FS 39 0A FS+FE
13 2004 23/$ H 0A FS 15 OA FS
FS=fleygskurður; FE=fleiöruerting; OA=opin aðgerð; BS=brjðstholsspeglun
Umræða
Þessi rannsókn staðfestir að skurðaðgerð við loft-
brjósti er örugg meðferð og það á bæði við um
hefðbundna opna aðgerð og aðgerð með brjóst-
holssjá. Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá
aðgerð og meiriháttar fylgikvillar voru sjaldséðir.
Öryggi skurðmeðferðar er lykilatriði, enda eru
sjúklingar með loftbrjóst yfirleitt ungt fólk og
sjúkdómurinn í sjálfu sér ekki lífshættulegur nema
í undantekningartilfellum (svo sem þrýstiloft-
brjóst).
Skurðaðgerðir við loftbrjósti eru þó ekki án
fylgikvilla. Blæðingar og sýkingar geta sést þó
svo að þær séu tiltölulega sjaldgæfar (<3%).
Mun algengari eru viðvarandi loftleki (6,8%) og
endurtekið loftbrjóst sem krefst skurðaðgerðar
(5,6%). Þetta á sérstaklega við eftir brjósthols-
speglun, en viðvarandi loftleki (skilgreindur sem
loftleki í meira en fjóra sólarhringa frá aðgerð)
sást hjá rúmlega 10% sjúklinga sem gengust
undir aðgerð með brjóstholsspeglun samanborið
við 2% hjá sjúklingum eftir opna aðgerð og var
munurinn marktækur (p=0,04). Þrír sjúklinganna
í fyrrnefnda hópnum þurftu að gangast undir end-
uraðgerð innan viku frá fyrstu aðgerð. Hjá hinum
13 sjúklingunum dugði meðferð með brjósthols-
kera og sogi. En þótt ekki hafi komið til aðgerðar
hjá þessum 13 sjúklingum lengdist sjúkrahússdvöl
þeirra verulega (11 dagar í stað 4 daga).
Þessi rannsókn sýnir einnig að endurað-
gerðir vegna síðkomins endurtekins loftbrjósts
eru vandamál eftir brjóstholsspeglunaraðgerð.
Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst áður,
meðal annars í nýlegri sænskri rannsókn (19).
Rúmlega helmingi fleiri sjúklingar (7,5%) þurftu
að fara í enduraðgerð eftir brjóstholsspeglun sam-
anborið við opna aðgerð (3%) og var munurinn
greinilega marktækur. Þessi loftbrjóst greindust
1-47 mánuðum frá upphaflegu aðgerðinni (með-
altal 13 mánuðir) og voru þau oftast stór og ollu
sjúklingunum töluverðum einkennum. Tekið skal
Tafla VI. Samanburöur mismunandi rannsókna á tíöni endurtekinna loftbrjósta og enduraögeröa eftir brjóstholsspeglanir
viö sjálfkrafa loftbrjósti. Um er að ræða sjúklinga með bæði „prímert“ og „sekúndert“ loftbrjóst nema annaö sé
tekið fram.
Höfundur/ár Fjöldi sjúklinga Enduraðgerðir innan 15 daga Eftirlitstími (follow-up, mán) Endurtekiö loftbrjóst (%)
Inderbitzi (1994) (17) 79 4 19,6 8,3
Naunheim (1995) (10) 113 1,7 13,1 4,1
Bertrand (1996)* (8) 163 3 24,5 6
Mouroux (1996 ) (4) 97 0 30 3
Passlick (1998) (3) 99 5 29 4
Hatz (2000) (11) 118 2,5 53 4,6
Lang-Lazdunski (2003)* (7) 182 0,5 93 3
Ingólfsson (2006) (19) 240 13 54 5,8
Þessi rannsókn (2007) 210 3 95,1 5,6
♦eingöngu „prímert" loftbrjóst
Læknablaðið 2007/93 409