Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / LOFTBRJÓST
Mynd 1. Fjöldi aðgerða
við sjálfkrafa loftbrjósti
á Landspítala á þremur
fimm ára tímabilum, frá
1991-2005. Sýndareru
bœði opnar aðgerðir
og brjóstholsspeglunar-
aðgerðir.
dómur og leggst aðallega á ungt og annars hraust
fólk. I flestum tilvikum er orsökin talin vera rof á
litlum blöðrum (blebs) sem staðsettar eru á toppi
lungnanna (primary spontaneous pneumothorax,
PSP) (1). Karlar eru í meirihluta og sjúkdómurinn
er mun algengari hjá reykingafólki (2). I 10-40%
tilfella hafa sjúklingar með sjálfkrafa loftbrjóst
þekktan lungnasjúkdóm (krónískt berkjukvef og
lungnaþemba) sem veldur loftbrjóstinu (second-
ary spontaneous pneumothorax, SSP) (3-5).
Þegar loftbrjóst er lítið (<20% samfall á lung-
anu) kemur til greina að bíða og sjá til (1,6), ann-
ars er yfirleitt komið fyrir kera í brjóstholinu sem
tengdur er við sog. Oftast hættir loftlekinn eftir
nokkurra daga sogmeðferð og ekki þörf á frek-
ari meðferð. I sumum tilvikum stöðvast loftlek-
inn ekki og verður þá að grípa til skurðaðgerðar.
Algengari ábending fyrir skurðmeðferð er þó end-
urtekið loftbrjóst (recurrent pneumothorax) sem
sést í allt að 40% tilfella eftir kera- og sogmeðferð
(6). Til samanburðar er tíðni endurtekins loft-
brjósts undir 6% eftir skurðaðgerðir við loftbrjósti
(3,4, 7-11). Þar sem líkur á endurteknu loftbrjósti
aukast verulega með auknum fjölda loftbrjósta er
oft gripið til skurðaðgerðar þegar sjúklingur leit-
ar í annað eða þriðja skipti með loftbrjóst sömu
megin (6,12).
Fyrir rúmum áratug síðan voru skurðaðgerðir
við sjálfkrafa loftbrjósti oftast framkvæmdar í
gegnum brjóstholsskurð (thoracotomy). A síðustu
árum hafa aðgerðir með brjóstholssjá (video-ass-
isted thoracoscopic surgery, VATS) víðast hvar
komið í stað opnu aðgerðanna (4,7,8). Fjöldi rann-
sókna hefur sýnt að brjóstholsspeglunaraðgerð-
irnar valda minni örum og verkjum og sjúklingarn-
ir útskrifast fyrr en eftir hefðbundna opna aðgerð
(4, 7, 8,13-15). Hins vegar hafa nokkrar erlendar
rannsóknir sýnt aukna tíðni enduraðgerða vegna
endurtekins loftbrjósts samanborið við opnar
aðgerðir (14, 16-19), enda þótt það eigi ekki við
um allar rannsóknir (14).
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna
árangur skurðaðgerða við loftbrjósti á Landspítala
á tímabilinu 1991-2005. Einnig var markmið
rannsóknarinnar að bera saman árangur tveggja
mismunandi aðgerða við loftbrjósti með sérstöku
tilliti til snemm- og síðkominna fylgikvilla, og
þá sérstaklega endurtekins loftbrjósts, tegundar
aðgerðar, legutíma og aðgerðartíma.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknarþýði: Rannsóknin er afturvirk og
nær til allra einstaklinga sem fóru í aðgerð vegna
loftbrjósts á Landspítala frá 1. janúar 1991 til 31.
desember 2005. Alls voru sjúklingarnir 210 sem
gengust undir samtals 234 aðgerðir, 160 karlar
(76,2%) og 50 konur (23,8%). Af þessum 210
sjúklingum voru 200 sjúklingar með loftbrjóst án
undirliggjandi lungnasjúkdóms (PSP, 95%) og
tíu (5%) með loftbrjóst tengt lungnasjúkdómi
(SSP). Meðalaldur sjúklinga var 28,7 ± 12,3 ár en
sjúklingarnir voru á bilinu 12 til 75 ára gamlir. Af
234 aðgerðum voru 119 (50,9%) á vinstra lunga.
Alls reyktu 98 sjúklingar (41,4%) við greiningu en
50 höfðu reykt áður.
Upplýsingar um sjúklinga og aðgerðir voru
fengnar úr sjúkraskrám og aðgerðalýsingum. Hjá
fimm sjúklingum fundust upplýsingar ekki og
var þeim sleppt úr rannsókninni. Nöfn sjúklinga
fengust úr sjúklingabókhaldi spítalans og var bæði
leitað að sjúklingum með greininguna loftbrjóst
og þeim sem höfðu gengist undir aðgerð á lunga
eða lungum. Til þess að tryggja að allir sjúklingar
væru með í rannsókninni var einnig leitað í skrám
Rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, rneðal
annars að öllum sjúklingum sem farið höfðu í
fleygskurð á lunga.
Skráðar voru eftirfarandi breytur: aðgerðardag-
ur og ár, aldur við aðgerð og kyn, reykingar og
reykingasaga, tegund loftbrjósts og hlið, lungna-
sjúkdómar, myndrannsóknir til greiningar, tegund
aðgerðar, aðgerðartími, snemm- (innan viku frá
aðgerð) og síðkomnir fylgikvillar, enduraðgerðir
og legutími. Sérstaklega voru skráðir sjúklingar
með síðkomið endurtekið loftbrjóst sem þörfn-
uðust enduraðgerðar. Eftirlitstími frá aðgerð var
105 mánuðir (miðgildi) og var miðað við 1. mars
2006. Viðvarandi loftleki var skilgreindur sem
loftleki sem stóð yfir í meira en fjóra daga frá
aðgerð. Skurðdauði (operative mortality) var skil-
greindur sem fjöldi sjúklinga sem létust innan 30
daga frá aðgerð.
Skurðaðgerðirnar: Sjúklingarnir 210 geng-
ust undir tvenns konar aðgerðir (n=234), annars
vegar brjóstholsspeglun (n=134) og hins vegar
opna brjóstholsaðgerð (n=100). í brjóstholsspegl-
unaraðgerðunum var tvöfaldri berkjupípu (double
406 Læknablaðið 2007/93