Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / LOFTBRJÓST opinni aðgerð. Þar með er hægt að sjá til þess að heftilínur séu þéttar og ekki hafi sést yfir blöðrur í lunganu. Einnig er sennilegt að stærri skurður við opnar aðgerðir valdi meiri samvöxtum og minnki því líkur á endurteknu loftbrjósti. Við opnu aðgerðirnar var langoftast gerð fleiðruerting en sjaldan við speglunaraðgerðirnar. Ekki er ljóst af hverju fleiðruerting var sjaldnar framkvæmd í brjóstholsaðgerðunum. Þetta gæti hugsanlega skýrt hluta af hærri tíðni endurtekinna loftbrjósta í speglunarhópnum. í sænsku rann- sókninni sem áður var nefnd kom þó í ljós að end- urtekin loftbrjóst sáust eftir ýmiss konar afbrigði af aðgerðum, til dæmis voru nokkrir sjúklingar með endurtekið loftbrjóst sem höfðu farið í fleiðru- úrnám, fleiðruertingu og fleygskurð í sömu aðgerð (19). Aukin hætta á endurteknu loftbrjósti sást hjá ungu fólki og sjúklingum þar sem fleygskurður var ekki framkvæmdur. í síðarnefnda hópnum sáust yfirleitt ekki blöðrur á lungnatoppum. í slíkum tilvikum er yfirleitt mælt með því að erta fleiðr- una, til dæmis með grisju eða sandpappír. Auk þess eru margir þeirrar skoðunar að rétt sé að framkvæma einnig fleygskurð á lungnatoppnum þar sem þar geta oft leynst litlar blöðrur sem erfitt getur verið að sjá við speglunina. Er jafnvel talið að heftaröðin sjálf stuðli að myndun samvaxta (26). Við speglunaraðgerðir er víða mælt með því að auk fleygskurðar sé framkvæmd einhvers konar fleiðruerting, til dæmis með sandpappír, grisju eða jafnvel talkúmi (12). Fleiðran á innanverðu brjóstholinu er rispuð og þannig stuðlað að mynd- un samvaxta. Einnig kemur til greina að fjarlægja hluta af fleiðrunni efst yfir lungnatoppnum. Líkt og fleiðruerting er brottnám á hluta fleiðru til- tölulega auðvelt í framkvæmd. Hins vegar getur hún valdið fylgikvillum, til dæmis verkjum og blæðingum (27, 28). Þetta á sérstaklega við um umfangsmikið fleiðruúrnám. Af ofanskráðu er ljóst að skiptar skoðanir eru um það hvað sé besta aðgerðin við sjálfkrafa loftbrjósti.TiI staðfestingar á því er norsk rannsókn með stórum hópi sjúklinga þar sem eingöngu var beitt fleygskurði við spegl- unaraðgerð og tíðni endurtekins loftbrjósts var einungis 5% (29). Þegar rannsóknartímabilinu er skipt niður í þrjú fimm ára tímabil má sjá að brjóstholsspegl- unum fækkar aðeins milli tímabila. Þessi þróun skýrist af því að á fyrri helmingi rannsóknarinnar voru heldur fleiri tilfelli meðhöndluð með brjóst- holsspeglun. Þessi þróun er athyglisverð og er í raun öfug við þá þróun sem á sér stað annars stað- ar. Hlutfallsleg fækkun brjóstholsaðgerða skýrir einnig mun sem sást á aðgerðar- og legutíma, en þessi munur var tiltölulega lítill. Lokaorð Þessi rannsókn staðfestir að skurðaðgerðir við sjálfkrafa loftbrjósti eru öruggar aðgerðir og á það við um bæði opna hefðbundna aðgerð og aðgerð framkvæmda með brjóstholssjá. Síðarnefndu að- gerðirnar hafa verið í örum vexti á síðasta áratug, enda bendir flest til þess að sjúklingarnir hafi minni verki og ör eftir aðgerðina, útskrifist fyrr af sjúkrahúsi og séu komnir fyrr til vinnu. En þrátt fyrir þessa augljósu kosti er ljóst að brjósthols- speglun er ekki fullkomin aðgerð þar sem allt að 12% sjúklinga þurfa að fara í enduraðgerð, aðallega vegna viðvarandi loftleka og síðkom- ins endurtekins loftbrjósts. Þetta er áhyggjuefni og finna verður úrræði til þess að bæta árangur brjóstholsspeglunaraðgerða. Þakkir Gunnhildi Jóhannsdóttur skrifstofustjóra á skurð- deild Landspítala er þökkuð aðstoð við öflun sjúkraskráa og Helga Sigvaldasyni verkfræðingi fyrir tölfræðiaðstoð. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Landspítala. Heimildir 1. Sahn SA, Heffner JE. Spontaneous pneumothorax. N Engl J Med 2000; 342:868-74. 2. Baumann MH, Noppen M. Pneumothorax. Respirology 2004; 9:157-64. 3. Passlick B, Born C, Haussinger K, Thetter O. Efficiency of video-assisted thoracic surgery for primary and secondary spontaneous pneumothorax. Ann Thorac Surg 1998; 65:324-7. 4. Mouroux J, Elkaim D, Padovani B, Myx A, Perrin C, Rotomondo C, et al. Video-assisted thoracoscopic treatment of spontaneous pneumothorax: technique and results of one hundred cases. J Thorac Cardiovasc Surg 1996; 112:385-91. 5. Gupta D,Hansell A,NicholsT, DuongT,Ayres JG,Strachan D. Epidemiology of pneumothorax in England. Thorax 2000; 55: 666-71. 6. Baumann MH, Strange C. Treatment of spontaneous pneumothorax: a more aggressive approach? Chest 1997; 112: 789-804. 7. Lang-Lazdunski L, Chapuis O, Bonnet PM, Pons F, Jancovici R. Videothoracoscopic bleb excision and pleural abrasion for the treatment of primary spontaneous pneumothorax: long- term results. Ann Thorac Surg 2003; 75:960-5. 8. Bertrand PC, Regnard JF, Spaggiari L, Levi JF, Magdeleinat P, Guibert L, et al. Immediate and long-term results after surgical treatment of primary spontaneous pneumothorax by VATS. Ann Thorac Surg 1996; 61:1641-5. 9. Ayed AK, Chandrasekaran C, Sukumar M. Video-assisted thoracoscopic surgery for primary spontaneous pneumothorax: clinicopathological correlation. Eur J Cardothorac Surg 2006; 29:221-5. 10. Naunheim KS, Mack MJ, Hazelrigg SR, Ferguson MK, Ferson PF, Boley TM, et al. Safety and efficacy of video-assisted thoracic surgical techniques for the treatment of spontaneous pneumothorax. J Thorac Cardiovasc Surg 1995; 109:1198-203; discussion 203-4. 11. Hatz RA, Kaps MF, Meimarakis G, Loehe F, Muller C, Furst H. Long-term results after video-assisted thoracoscopic surgery for first-time and recurrent spontaneous pneumothorax. Ann Thorac Surg 2000; 70:253-7. 12. Pearson FG, Cooper JD, Deslaurier J, Ginsberg RJ. Thoracic Surgery. 2nd ed. Philadelphia: Churchill Livingstone; 2002. 13. Melvin WS, Krasna MJ, McLaughlin JS. Thoracoscopic management of spontaneous pneumothorax. Chest 1992; 102: 1877-9. 14. Waller DA, Forty J, Morritt GN. Video-assisted thoracoscopic surgery versus thoracotomy for spontaneous pneumothorax. Ann Thorac Surg. 1994; 58:372-6; discussion 6-7. Læknablaðið 2007/93 411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.