Læknablaðið - 15.05.2007, Side 35
YFIRLITSGREIN / LOFTBRJÓST
Mynd 6. Heimlich-loki. Mynd 7. Kugelbergsnál sem nota má til að tœma loft úr fleiðruholi.
lofttæming með nál (31,32,42). Þá er nál (til dæmis
Kugelbergsnál®) (mynd 7) stungið í fleiðruholið
og loftið sogað út með sprautu (53). Gallinn við
þessa meðferð er sá að hún bregst í allt að helm-
ingi tilfella (54), sérstaklega hjá eldri sjúklingum
og þeim sem eru með stórt loftbrjóst (>2,5 L) (55).
Almennt er því lofttæming með nál talin síðri kost-
ur en meðferð með kera og sogi (42).
Brjóstholskeri er oftast hafður í að minnsta
kosti tvo sólarhringa. Þetta er þó umdeilt og sumir
fjarlægja kerann fyrr ef loftleki hefur stöðvast (49).
Þegar liðnar eru 12-24 klukkustundir án þess að
loftleki hafi gert vart við sig er yfirleitt óhætt að
fjarlægja kerann. Auðvelt er að sjá hvort Ioftleki
er til staðar með því að kíkja eftir loftbólum í
vatnslásnum á sogflöskunni þegar sjúklingurinn
er látinn hósta. Algengast er að loka fyrir ker-
ann áður en hann er fjarlægður (42) en slíkt er
ekki nauðsynlegt (56). Síðan er lungnamynd með
sjúklinginn í uppréttri stöðu fengin nokkrum
klukkustundum síðar. Greinist loftbrjóst ekki á
þessum myndum er kerinn fjarlægður. Auðveldast
er að fjarlægja kerannn með því að draga hann
út um leið og sjúklingurinn hóstar. Daginn eftir
eru lungun mynduð og aftur viku síðar. Einnig er
æskilegt að fá nýja lungnamynd að mánuði liðnum.
Ef sjúklingur er einkennalaus er yfirleitt ekki talin
þörf á frekara eftirliti.
Þótt ekki sé um stórt inngrip að ræða getur
ísetning brjóstholskera haft fylgikvilla í för með
sér, eða í allt að fjórðungi tilfella eftir rannsóknum
(45,57). Oftast er þó um minniháttar fylgikvilla að
ræða, svo sem verki og blæðingar (tafla V). Einnig
getur komið fyrir að keranum sé stungið í gegnum
þindina og þaðan í lifur eða milta. Endurtekið
loftbrjóst og viðvarandi loftleki eru þó algengari
fylgikvillar. Til dæmis er talið að í kringum 30%
sjúklinga (16-52% eftir rannsóknum) fái loftbrjóst
að nýju eftir meðferð með brjóstholskera og er
algengast að það greinist 6-48 mánuðum frá upp-
haflega loftbrjóstinu (58-61). Tíðni endurtekins
loftbrjósts hækkar við hvert endurtekið loftbrjóst
Tafla V. Fylgikvillar við ísetningu brjóstholskera.
Verkir
Blæðing
Fleiöruholssýking
Röng staðsetning brjóstholskera
Lágur blóðþrýstingur
Lungnabjúgur (vegna skjótrar þenslu á lunga)
(62) og eftir þriðja loftbrjóst eru líkur á end-
urteknu loftbrjósti meiri en 50% (5,63). Sýnt hefur
verið fram á að ungt fólk og þeir sem reykja eru í
aukinni hættu á endurteknu loftbrjósti (59,60).
Annar algengur fylgikvilli er viðvarandi Ioftleki
og er talið að í kringum þriðjungur sjúklinga (20-
39%) hafi loftleka eftir viku meðferð með brjóst-
holskera (32, 64). Þetta hlutfall lækkar óverulega
eftir 10 daga meðferð. Flestir brjóstholsskurðlækn-
ar telja því loftleka sem varað hefur lengur en 4-7
daga vera ábendingu fyrir skurðaðgerð (sjá nánar
síðar) (42, 65, 66). Annað úrræði í meðferð við-
varandi loftleka er að sprauta efnum (sclerosing
agents) í gegnum kerann sem örva myndun sam-
vaxta í fleiðruholinu (chemical pleurodesis). Hægt
er að nota ýmis efni, til dæmis mepacrine, tetracykl-
ín (67, 68), talkúm (69,70) eða blóð (71). Árangur
hjá sjúklingum með loftbrjóst er hins vegar lakari
en fyrir önnur meðferðarúrræði (til dæmis vegna
fleiðruvökva af völdum krabbameina), og allt að
25% sjúklinga (8-25%) fá endurtekið loftbrjóst
innan fimm ára (58, 73). í stað ertandi efna er því
frekar mælt með skurðaðgerð hjá sjúklingum með
viðvarandi loftleka (8,32,42).
Læknablaðið 2007/93 419