Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 33
YFIRLITSGREIN / LOFTBRJÓST fylgir þurr hósti. Einkenni geta gert vart við sig í áreynslu en algengara er að þau komi í hvfld, jafnvel í svefni (34). Sumir sjúklingar hafa engin einkenni, sérstaklega ef loftbrjóstið er lítið (35). A hinn bóginn geta sjúklingar með lungnasjúkdóm haft alvarleg einkenni lungnabilunar þótt loft- brjóstið sé lítið. Mæði er yfirleitt mest áberandi hjá þessum sjúklingum og getur verið erfitt að að- greina einkenni loftbrjósts frá lungnasjúkdómnum (14,36). Við skoðun sjúklinga með sjálfkrafa loftbrjóst er oft lítið að finna ef um lítið loftbrjóst er að ræða. Við stærra loftbrjóst getur sjúklingurinn orðið móður og hjartsláttur hraður. í slíkum tilvikum eru minnkuð öndunarhljóð yfir samfallna lunganu og aukinn banktónn (heyrist best í holhönd með sjúklinginn í uppréttri stöðu). Þrýstiloftbrjóst (tension pneumothorax) getur sést hjá öllum gerðum Ioftbrjósts en þá verður þrýstingur innan fleiðruhols í útöndun hærri en loftþrýstingur (37). Eins konar loki hefur þá mynd- ast sem aðeins hleypir loftinu aðra leiðina. Loft safnast því fyrir í fleiðruholinu þar sem það kemst ekki út aftur (mynd 1). Við þetta getur orðið til- færsla á miðmæti og loftbrjóstið þrýst á hjarta, mið- mætisæðar og hitt lungað. Þrýstiloftbrjósti fylgja oftast mikil einkenni, svo sem andnauð, blámi og lost. Þetta er lífshættulegt ástand og krefst skjótra viðbragða sem felast í því að létta á þrýstingnum, til dæmis með ísetningu brjóstholskera eða með því að stinga nál í gegnum brjóstvegginn (38). Greining Oftast gefur saga sjúklings sterkar vísbendingar um greiningu. Mismunagreiningar eru þó margar (tafla III) og í sumum tilvikum getur verið um al- varlega sjúkdóma að ræða, eins og til dæmis bráða kransæðastíflu. Því er mikilvægt að staðfesta grein- inguna sem fyrst og er það gert með hefðbundinni lungnamynd. Auðveldast er að greina loftbrjóst á lungnamynd með sjúklinginn í uppréttri stöðu og útöndun (mynd 2) (39). Á lungnamynd sést samfall á lunga og loft milli þess og brjóstveggjar. Er hægt að meta gróflega stærð loftbrjóstsins. Tafla III. Mismunagreiningar sjálfkrafa loftbrjósts. Lungnabólga Brjósthimnubólga Kransæðastífla Lungnablóðrek Gollurshússbólga Hjartaþröng (cardiac tamponade) r. Stundum eru einnig teknar tölvusneiðmyndir, sérstaklega í vafatilfellum (40,41). Ekki er þó talin þörf á tölvusneiðmyndum sem rútínurannsókn við greiningu sjálfkrafa loftbrjósts. Á tölvusneiðmynd er auðvelt að sjá loftbrjóst sem getur verið erfitt að greina á lungnamynd, til dæmis þegar um er að ræða lítið loftbrjóst framan við lungað (41). Einnig er auðvelt að greina blöðrur á lungnatoppum og átta sig þannig betur á umfangi þeirra (mynd 3). Sumir sjúklingar hafa stóra blöðru eða blöðrur á lunga og getur verið mjög erfitt að aðgreina þær frá loftbrjósti á venjulegri lungnamynd. í sh'kum tilvikum geta tölvusneiðmyndir verið hjálpleg- Mynd 1. Skematísk mynd af þrýstiloftbrjósti. Loft streymir út í fleiöruholið í gegnum einstefmiloka. Þrýstingur í fleiðruholinu hœkkar smóm saman og leiðir til þess að miðmœti fœrist til og þrýslingur verður ó hjarta, stóru œð- arnar í miðmœti og gagn- stœtt lunga. Mynd 2. Lungnamynd sem sýnir loftbrjóst hœgra megin. Mynd 3. Tölvusneiðmyndir aflung- um sem sýna litlar blöðrur ó toppi beggja lungna. Slíkar blöðrur eru dœmi- gerðar hjá sjúklingum með sjálfkrafa loftbrjóst (PSP). Læknablaðið 2007/93 417
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.