Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 57
Ertu á lausu?
Það vantar mann í Heilsutríóið á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík frá hausti komandi.
Viðkomandi verður að vera læknir og vilja vinna sem slíkur á staðnum. Hljóðfærakunnátta ekki mjög nauðsynleg!
Auk þess lýsum við eftir deildarlækni á Sjúkrahúsið á Húsavík í eitt ár frá 1. september nk. Innifaldar í stöðunni eru
vaktir á heilsugæslu.
Áhugasamir eða forvitnir hafi samband við Unnstein Júlíusson, s. 860 7748, eða Ásgeir Böðvarsson, s. 860 7726.
SjúKrahúslð og hcilsugozslustöðin é AKrancsi
Heilsugæslulæknar, Akranes
Lausar eru til umsóknar tvær stöður heilsugæslulækna við heilsugæslusvið SHA. Við leitum að framtíðarfólki til að
styrkja enn frekar gott starf í heilsugæslunni og bjóðum prýðilegt starfsumhverfi og ágæt starfskjör. Ennfremur er í
boði húsnæði á kostakjörum. Um er að ræða fullt starf í báðum tilvikum eðs skv. samkomulagi. Umsóknum ber að
skila á þar til gerðu eyðublaði, sem fæst á skrifstofu landlæknis og á heimasíðu embættisins. Mikilvægt er að fylgi
staðfest afrit af starfsvottorðum, vottorðum um próf og nám, leyfisveitingum og vísindaritgerðum. Upplýsingar gefa
Reynir Þorsteinsson yfirlæknir og Þórir Bergmundsson lækningaforstjóri í síma 430 6000. Umsókn sendist Guðjóni S.
Brjánssyni, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, Merkigerði 9, 300 Akranes. Umsóknarfrestur ertil 25. maí nk.
Sérfræðingur í barnalækningum
Laus er til umsóknar hlutastaða barnalæknis við Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi. Staðan er laus
frá 1. maí n.k. eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsækjendur skulu hafa sérfræðiréttindi í barnalækningum.
Nánari upplýsingar um starfið gefa Reynir Þorsteinsson yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar og Þórir Bergmundsson
lækningaforstjóri SHA, sími 430 6000 og tölvupóstföng: reynir.thorsteinsson@sha.is og thorir.bergmundsson@sha.is.
Umsóknir skulu sendar Guðjóni S. Brjánssyni framkvæmdastjóra, Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin, Merkigerði 9,
300 Akranes. Umsóknarfrestur er til 25. maí n.k.
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasviði og heilsugæslusvið.
Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á
vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, kvennadeild, öldrunarlækningadeild og á vel búnum
stoðdeildum þar sem höfuð áhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er vaxandi áhersla lögð á þjónustu við íbúa
höfuðborgarsvæðisins.
Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi almenna
heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla íslands og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn
stofnunarinnar eru um 240 talsins.
Læknablaðið 2007/93 441