Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 37
YFIRLITSGREIN / LOFTBRJÓST Eins og áður kom fram er algengt að loftleki stöðvist ekki og þarf þá að grípa til skurðaðgerðar (8). Algengasta ábending fyrir skurðaðgerð er þó síðkomið endurtekið loftbrjóst sömu megin. Aður fyrr var skurðaðgerð beitt við þriðja loft- brjóst, það er aðra endurtekningu. í dag eru hins vegar margir þeirrar skoðunar að fyrsta endurtekning sé ábending fyrir skurðaðgerð (8, 32, 42). Skurðaðgerð á einnig við hjá sjúklingum með loftbrjóst beggja vegna (78) og ef saga er um þrýstiloftbrjóst (8). Atvinna og búseta getur einn- ig skipt máli, til dæmis getur fyrsta loftbrjóst verið ábending fyrir skurðaðgerð hjá flugmönnum, sjómönnum og köfurum sem og hjá sjúklingum sem búa afskekkt (79,80). Sjúklingar með þekktan lungnasjúkdóm eru ekki síður taldir hafa gagn af skurðaðgerð, jafnvel eftir fyrsta loftbrjóst (32). Skurðaðgerð kemur þó einungis til greina ef áhætta við svæfingu og að- gerð er ekki talin of mikil vegna lungnasjúkdóms- ins (81, 82). I slíkum tilvikum kemur til greina að nota talkúm og er því sprautað inn í kerann ásamt staðdeyfingarlausn (mynd 11). Talkúm er öflugt þéttiefni og yfirleitt er nóg að notast við 2 grömm í stað stærri skammta (5g) líkt og gert er þegar talk- úm er notað til að fyrirbyggja fleiðruvökva (83). Talkúm er tiltölulega hættulítið efni en sjúklingar geta fengið heiftarlega verki (84, 85). Nota má utanbastsdeyfingu til að minnka verki. Þar sem lítið er vitað um langtímaáhrif talkúms, til dæmis hvað varðar verki, er yfirleitt ekki mælt með notk- un þess hjá ungum einstaklingum (8,42). Helsta markmið skurðaðgerða er að uppræta loftlekann. I sömu aðgerð er síðan hægt að örva samvexti og koma þannig í veg fyrir endurtekið loftbrjóst. Sá hluti lungans sem lekur er numinn brott með heftibyssu (fleygskurður). Sumir telja fleygskurð duga (86), aðrir ekki (87-89). Hægt er að mynda samvexti með því að fjarlægja hluta fleiðrunnar á innanverðu brjóstholinu (partial pleurectomy) (90, 91), en algengara er að erta fleiðruna með grisju eða sandpappír (mechanical pleurodesis) (92). Einnig kemur til greina að notast við ertandi efni, til dæmis talkúm (sjá áður). Skurðaðgerðir er bæði hægt að framkvæma með opinni aðgerð og brjóstholsspeglun. í dag eru speglunaraðgerðir mun algengari en opnar aðgerðir (11, 88, 93). Þær eru yfirleitt taldar hag- kvæmari en þetta er þó umdeilt (65). Sjúklingarnir hafa í flestum rannsóknum minni verki eftir brjóstholsspeglunaraðgerð og útskrifast fyrr af sjúkrahúsi (11, 88, 93-98). Endurtekið loftbrjósts er þó algengara eftir brjóstholsspeglun (2-14%) (11, 12, 93, 99) en við hefðbundna opna aðgerð (0-7%) (86, 100, 101), eða allt að þrefalt algeng- ara. Þetta hefur meðal annars verið staðfest með nýlegri íslenskri rannsókn (7). Hins vegar eru krónískir verkir algengari eftir opna aðgerð (97, 102) og ör meira áberandi.Til eru margar erlendar rannsóknir þar sem þessar aðgerðir hafa verið bornar saman (97,100,101). Fæstar þeirra eru þó slembaðar og oft er um tiltölulega lítinn efnivið að ræða. Ljóst er að frekar rannsókna er að fleiri og ítarlegri rannsókna er þörf. Brjóstholsspeglunaraðgerð: Sjúklingarnir eru svæfðir með tvöfaldri berkjupípu (double lumen intubation). Þannig er að hægt að fella saman lung- að sem verið er að laga í aðgerðinni. Sjúklingur er lagður í 90° hliðarlegu og lunganu haldið sam- anföllnu með C02 sem blásið er inn í fleiðruholið. Síðan er þremur holstingjum (trocars) komið fyrir í brjóstholinu, þar af er einum fyrir myndavél sem tengd er við brjóstholssjá (mynd 12) (80). Mynd 12. Brjósthols- speglunaraðgerð við sjálfkrafa ioftbrjósti. Sjá nánarí lýsingu á aðgerð- inni í texta. Mynd 13. Opinn brjóst- holsskurður (lateral/ax- illary mini-thoracotomy). Sjá nánar í texta. Læknablaðið 2007/93 421 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.