Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 198 Handbók í lyflæknisfræði Fyrr í vetur áskotnaðist undirrituðum Handbók í lyflæknisfræði,sem gefin var út af Háskólaútgáfunni árið 2006 í ritstjórn læknanna Ara J. Jóhannessonar og Runólfs Pálssonar. Höfundarnir eru 50 talsins, flestir læknar og sérfræðingar, en í þeim hópi eru einnig sálfræðingur, guðfræðingur, prestur og tveir hjúkrunarfræðingar. Þetta er þriðja útgáfa bók- arinnar, en önnur útgáfa er frá árinu 2000. í for- mála segir að bókin eigi að nýtast „sérfræðingum í lyflækningum, heilsugæslulæknum, deildarlæknum í framhaldsnámi, aðstoðarlæknum og læknanem- um” og vonast sé til að hún verði „þarfur þjónn í erli dagsins”. Textinn Við fyrstu skoðun má strax sjá að ritstjórar og höfundar hafa lagt sig fram um að skrifa á góðri íslensku, enda segir í formálanum: „Mikil áhersla var lögð á að nota íslensk íðorð þar sem því varð við komið. Teljum við það hafa meira en fag- urfræðilegt gildi, enda ekki ástæða til annars en íslenskir læknar tjái sig á nióðurniáli sínu við dagleg störF’ (leturbreyting undirritaðs). Þessu ber að fagna. Þar sem ýmislegt af þeim upplýsingum (staðreyndum, skýringum og röksemdafærslum), sem fram koma í textanum, munu án efa rata inn í samræður lækna og sjúklinga, má bæta því við að með þessu er sjúklingum sýnd sérstök tillitssemi og virðing. Nógu erfitt er fyrir flesta að fylgja flóknum sjúkdómafræðilegum skýringum lækna sinna, þó ekki sé mál læknanna á því sérkennilega dulmáli sem læknaslangur nefnist. Erlend fræðiheiti Lyfjaheiti Sérlyfjaheiti virðast öll sérmerkt ® og tilgreind með sínu rétta heiti á þann hátt sem skylt er. Efnaheiti (hemóglóbín, natríumbíkarbónat, kreat- íníri) og lyfjasamheiti (erýtrómýcin, salbútamól) eru hins vegar hljóðrituð samkvæmt venjulegum íslenskum framburði þeirra og er það án efa besta lausnin. Ekki er nokkur leið að þýða eða búa til nothæf íslensk heiti á öll efni og lyf. Vera má að ákvörðun um stafsetningu einstakra heita hafi ekki verið í höndum ritstjóranna, þ.e. að heitin séu komin úr opinberri lyfjaskrá. Engu að síður vill undirritaður koma með þá ábendingu að hljóð- ritunarskrefið sé stigið til fulls, þannig að s eða k komi í stað c, eins og við á, og að s komi í stað z (salicýlat verði salisýlat og prómetazín verði prómetasín). Stundum er þó álitamál hver er rétti framburðurinn (sefalósporín, kefalósporín). Sömuleiðis þarf að gæta þess að hefðbundnum framburði sé fylgt nákvæmlega við hljóðritunina, til dæmis að íslensku broddstafirnir séu hiklaust notaðir þannig að ritað sé í en ekki i (nítró- en ekki nitró-) og ó en ekki o (fenól- en ekki fenol-) þegar við á. Undirritaður er hins vegar ekki sammála því að önnur læknisfræðiheiti eigi að hljóðrita, sem dæmi má nefna hyponatremia. Þar má vel nota heitið natríumlækkun eins og gert er í íðorðasafni lækna. Ýmislegt í kaflanum um háþrýsting koma fyrir heitin slagbil (systole) og lagbil (diastole). Undirritaður hefur ekki áður séð þetta síðara heiti og vill amast við því, einkum vegna þess hve líkt það er hinu fyrra. íðorðasafn birtir meðal annars heitið hlébil. Stofuháþrýstingur er skemmtilegt heiti á blóðþrýstingshækkun sem aðeins kemur fyrir á læknastofu (office hypertension). Við lestur sama kafla fékk undirritaður þá hugdettu að nota heitið svæsinn háþrýstingur, en ekki illkynja háþrýst- ingur, um nialign hypertension til að forðast hugs- anlega tengingu fyrirbærisins við illkynja æxli. í blaðsíðum 20 til 21 er lýst vinnuferlum við hraðtakt og hægatakt. Þar hefði undirritaður kosið að nota heitin hraðsláttur og hægsláttur, en íðorðasafn lækna er ekki sjálfu sér samkvæmt í þessu efni og birtir heitið hægsláttur (bradyc- ardia) í B-heftinu (1986) og hraðtaktur (tachyc- ardia) íT-heftinu (1989). Meinleg villa hefur ratað úr Iðorðasafninu inn í kaflann um taugakerfið. Þar er greint frá tonsillar herniation og notað íslenska heitið hnykileitluhaulun, sem á að vera hnykilþúfuhaul- un. Tonsilla pharyngea er nefnd kokeitla af því að hún inniheldur eitilvef, sem tonsilla cerebelli gerir að sjálfsögðu ekki. Að lokum Miklu betur þarf að leita til að finna það sem betur má fara, því það er ekki margt. í heild er þetta mjög vönduð bók sem skrifuð er af miklum metnaði fyrir hönd hins íslenska máls. Því ber einnig að fagna hversu mikið er um að erlendu fræðiheitin birtist í svigum með íslenskum íðorðum. Ritstjórarnir vilja greinilega veg íslenskra íðorða sem mestan og eru ófeimnir við að gera það sem þarf til að þau skiljist og venjist. Sem ábend- ingu má nefna að efnisorðaskrá, með íslenskum og erlendum fræðiheitum, þarf endilega að vinna fyrir næstu útgáfu. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2007/93 445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.