Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 72
SERLYFJATEXTAR INEGY®', (ezetemib/simvastatín, MSD) STYTT SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS: Kaflar merktir (T) eru umskrifaðir og/eða styttir textar samkvæmt samantekt á eiginleikum lyfs, samþykktri af Lyfjastofnun. Nálgast má samantektina i fullri lengd hjá Merck Sharp & Dohme, endurgjaldslaust. (▼)VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR: Hvertafla inniheldur 10 mg ezetimib og 10, 20, 40 eða 80 mg simvastatín. (▼)ÁBENDINGAR: Kólesterólhækkun (Hypercholesterolaemia): INEGY erætlaö ásamt mataræöisráðgjöf fyrir sjúklinga með arfblendna ættgenga kólesterólhækkun (heterozygous familial hypercholesterolaemia) og kólesterólhækkun sem ekki er ættgeng (non-familial hypercholesterolaemia) eða samsetta óhóflega blóöfituhækkun (mixed hyperlipidaemia) þar sem notkun samsetts lyfs á við: AHjá sjúklingum þar sem viöeigandi árangur næst ekki með statíni einu sér. >-Hjá sjúklingum sem þegar eru meðhöndlaðir með statini og ezetimibi. INEGY inniheldur ezetimíb og simvastatin. Simvastatin (20-40 mg) hefur reynst draga úr tiðni hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknum er ekki lokiö er sýna fram á virkni INEGY eða ezetimib viö að koma í veg fyrir fylgikvilla æðakölkunar. Arfhrein ættgeng kólesterólhækkun (Homozygous Familial Hypercholesterolaemia): INEGY er ætlað ásamt mataræðisráðgjöf fyrir sjúklinga með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun. Sjúklingar geta einnig fengið aðra meðferö samhliða (t.d. LDL-hreinsun (apheresis)). (▼)SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF: Kólesterólhækkun: Sjúklingurinn skal fá viðeigandi fitulækkandi fæði og skal halda sig við það meöan á meðferð með INEGY stendur. Lyfið er til inntöku. Skammtar af INEGY eru á bilinu 10/10 mg/dag til 10/80 mg/dag að kvöldi. Ekki er vist að allir skammtar sóu fáanlegir í öllum aðildarlöndum.Venjulegur skammtur er 10/20 mg/dag eða 10/40 mg dag, gefnir í einum skammti aö kvöldi. Aðeins er mælt með 10/80 mg skammti hjá sjúklingum með alvarlega kólesterólhækkun og i stórri hættu á að fá fylgikvilla hjarta og æöasjúkdóma. Við upphaf meðferöar eða aölögun skammta skal taka tillit til þéttni LDL-kólesteróls i blóöi, hættu á kransæða og hjarta sjúkdómum og svörun sjúklingsins við þeirri kólesteróllækkandi meðferö sem hann þegar er i. Skammta INEGY ætti einstaklingsbundið að byggja á þekktri áhrifavirkni mismunandi skammta-styrkleika INEGY og viðbrögðum við þeirri kólesteróllækkandi meðferð sem þegar er fyrir hendi. Só skammtaaðlögun nauðsynleg skal hún framkvæmd með ekki minna en 4 vikna millibili. INEGY má taka inn með eða án fæðu. Sem stendur eru samanburðarrannsóknir á INEGY einungis með simvastatíni og atorvastatíni. Arfhrein ættgeng kólesterólhækkun (Homozygous Familial Hypercholesterolaemia): Ráðlagðir skammtar hjá sjúklingum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun eru 10/40 mg/dag eða 10/80 mg/dag af INEGY aö kvöldi. Hjá þessum sjúklingum er hægt að nota INEGY sem viðbót við aðrar blóöfitulækkandi meðferðir (s.s. LDL hreinsun (apheresis)) eða ef fyrrnefndar meðferðir til lækkunar blóðfitu eru ekki tiltækar. Samhliöa notkun annarra lyfja: Gefa skal INEGY annað hvort £ 2 klst. fyrir eða a 4 klst. eftir gjöf gallsýrubindandi lyfs. Hjá sjúklingum sem taka amíódarón eða verapamil samhliða INEGY, ætti INEGY skammturinn ekki að vera stærri en 10/20 mg/dag. Hjá sjúklingum sem nota ciklósporín, danazól eöa fitulækkandi skammta (* 1 g/dag) af niaslni samhliða INEGY, ætti INEGY skammturinn ekki að vera stærri en 10/10 mg/dag. Notkun hjá börnum og unglingum: öryggi og áhrifavirkni notkunar lyfsins hjá bömum hefur ekki veriö staðfest. Þess vegna er ekki mælt með notkun INEGY hjá bömum. Skert lifrarstarfsemi: Meðferð með INEGY er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með miðlungsmikla (Child Pugh gildi 7 til 9) eöa verulega (Child Pugh gildi > 9) skerðingu á lifrarstarfsemi. Skert nýrnastarfsemi: Hjá sjúklingum með verulega skerta nýmastarfsemi (kreatínín úthreinsun £ 30 ml/mín.) skal gæta varúöar við gjöf stærri skammta INEGY en 10/10 mg/dag. (▼JFRÁBENDINGAR: AJOfnæmi fyrir ezetimibi, simvastatini eða einhverju hjálparefnanna. B)Meðganga og brjóstagjöf. C) Virkur lifrarsjúkdómur eða viðvarandi óútskýrð stöðug hækkun á transaminasagildum i sermi. D) Samhliða notkun virks CYP3A4 hemils (t.d. ftrakónazóls, ketókónazóls, erýtrómýsins, claritrómýslns, telitrómýsins, HlV-próteasahemla og nefazódóns). (TjSÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN: Vöövakvilli/rákvöðvalýsa (Myopathy/ Rhabdomyolysis): Eftir markaðssetningu á ezetimlbi hafa tilfelli af vöðvakvilla og rákvöövalýsu verið tilkynnt. Flestir þeirra sjúklinga sem fengu rákvöðvalýsu voru aö taka statin samtimis ezetimibi. En rákvöðvalýsa hefur þó örsjaldan komiö fyrir i meðferð með ezetimibi eingöngu, og örsjaldan hefur viðbót ezetimibs við önnur lyf tengst aukinni áhættu á rákvöðvalýsu. INEGY inniheldur simvastatin. Simvastatín veldur stöku sinnum vöðvakvilla, likt og aðrir HMG-CoA redúktasahemlar, sem kemur fram með verkjum, eymslum eða máttleysi I vöðvum og kreatinkinasa-gildi meira en tiu sinnum yfir eölilegum efri mörkum. Vöðvakvilli kemur stundum fram sem rákvöðvalýsa, með eða án bráðrar nýmabilunar vegna mýóglóbins í þvagi. I örsjaldgæfum tilvikum hafa dauðsföll átt sór stað. Hættan á vöðvakvilla eykst ef virkni HMG-CoA redúktasahemla er mikil i plasma. Hættan á vöövakvilla/rákvöövalýsu er háð skammtastærð simvastatins. i klíniskum rannsóknum þar sem nákvæmt eftirlit var haft meö sjúklingunum og sum lyf með milliverkanir við simvastatin voru útilokuð, var tíönin u.þ.b. 0,03 % við 20 mg, 0,08 % við 40 mg og 0,4 % við 80 mg simvastatín skammt. Mælingar á kreatinkínasa: Ekki skal mæla kreatinkinasa eftir verulega áreynslu eða þegar einhverjir þættir eru fyrir hendi sem mögulega geta valdiö hækkun kreatinkinasa, þar sem þaö gerir mat á gildum erfitt. Ef grunngildi kreatinkínasa eru verulega hækkuð (yfir 5 x eðlileg efri mörk) skal endurtaka mælinguna innan 5-7 daga til að staöfesta niðurstöðuna. Áður en meðferð hefst: Greina skal öllum sjúklingum sem eru að byrja f meöferö með INEGY og þeim sem verið er að hækka INEGY skammtana hjá, frá hættunni á vöövakvilla og itreka að þeir láti vita án tafar ef þeir verða varir við óútskýranlega vöðvaverki, eymsli i vöðvum eða vöövaslappleika. Gæta skal varúöar hjá sjúklingum sem hafa undiriiggjandi kvilla, sem aukið geta líkurnar á rákvöðvalýsu. Til að meta viömiöunargrunngildi skal mæla kreatinkínasa áður en meðferð er hafin f eftirtöldum tilvikum: AAIdraðir (aldur > 70 ár). ASkert nýmastarfsemi. AÓmeðhöndluö skjaldkirtilstruflun. ASaga um vöðvakvilla, eöa fjölskyldusaga um ættgengan vöðvakvilla. ASaga um vöövaeitrun vegna notkunar statíns eða fibrats. AMisnotkun áfengis. I slikum tilfellum skal vega og meta hugsanlegan ávinning af meðferð á móti áhættu, og mælt er með klinísku eftirliti. Hafi sjúklingur áður fengiö vöðvakvilla við meöferö með fibrati eða statini, skal gæta varúðar ef hafin er meöferö með öðru lyfi sem inniheldur statin (svo sem INEGY). Ef grunngildi fyrir kreatinkinasa eru verulega hækkuð (> 5 x eðlileg efri mörk), ætti ekki að hefja meöferö. Meðan á meðferð stendur: Komi fram vöövaverkir, máttleysi eða krampar meðan á meðferð með INEGY stendur skal mæla gildi kreatínkinasa. Ef þessi gildi reynast talsvert hækkuð án verulegrar áreynslu (> 5 x eölileg efri mörk) skal meöferö hætt. Ef einkenni frá vöðvum eru mikil og valda daglegum óþægindum, skal íhuga að hætta meöferðinni, jafnvel þó gildi kreatinkinasa séu < 5 x eðlileg efri mörk. Ef grunur leikur á að um vöðvakvilla sé að ræða, af einhverjum öðrum ástæðum, skal meöferö hætt. Ef einkenni hverfa og kreatíníngildi verða eðlileg má ihuga að hefja á ný meöferö með INEGY eöa öðru lyfi sem inniheldur statin, i lægstu skömmtum og undir nákvæmu eftirliti. INEGY meðferð skal stööva i nokkra daga áöur en meiriháttar aðgerð er áætluö og einnig ef sjuklingur þarf aö gangast undir bráöaaögerð eöa ef um bráðasjúkdóma er að ræða. Aöferöir til aö draga úr hættu á vöövakvilla vegna milliverkana við önnur lyf: Hættan á vöövakvilla og rákvöðvalýsu eykst marktækt við samhliöa notkun INEGY og virkra CYP3A4 hemla (svo sem itrakónazóls, ketókónazóls, erýtrómýsins, claritrómýsíns, telitrómýsíns, HlV-próteasahemla, og nefazódóns), auk ciklósporins, danazóls og gemfíbrózils. Vegna simvastatin þáttar INEGY eyst hættan á vöðvakvilla og rákvöðvalýsu einnig við samhliöa notkun annarra fíbrata, fitulækkandi skammta (a1 g/dag) af niasini eða við samhliða notkun amiódaróns eða verapamils og hárra skammta af INEGY. Hættan eykst einnig litillega þegar diltíazem er notað ásamt 10 mg/80 mg af INEGY. Þar af leiðandi er mælt gegn notkun INEGY samhliða CYP3A4 hemlunum Itrakónazóli, ketókónazóli, HlV-próteasahemlum, erýtrómýsini, claritrómýsini, telitrómýsini og nefazódóni. Ef meðferð með ítrakónazóli, ketókónazóli, erýtrómýsini, claritrómýsini eða telitrómýsini er nauösynleg, verður að gera hlé á INEGY meðferð á meöan. Einnig skal gæta varúðar þegar nota skal INEGY samhliða öðrum tilteknum minna virkum CYP3A4 hemlum; ciklósporini, verapamlli og diltlazemi. Forðast skal að drekka greipaldinsafa samhliða notkun INEGY. INEGY skammturinn ætti ekki að vera meiri en 10/10 mg á dag hjá sjúklingum sem fá samhliða meðferð með ciklósporíni, danazóli eða fitulækkandi skömmtum (i 1 g/dag) af niaslni. Samhliöa notkun INEGY og annarra fibrata ætti að forðast. Við samhliöa notkun INEGY 10/10 mg daglega og ciklósporins, danazóls eða nlaslns ætti að ihuga vandlega aukna áhættu og ávinning af samhliöa meðferð. Forðast skal notkun stærri skammta en 10/20 mg af INEGY á dag samhliöa amiódarón eða verapamil meðferð nema liklegt sé að kliniskur árangur vegi þyngra en aukin hætta á vöövakvilla. Lifrarensim: I samanburöarrannsóknum hjá sjúklingum sem fengu ezetimib ásamt simvastatini, komu í kjölfariö fram hækkanir á transaminösum (2 3x eðlileg mörk). Mælt er með þvi að lifrarpróf séu gerð áður en meðferð með INEGY hefst og eftir að hún er hafin ef klíniskar ábendingar eru fyrir hendi. Hjá sjúklingum þar sem skammturinn er aukinn i 10/ 80 mg ætti að framkvæma aukamælingu fyrir aukningu skammtarins, 3 mánuðum eftir að hann hefur verið aukinn og reglulega eftir það (t.d. tvisvar á ári) fyrsta ár meðferöarinnar. Sérstakt eftirlit skal haft meö þeim sjúklingum sem fá transaminasahækkanir og mælingar ber aö endurtaka án tafar og síöan reglulega meö styttra millibili en ella. Ef transamínasahækkanir aukast, sérstaklega ef þær ná þreföldum eölilegum efri mörkum og eru viðvarandi, skal hætta notkun lyfsins. INEGY skal nota með varúð hjá sjúklingum sem neyta umtalsverðs magns af áfengi. Skert lifrarstarfsemi: Þar sem áhrif aukinnar þóttni ezetimíbs I likamanum hjá sjúklingum með miölungsmikla eöa verulega skerðingu á lifrarstarfsemi eru óþekkt, er INEGY ekki ráðlagt hjá þessum sjúklingum. Flbröt: öryggi og verkun ezetimíbs samhliða notkun fíbrata hefur ekki verið staðfest og er samhliöa gjöf INEGY og fibrata þvi ekki ráðlögð. Ciklósporín: Aðgát skal viðhöfð við notkun INEGY með ciklósporlni. Fylgjast þarf með þóttni ciklósporíns hjá sjúklingum sem fá INEGY og ciklósporin. Warfarín: Sé INEGY bætt við warfarin eða önnur kúmarín blóðþynningarlyf, á að fylgjast vel með INR (International Normalized Ratio). Hjálparefni: Sjúklingar með sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem getur valdiö galaktósaóþoli, Lapplaktasaskorti eða glúkósa-galaktósa vanfrásogi ættu ekki að nota þetta lyf. (TjMILLIVEKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR: Milliverkanir vegna áhrifa á lyfhrif: Milliverkanir við blóðKtulækkandi lyf sem geta valdiö vöðvakvilla þegar þau eru gefin ein sér: Hættan á vöövakvilla, þ.á m. rákvöðvalýsu eykst við samhliöa notkun simvastatlns með fibrötum og nlaslni (nikótlnsýru) (* 1 g/dag). Að auki á sór stað lyfjahvarfafræöileg milliverkun simvastatíns við gemfibrózil sem veldur auknu simvastatini i plasma. Flbröt geta aukiö kólesterólútskilnað með galli sem getur leitt til gallsteinamyndunar. I forkllniskri rannsókn á hundum varð aukning á kólesteróli i galli i gallblööru af völdum ezetimibs. Þrátt fyrir að ekki sé Ijóst hvaða þýðingu þessar forklinisku niöurstööur hafa fyrir menn, er samhliða gjöf INEGY og fíbrata ekki ráðlögð fyrr en rannsóknir hafa veriö gerðar á notkun hjá sjúklingum. Milliverkanir vegna áhrifa á lyfjahvörf: Áhrif annarra lyfla á INEGY: Ezetimib: Sýrubindandi lyf: Samhliða gjöf sýrubindandi lyfja hægði á frásogi ezetimibs en hafði engin áhrif á aögengi ezetimibs. Þessi minnkaöi frásogshraöi er ekki talinn hafa marktæka kliniska þýöingu. Kólestýramin: Samhliða gjöf kólestýramins lækkaði meöalgildi flatarmáls undir ferli (area under the curve: AUC) fyrir heildar ezetimib (ezetimib + ezetimib-glúkúrónið) um u.þ.b. 55 %. Þessi milliverkun getur dregið úr þeirri auknu lækkun LDL-kólesteróls sem kemur fram þegar INEGY er bætt við kólestýramin meöferð. Ciklósporin: I rannsókn á átta sjúklingum sem gengist höfðu undir nýrnaigræðslu og voru með kreatlnin úthreinsun > 50 ml/min. á stöðugum ciklósporín skömmtum, leiddi stakur 10 mg skammtur af ezetimíbi til 3,4 faldrar aukningar (á bilinu 2,3-7,9 föld) i meöalgildum AUC fyrir heildar ezetimib samanborið við viðmiðunarhóp heilbrigöra einstaklinga, sem einungis fengu ezetimib, úr annarri rannsókn (n = 17). I annarri rannsókn kom fram 12-föld hækkun á aðgengi heildar ezetimibs samanborið við viðmiðunargildi, hjá sjúklingi sem gengist hafði undir nýrnaigræöslu, sem var meö verulega skerta nýrnastarfsemi og var í blandaðri lyflameðferð með ciklósporini og mörgum öðrum lyfjum. I tveggja-timabila þverunar rannsókn (two-period crossover study) á 12 heilbrigðum aðilum, leiddi dagleg gjöf 20 mg af ezetimíbi I 8 daga ásamt einum 100 mg skammti af ciklósporíni á degi 7, til a.m.t. 15% aukningar á flatarmáli ciklósporins undir blóöþóttniferli (AUC) (spannaði frá að vera 10% minnkun til að vera 51% aukning), þegar borið var saman við einn 100 mg skammt af ciklósporlni eingöngu. Stýrð rannsókn á áhrifum samgjafar ezetimibs og ciklósporins, á nýrnaþega hefur ekki verið gerð. Aðgát skal höfð þegar INEGY gjöf er hafin þegar ciklósporfn er gefiö fyrir. Fylgjast á náið með ciklósporin þóttni hjá sjúklingum sem fá INEGY og ciklósporin. Fibröt: Samhliða gjöf fenófíbrats jók þéttni heildar ezetimibs u.þ.b. 1,5 falt og samhliða gjöf gemfibrósíls jók þéttnina u.þ.b. 1,7 falt. Þessi aukning er hins vegar ekki talin hafa kllnískt marktæka þýöingu. Samhliða notkun INEGY með fíbrötum er ekki ráðlögð hjá sjúklingum fyrr en frekari rannsóknir hafa verið geröar. Simvastatin: Simvastatin er hvarfefni cýtókróms P450 3A4. öflugir cýtókróm P450 3A4 hemlar auka hættu á vöövakvilla og rákvöðvalýsu með því að auka þéttni HMG-CoA redúktasahemla i plasma við simvastatin meöferö. Slikir hemlar eru meðal annars itrakónazól, ketókónazól, erýtrómýsin, claritrómýsfn, telitrómýsin, HlV-próteasahemlar og nefazódón. Samhliða notkun itrakónazóls jók útsetningu (exposure) fyrir simvastatinsýru (virka p-hýdroxýsýru umbrotsefninu) meira en 10-falt. Telitrómýsin jók útsetningu fyrir simvastatínsýru 11-falt. Þvl er mælt gegn notkun lyfsins samhliöa Itrakónazóli, ketókónazóli, HlV-próteasahemlum, erýtrómýsini, claritrómýsini, telitrómýsini og nefazódóni. Ef meðferö með itrakónazóli, ketókónazóli, erýtrómýsíni, claritrómýsini eða telitrómýsini er nauösynleg, veröur gera hlé á meðferö með INEGY á meðan. Sýna skal varkámi þegar nota á INEGY samhliða öðrum tilteknum minna virkum CYP3A4 hemlum; ciklósporini, verapamíli og diltiazemi. Ciklósporin: Hættan á vöövakvilla/rákvöövalýsu eykst við samhliða gjöf ciklósporins einkum með stærri skömmtum af INEGY. Þess vegna skal INEGY skammturinn hjá sjúklingum sem fá samhliöa meðferð með ciklósporíni ekki vera hærri en 10/10 mg daglega. Þó svo að ferilinn sé ekki að fullu kunnur, þá eykur ciklósporin AUC simvastinsýru, þetta er hugsanlega að hluta til vegna hömlunar CYP3A4. Danazól: Hættan á vöövakvilla og rákvöðvalýsu eykst við samhliða notkun danazóls og stórra INEGY skammta. Gemflbrózll: Gemfibrózil eykur AUC simvastatínsýru 1,9-falt, mögulega vegna hindrunar á glúkúrónsamtengingarferiinu. Amiódarón og verapamil: Hættan á vöövakvilla og rákvöðvalýsu eykst ef amlódarón eða verapamil eru gefin samhliða stórum skömmtum af simvastatlni. I yfirstandandi klíniskri rannsókn hefur verið greint frá vöövakvilla hjá 6 % sjúklinga sem fá 80 mg simvastatin og amíódarón. Greining á fyririiggjandi niðurstööum úr klfniskum rannsóknum leiddi f Ijós u.þ.b. 1 % tiðni vöövakvilla hjá sjúklingum sem fengu 40 mg eða 80 mg simvastatín og verapamil. I rannsókn á lyfjahvörfum jók samhliða notkun simvastatins og verapamils útsetningu fyrir simvastatinsýru 2,3-falt, þetta er hugsanlega að hluta til vegna hömlunar CYP3A4. Því ætti ekki að nota stærri skammta af INEGY en 10/20 mg á dag hjá sjúklingum sem fá samhliða amiódarón eða verapamil meðferð, nema klinískur ávinningur af samhliða meöferö sé talinn vega þyngra en aukin hætta á vöðvakvilla og rákvöövalýsu. Diltlazem: Greining á fyririiggjandi niðurstöðum úr kliniskum rannsóknum leiddi i Ijós 1 % tiöni vöðvakvilla hjá sjúklingum sem fengu 80 mg simvastatín og diltiazem. Hættan á vöðvakvilla hjá sjúklingum sem tóku 40 mg simvastatin var ekki aukin viö samhliöa notkun diltiasems (sjá kafla 4.4). I rannsókn á lyfjahvörfum jók samhliöa notkun diltiasems útsetningu fyrir simvastatínsýru 2,7-falt, hugsanlega vegna hömlunar CYP3A4. Þvi ætti ekki að nota hærri skammta af INEGY en 10/40 mg á dag hjá sjúklingum sem fá samhliöa diltiazem meðferð, nema kliniskur ávinningur af samhliöa meðferð sé talinn vega þyngra en aukin hætta á vöövakvilla og rákvöövalýsu. Greipaldinsafi: Foröast skal að drekka greipaldinsafa meðan á simvastatin meðferð stendur. Áhrif INEGY á lyfjahvörf annarra lyfja: Ezetlmib: I forkliniskum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að ezetimib örvar ekki cýtókróm P-450 umbrotsensim. Engar kliniskt marktækar milliverkanir hafa komið fram milli ezetimíbs og lyfja sem vitaö er að umbrotna fyrir tilstilli cýtokróma P-450 1A2,2D6,2C8,2C9 og 3A4, eða N-asetýltransferasa. Warfarin: Samhliða gjöf ezetimibs (10 mg einu sinni á dag) höfðu engin marktæk áhrif á aögengi warfarins og prótrombintíma i rannsókn sem gerð var á 12 heilbrigöum fullorðnum mönnum. Þó hafa borist tilkynningar eftir markaössetningu um aukið INR hjá sjúklingum sem hafa fengið ezetimib meöferö bætt við warfarin. Ef INEGY er bætt við warfarín eða annaö kúmarín blóðþynningarlyf, þá þarf að fylgjast vel með INR. Simvastatin: Simvastatin hindrar ekki cýtókróm P450 3A4. Því er ekki gert ráð fyrir að simvastatln hafi áhrif á plasmaþéttni efna sem umbrotna fyrir tilstilli cýtókróms P450 3A4. Blóðþynningarlyf til inntöku: I tveimur klíniskum rannsóknum, annars vegar á heilbrigðum sjálfboðaliðum og hins vegar á sjúklingum með kólesterólhækkun, jukust áhrif kúmarín blóöþynningarlyfja lítillega við gjöf 20-40 mg af simvastatíni; prótrombintimi (INR = Intemational Normalized Ratio) lengdist úr grunngildi 1,7 í upphafi í 1,8 hjá heilbrigöum sjálfboðaliðum og úr 2,6 i 3,4 hjá sjúklingum. Tilfelli af hækkuðu INR hafa örsjaldan veriö skráð. Hjá sjúklingum sem taka kúmarín blóöþynningariyf skal mæla prótrombintima áður en meöferö með INEGY er hafin og síðan með nægilega stuttu millibili í upphafi meðferðar til þess að tryggja að ekki só um marktæka breytingu á prótrombfntima að ræða. Þegar staöfest hefur verið að prótrombintimi só i jafnvægi, skal mæla prótrombintima með þvi millibili sem venjulega er ráðlagt fyrir sjúklinga í kúmarin blóöþynningarmeðferö. Ef skammti INEGY er breytt eða meðferðinni hætt skal endurtaka mælingar eins og að ofan greinir. Meðferö með simvastatini hefur ekki veriö tengd blæöingum eða breytingum á prótrombíntima hjá sjúklingum sem ekki taka blóöþynningarlyf. zp(T)MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF: INEGY má ekki nota á meðgöngu eða við brjóstagjöf. (TJAUKAVERKANIR: INEGY (eða samhliða notkun ezetimíbs og simvastatins er samsvarar INEGY) hefur verið metið hjá yfir 3800 sjúklingum i kliniskum rannsóknum. Tíðni aukaverkana er flokkuð á eftirfarandi hátt: [Mjög algengar (>1/10) Algengar (>1/100, <1/10) Sjaldgæfar (>1/1000, <1/100) Mjög sjaldgæfar (>1/10.000, <1/1000) Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), þar með talin einstök tilvik]. INEGY: Taugakerfi: Algengar: Höfuðverkur. Meltingarfæri: Algengar: Vindgangur. Stoðkerfi, stoðvefur, bein: Algengar. Vöðvaþrautir. Rannsóknarniðurstöður: I rannsókn á samsettri meðferö var tfðni kllniskt mikilvægra hækkana á transaminösum (ALAT og/eða ASAT * 3x eðlileg efri mörk, við endurteknar mælingar) var tiðnin 1,7 % hjá sjúklingum sem fengu INEGY. Þessar hækkanir voru yfirleitt án einkenna, án tengsla við gallstiflu og gengu til baka þegar meðferð var hætt eða við áframhaldandi meðferð. Hækkun CK af klinískri þýöingu (a 10x eðlileg efri mörk) kom fram hjá 0,2 % sjúklinga sem fengu INEGY. Reynsia eftir markaðssetningu: Aukaverkanir sem tilkynntar hafa veriö vegna INEGY eru i samræmi við þær aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið vegna ezetimibs og/eöa simvastatins. Viðbótarupplýsingar um einstök innihaldsefni: I viðbót við aukaverkanir samsetta lyfsins, sem teknar eru fram hór að ofan, eru aðrar aukaverkanir áður skráðar við klínískar rannsóknir eða eftir markaðssetningu á einu af innihaldsefnum þess og gæti því reynst möguleiki á að þær aukaverkanir eigi einnig viö um INEGY. Ezetimib: Blóð og eitlar: Koma örsjaldan fyrir: Blóðflagnafæð. Mcltingarfæri: Algengar: Kviöverkir, niöurgangur. Mjög sjaldgæfar: Ógleði. Koma örsjaldan fyrir: Brisbólga. Lifur og gall: Mjög sjaldgæfar: Lifrarbólga. örsjaldan koma fyrir: Gallsteinaveiki, gallblöðrubólga. Húð og undirhúð: Mjög sjaldgæfar: Ofnæmisviöbrögö, þ.m.t. útbrot og örsjaldan ofsabjúgur. Stoðkcrfi, stoðvefur, bein: Koma örsjaldan fyrir: Vöövakvilli/ rákvöövalýsa. Almennar aukaverkanir og ástand tengt íkomulcið: Algengar: Þreyta. Rannsóknarniðurstöður: Mjög sjaldgæfar: auknir transamlnasar, aukinn kreatin fosfókinasi (CK). I klinlskum rannsóknum voru tilfelli um yfir tífalt hækkuö blóðkreatln fosfókínasagildi frá eðlilegum efri mörkum, tilkynnt hjá 4 sjúklingum af 1674 (0,2%) sem fengu Ezetrol eingöngu, á móti 1 sjúklingi af 786 (0,1%) sem voru aö fá lyfleysu, og 1 sjúklingi af 917 (0,1%) sem fengu Ezetrol meö statini á móti 4 sjúklingum af 929 (0,4%) sem voru aö fá statln eingöngu. Ekki voru umfram tilfelli vöðvakvilla og rákvöðvaleysingar tengd Ezetrol samanborið við viðeigandi samanburðarhóp (lyfleysa og statín eingöngu). Simvastatín: Blóð og eitlar: Mjög sjaldgæfar: Blóðleysi. Taugakerfi: Mjög sjaldgæfar: Svimi, brenglað húðskyn, úttaugakvilli. Meltingarfæri: Mjög sjaldgæfar: Hægðatregða, kviðverkir, meltingartruflanir, niðurgangur, ólgleöi, uppköst, brisbólga. Lifur: Mjög sjaldgæfar: Lifrarbólga/gula. Húð og undlrhúð: Mjög sjaldgæfar: Hárlos, kláði, útbrot. Stoðkerfi, stoðvefur, bein: Mjög sjaldgæfar: Vöðvaþrautir, rákvöðvalýsa, vöðvakrampar. Almennar aukaverkanir og ástand tengt ikomuleið: Algengar: Þróttleysi. Mjög sjaldan hefur verið greint frá einkennum er virðast vera ofnæmisviðbrögö og koma fram með sumum af eftirfarandi einkennum: Ofsabjúgur, heilkenni sem likist rauðum úlfum (lupus-like syndrome), flölvöðvagigt (polymyalgia rheumatica) vöövaþroti i húð (dermatomyositis), æöabólga, blóöflagnafæð, fjölgun eósinsækinna hvitra blóökorna, hækkað sökk rauöra blóðkorna, liöagigt og liðbólgur, ofsakláöi, aukiö Ijósnæmi, sótthiti, andlitsroði, andþrengsli og lasleiki. Rannsóknanlðurstöður: Mjög sjaldgæfar. Aukning -glútamýl transpeptidasa, hækkaður basískur fosfatasi. ^(▼)LYFJAFORM: Tafla. Hvit/beinhvit, hylkislaga, með tákni "311", "312" "313” eöa “315" á annarri hliöinni. PAKKNINGASTÆRÐIR OG VERÐ (april 2005): Töflur 10/20 mg: 28 stk. 6776 kr, 98 stk. 19.340 kr; 10/40 mg: 28 stk. 8081 kr, 98 stk. 22.095 kr; 10/80 mg: 98 stk. 23.179 kr. AFGREIÐSLUTILHÖGUN: Lyfseöilsskylda.GREIÐSLUÞÁTTTAKA SJÚKRATRYGGINGA: 0 HANDHAFI MARKAÐSLEYFIS: MSD SP Ltd. Hertford Road, UK-Hoddesdon, Hertfordshire EN11 9BU, Bretlandi ÍSLENSKUR UMBOÐSAÐILI: Merck Sharp & Dohme Island ehf, Skógarhliö 12, IS-105 Reykjavik. ISmail@merck.com 'Skrásett vörumerki MSP Singapore Company, LLC. Byggt á samantekt á eiginleikum lyfs dagsett 5. júli 2005. 456 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.