Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 38
■ YFIRLITSGREIN
/ LOFTBRJÓST
Töngum og öðrum verkfærum er síðan komið
fyrir í gegnum hin götin, meðal annars sérstakri
heftibyssu. Heftibyssan er notuð til að hefta fyrir
og fjarlægja þær blöðrur sem finnast á lunganu
(fleygskurður). Oft er fleiðran ert auk fleygskurð-
arins, ýmist með sandpappír eða grisju og í ein-
staka tilfellum með talkúmi (eldri einstaklingar).
Loks er hægt að fjarlægja hluta fleiðrunnar, oftast
fyrir ofan lungnatoppana.
Opnar aðgerðir: Svæfing og uppstilling sjúklings
er svipuð og í brjóstholsspeglunaraðgerð. Yfirleitt
er gerður 6-10 cm brjóstveggsskurður (mynd
13), langoftast í gegnum 3.-4. millirifjabil (mini-
axillary thoracotomy) (103). Lungað er lekapróf-
að með vatni og síðan framkvæmdur fleygskurður,
með eða án fleiðruertingar, á svipaðan hátt og í
brjóstholsspeglunaraðgerð.
Fylgikvillar skurðaðgerða: Opnar aðgerðir og
aðgerðir með brjóstholssjá verða að teljast mjög
öruggar. Til dæmis lést enginn af 234 sjúklingum
í íslensku rannsókninni sem áður var getið (7).
Erlendis er skurðdauði (dánir <30 daga frá aðgerð)
yfirleitt í kringum 0-2% (11,12,65,88,93). Rétt er
þó að geta þess að dánartíðni í mismunandi rann-
sóknum fer mjög eftir því hversu hátt hlutfall er
af sjúklingum með alvarlega lungnasjúkdóma og
þetta hlutfall er frekar lágt hér á landi (5% sam-
anborið við 10-40% í erlendum rannsóknum)(10-
12). En þótt fáir látist eftir aðgerð eru skurð-
aðgerðir við loftbrjósti ekki lausar við fylgikvilla.
Blæðingar og sýkingar geta gert vart við sig enda
þótt þær séu tiltölulega sjaldgæfar (<3%). Mun al-
gengari eru viðvarandi loftleki (3-15%) (11,80,88,
93) og endurtekið loftbrjóst (3-8%) (11,12,87,88,
93) sem oftast krefjast skurðaðgerðar, sérstaklega
eftir brjóstholsspeglun. Þrefalt hærri tíðni end-
uraðgerða eftir brjóstholsspeglun er áhyggjuefni
og getur haft þýðingu þegar velja á aðgerð, til
dæmis hjá sjúklingum þar sem endurtekið loft-
brjóst er mjög óæskilegt (svo sem hjá flugmönn-
um og köfurum) eða hættulegt (sjúklingar með
alvarlegan lungnasjúkdóm). Það er þó ekki þar
með sagt að brjóstholsspeglunaraðgerðir eigi ekki
rétt á sér. Eins og áður sagði eru þessar aðgerðir
yfirleitt taldar þægilegri fyrir sjúklingana þar sem
þær valda minni verkjum (97,98) og ör eru minna
áberandi. Hvort tveggja hefur átt sinn þátt í því að
speglunaraðgerðir hafa rutt sér til rúms á kostnað
hefðbundinna opinna aðgerða (11,88, 93). Þar að
auki liggja þessir sjúklingar skemur á sjúkrahúsi
og margir komast fyrr til vinnu (93, 97). A móti
kemur aukinn kostnaður í tengslum við endurinn-
lagnir og enduraðgerðir.
Lokaorð
í flestum tilvikum er loftbrjóst frekar hættulítill
sjúkdómur sem greinist í ungum einstaklingum,
hraustum að öðru leyti. í tilteknum tilvikum getur
hins vegar verið um hættulegan sjúkdóm að ræða,
til dæmis hjá sjúklingum með þrýstiloftbrjóst og
þeim sem hafa alvarlega lungnasjúkdóma. Þessir
sjúklingar geta verið í lífshættu og skjót greining
og meðferð skipta sköpum. Loftbrjóst er auðvelt
að greina á hefðbundinni lungnamynd en í vafa-
tilfellum er hægt að notast við tölvusneiðmyndir.
Ef um stórt loftbrjóst er að ræða er brjóstholskeri
sem tengdur er við sog yfirleitt fyrsta meðferð.
Slík meðferð dugar þó ekki alltaf og við end-
urtekið loftbrjóst eða viðvarandi loftleka verður
oft að grípa til skurðaðgerðar. I skurðaðgerðum
er loftleki stöðvaður með því að fjarlægja blöðrur
á lungnatoppum og samvaxtamyndun í fleiðruholi
örvuð. Skurðaðgerðir er hægt að framkvæma
bæði með opinni aðgerð og brjóstholsspeglun.
Síðarnefndu aðgerðirnar valda minni verkjum,
sjúklingarnir dvelja skemur á sjúkrahúsi og kom-
ast fyrr til vinnu. Hins vegar er tíðni endurtekins
loftbrjósts og viðvarandi loftleka umtalsvert hærri
eftir brjóstholsspeglunaraðgerðirnar og mikilvægt
að finna lausn á því í nánustu framtíð.
Þakkir
Fær Þórdís Erla Agústsdóttir ljósmyndari á
Landspítala fyrir töku ljósmynda. Gunnhildur
Jóhannsdóttir ritari á skurðdeild Landspítala og
Bjarni Geir Viðarsson deildarlæknir fá einnig
þakkir fyrir aðstoð við öflun heimilda og gerð
mynda.
Heimildir
1. Bense L, Eklund G, Wiman LG. Smoking and the increased
risk of contracting spontaneous pneumothorax. Chest 1987; 92:
1009-12.
2. Melton LJ, 3rd, Hepper NG, Offord KP. Incidence of
spontaneous pneumothorax in Olmsted County, Minnesota:
1950 to 1974. Am Rev Respir Dis 1979; 120:1379-82.
3. Nakamura H, Konishiike J, Sugamura A, Takeno Y.
Epidemiology of spontaneous pneumothorax in women.
Chest 1986; 89:378-82.
4. Primrose WR. Spontaneous pneumothorax: a retrospective
review of aetiology, pathogenesis and management. Scott Med
J 1984;29:15-20.
5. Hallgrímsson JG. Spontaneous pneumothorax in Iceland
with special reference to the idiopathic type: a clinical and
epidemiological investigation. Scand J Thorac Cardiovasc
Surg 1978; Suppl 21:1-74.
6. Steinbach R, Olafsson G. Sjúklingar með sjálfkrafa loftbrjóst
vistaðir á Landspítalanum 1975-1984. Læknablaðið 1986; 73:
88-92.
7. Tómasdóttir G, Torfason B, ísaksson H, Guðbjartsson
T. Samanburður á opnum aðgerðum og aðgerðum með
brjóstholssjá við sjálfkrafa loftbrjósti. Læknablaðið 2007; 93:
403-10.
8. Pearson FG, Cooper JD, Deslaurier JG. Thoracic Surgery. 2nd
ed. Philadelphia: Churchill Livingstone; 2002.
9. Light RW. Management of spontaneous pneumothorax. Am
Rev Respir Dis 1993; 148:245-8.
422 Læknablaðið 2007/93