Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FUNDUR LR UM PÓLITÍK
Best í heimi
I máli Sivjar Friðleifsdóttur kom m.a. fram
hún kvaðst telja heilbrigðisþjónustuna á Islandi
með því besta sem gerist. „Og þá er sama
eftir hvaða mælikvarða er farið. Ekkert annað
Norðurlandanna ver meiri fjármunum til heil-
brigðisþjónustu en Island ef miðað er við verga
landsframleiðslu. Þjónustugjöld er einnig afar lág,
um 17%, og er með því lægsta sem gerist í OECD
löndunum. Við höfum ekki viljað styðja hugmyndir
um einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar en við
styðjum hugmyndir um einkarekstur á ákveðnum
sviðum þar sem það á við.” Siv nefndi einnig sér-
staklega að biðlistar hefðu verið að styttast á und-
anförnum vikum og í öðrum tilvikum stæðu þeir
í stað. Þetta væri jákvætt merki um að þjónustan
væri eflast. Siv sagði ennfremur að ákveðnir bið-
listar væru „falskir” þar sem fólk setti sig á biðlista
eftir sjúkrarýmum en vildi og gæti í rauninni verið
heima ef sveitarfélögin stæðu sig betur í hlutverki
sínu gagnvart skjólstæðingum sfnum.
Félagslegur jöfnuður
„íslenska heilbrigðisþjónustan er mjög góð. Hún
er bara því miður ekki fyrir alla. Það er ekki sæm-
andi þjóð sem býr við annað eins ríkidæmi að við
skulum útiloka heilu þjóðfélagshópana frá góðri
þjónustu,” sagði Álfheiður Ingadóttir frambjóð-
andi Vinstri grænna og nefndi bæði ungt fólk með
geðsjúkdóma og aldraða til stuðnings máli sínu.
Hún bætti því við að það væri heldur ekki sæmandi
að reistir væru fjárhagslegir þröskuldar í heilbrigð-
isþjónustunni sem þeir sem minnst hefðu á milli
handanna kæmust ekki yfir.”
Álfheiður sagði stefnu Vinstri grænna kristall-
ast í jafnaðarhugsjóninni, að allir ættu jafnan rétt
til þjónustunnar. „Félagslegur jöfnuður er okkar
grundvallarstefna og allir íslendingar þurfa á þjón-
ustu heilbrigðiskerfisins að halda einhvern tíma á
lífsleiðinni.Við eigum að borga fyrir heilbrigðis-
þjónustuna á meðan við erum heilbrigð. Við eigum
ekki að bíða eftir því að vera orðin veik og komin
inn á gang á sjúkrahúsi og eiga þá að draga upp
budduna. Við viljum samtryggingu í þessu kerfi.
Ekki má gleymast að launakjör í umönnunarstétt-
um eru með hætti að ekki fæst fólk til starfa. Það
þarf að endurreisa virðinguna í samfélaginu fyrir
starfsfólkinu, börnunum, sjúklingnum, gamla fólk-
inu, fötluðum, geðsjúkum og það gerist ekki í einu
vetfangi en það þarf að gerast. Við viljum ekki sjá
tvöfalt kerfi og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.
Vissa okkar er sú að það sé mögulegt að byggja
upp góða samfélagsþjónustu og það þurfi ekki
endilega hagnaðarvonina til að menn skili góðri
vinnu.”
Fundarstjórinn Sigurður
Böðvarsson skipti tím-
anum bróðurlega á milli
frambjóðendanna. F.v:
Margrét Sverrisdóttir, Ásta
Möller, Pétur Blöndal,
Magnús Pór Hafsteinsson,
Álfheiður Ingadóttir,
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir og Siv
Friðleifsdóttir.
Markaðslausnir þar sem þær eiga við
„Við erum hlynnt markaðslausnum í heilbrigð-
iskerfinu þar sem hægt er að koma því við. Leitum
fleiri slíkra lausna þar sem það getur gefist
vel,” sagði Margrét Sverrisdóttir frambjóðandi
íslandshreyfingarinnar. „Stóra spurningin varð-
Læknablaðið 2007/93