Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR 427 Af sjónarhóli stjórnar. „Nútíniinn er trunta með tóman grautarhaus“ Elínborg Bárðardóttir 428 Fögur fyrirheit í heilbrigðismálum - um pólitík á kosningavori Hávar Sigurjónsson 435 Fjárveitingar í engum takti við eftirspurn - af ársfundi Landspítala Hávar Sigurjónsson 436 Farinn í hundana. Áhugamái Torfa Fjalars Jónassonar Hávar Sigurjónsson 438 Sjúkraflutningar í dreifbýli - athugasemd við grein Sigurður Halldórsson 439 Ákveðið að leggja 25 milljónir í Lækningaminjasafn Hávar Sigurjónsson 439 Vorfundur ritstjórnar á Búðum Hávar Sigurjónsson 442 Hátíðarávarp formanns SKÍ í tilefni af 50 ára afmæli Skurðlæknafélags íslands Tómas Guðbjartsson F A 8 T I R P I S T L A R 445 íðorð 198. Handbók í lyflæknisfræði Jóhann Heiðar Jóhannsson 446 Einingaverð og taxtar 447 Sérlyfjatextar 458 Ráðstefnur og fundir 459 Hvenær drepur maður mann? - Hugleiðing höfundar Þorvaldur Þorsteinsson Ljósmyndari: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson. ©Steingrímur Eyfjörð. Steingrímur Eyfjörð opnar sýningu sína, Lóan er komin, á Tvíæringnum í Feneyjum nú í júni. Þar verða saman komin verk eftir listamenn fjölmargra þjóða á einni staerstu og mikilsverðustu listsýningu sem haldin er í heiminum annað hvert ár, eins og nafnið gefur til kynna. Svo hefur verið í rúma öld. Steingrímur er fulltrúi íslenskra listamanna og notar taekifærið til að sýna ný verk sem byggja á langvarandi rannsókn hans á eigin baklandi. I hverju samfélagi verða til hefðir sem bera með sér gildi og merkingu sem byggja á staðbundnu umhverfi og sögu. Þannig geta slikar venjur virkað framandi fyrir ókunnuga en aukið samkennd þeirra sem þær þekkja og virkað sem hluti af sjálfsmynd þeirra. Rétt sem aðrar þjóðir eiga Islendingar sér slíka menningararfleifð, sumt er frá gamalli tíð, annað nýtilfundið og enn annað í mótun. Steingrímur (f. 1954) vitnar í titli sýningar sinnar (einfalda en veigamikla setningu sem lýsir ekki eingöngu náttúrufræðilegri stað- reynd um flakk farfugla, heldur er miklu frekar tákn gleði og eftirvæntingar yfir vorkomunni. Þessari hefð er viðhaldið ár hvert með lýs- ingum glöggra náttúruunnenda í fréttum og þess á milli í textum dægurlaga sem sungin eru við ýmis tilefni. Á sýningunni verður eft- irmynd lóu tyllt á gólfið, máluð bronssteypa þessa kunnuglega fugls sem hefur svo mikið gildi fyrir þjóðina, Lóan (2007). Um leið setur listamaðurinn fram spurningar um eðli slíkra táknmynda. Hún veröur hálf furðuleg svona ein og sér á miðju gólfi, án samhengis við tungumálið og voriö. Hvernig munu listunn- endur annarra þjóða sem ganga um sýn- inguna sjá þennan skúlptúr? Steingrímur hefur undirbúið sýninguna með því að ræða við ólíka aðila um íslenskan menningararf og samtíma. Hann vinnur síðan verk út frá þessum samræðum, en notar við- tölin einnig sem hluta af sýningunni. Meðal viðfangsefna eru til dæmis trú á huldufólk og skákíþróttin sem hann setur fram í teikn- ingum, skúlptúrum og Ijósmyndum. Lykilverk i sýningunni er gerði, smíðað að fyrirmælum huldumanns og ætlað kind sem listamað- urinn falaðist eftir frá honum. Þannig vinnur hann jöfnum höndum með upplýsingar sem segja má að liggi fyrir sem og aðrar sem ögra rökhyggjunni. Hvort tveggja er jafn raunverulegur þáttur þjóðarímyndarinnar og lóan sem kveður burt snjóinn. Markús Andrésson Læknablaðið 2007/93 389
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.