Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FUNDUR LR UM PÓLITÍK Fundarmenn létu ekki sitt eftir liggja og lýstu skoðunum sínum á heilbrigðiskerfmu umbúðalaust. andi framtíð heilbrigðismála er hvernig á að fjár- magna þjónustuna.” Margrét hampaði síðan nýju merki hreyfingar sinnar og vitnaði í stefnuyfir- lýsingu flokksins en þar segir m.a.: „Endurskoða almannatryggingakerfið í heild með það að markmiði að það verði einfaldara og skilvirkara. Hið opinbera sjái um rekstur heilbrigðisþjón- ustu en nýta ber kosti einkaframtaksins þar sem því verður við komið. Gjaldfrjálsa þjónustu fyrir börn, öryrkja og aldraða á heilsugæslustöðvar, til sérfræðinga og á göngudeildir.Tann- og augnlækn- isþjónusta verði sjúkratryggð stefna að því að ráðuneyti heilbrigðis og félagsmála verði samein- uð í velferðarráðuneyti. Áhersla á velferðarmál „Samfylkingin leggur áherslu á velferðarmálin í þessum komandi kosningum og það er tveir hópar sem eru sérstaklega í sviðsljósinu hjá okkur,” sagði Ásta R. Jóhannesdóttir. „Annar hópurinn eru börnin en við teljum að ríkistjórnin hafi ekki staðið nægilega vel að þjónustu við born. Hin hóp- urinn eru aldraðir. Þar erum við mjög ákveðnar tillögur sem snerta heilbrigðismálin. Við teljum ekki boðlegt að bjóða fólki sem er hjúkrunarþurfi að bíða eftir þjónustunni. Við teljum að heilbrigð- iskerfið á íslandi eigi alltaf að vera í fremstu röð og standa öllum jafnt til boða. Þarfir sjúklinganna eiga ávallt að vera í fyrirrúmi en ekki stofnana eða stétta. Gott aðgengi, gæði, öryggi og hagkvæmni eru kjörorð okkar um heilbrigðisþjónustuna,” sagði Ásta Ragnheiður og vitnaði þar beint í ályktun landsfundar Samfylkingarinnar. Hún vitnaði síðan í erindi Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjárreiðna Landspítala frá ársfundi spítalans fyrr um dag- inn og kvað tímabært að endurskoða leiðir til fjármögnunar starfsemi spítalans en hann hefði verið rekinn fyrir sömu fjárhæð miðað við fast verðlag undanfarin sjö ár. „Við teljum tímabært að heilbrigðisstofnanir fái fjármuni í samræmi við þörf og fjölda verka sem þar eru unnin. Við viljum auka vægi útboða og þjónustusamninga þar sem það á við en það þarf alltaf að tryggja að aðgengi að þjónustunni sé óháð efnahag sjúklinganna. Það þarf líka að auka valfrelsi í þjónustunni og leggja ríLari áherslu á endurhæfingu.” Ásta sagði það meira en lítið undarlegt að biðlistar sjúklinga eftir ýmiss konar þjónustu í tíð Framsóknarflokksins minnkuðu ekki fyrr en „korteri fyrir kosningar” þó Framsókn hefði haft tólf ár í ríkisstjórn til að bæta úr þessu. Fjöbreyttari rekstrarform „Mér finnst nú bara fínt ef biðlistarnir eru að minnka rétt fyrir kosningar,” sagði Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Grunnurinn að góðri samfélagsþjónustu er gott efnahagslíf og uppgangur undafarin ár hefur tryggt okkur gott heilbrigðiskerfi. Við erum stolt af heilbrigðiskerf- inu okkar og fólkinu sem starfar innan þess. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla fjár- muni til heilbrigðismála,” sagði Ásta og nefndi ýmsar tölur máli sínu til stuðnings. „Við getum hins vegar spurt okkur hvort við séum að nýta peningana nægilega vel og við þurfum að staldra 430 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.