Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 7

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 7
Þorbjörn Jónsson thorbjor@landspitali. is Höfundur er sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafarfræði og starfar á Landspítala. The new Health Insurance Legislation- Private enterprise or privatization? Thorbjörn Jónsson MD, PhD, Clinical Professor Specialist in Immunology and Transfusion Medicine Landspítali University Hospital, Reykjavík, lceland Ný sjúkratryggingalög - Einkarekstur eða einkavæðing? Síðastliðið vor lagði heilbrigðisráðherra fram frum- varp til laga um sjúkratryggingar. Frumvarpið fól í sér töluverðar breytingar á innra skipulagi heilbrigð- isþjónustunnar og var það gagnrýnt hve skammur tími var gefinn til þess að reifa þetta mikilvæga mál. Niðurstaðan varð að fresta frumvarpinu sem þannig varð ekki að lögum fyrr en nú á haustdögum. Megingagnrýnin hefur verið sú að ýtt sé undir einkavæðingu og þannig yrði því félagslega heil- brigðiskerfi sem íslendingar hafa búið við í áratugi og sátt hefur ríkt um kollvarpað. Með einkavæðingu er átt við það að þjónustan sé veitt af einkaaðilum og að beinn kostnaður sjúklinga við að nýta sér þjón- ustuna vaxi. Það gæti leitt til þess að menn neyddust til að kaupa sínar eigin sjúkratryggingar hjá trygg- ingafélögum. Það má vissulega spyrja sig hvort það sé réttmæt gagnrýni að lögin séu skref í átt til einka- væðingar. Til að meta það þarf að skoða lagatextann gaumgæfilega, innihald hans og anda. í fyrsta kafla laga um sjúkratryggingar segir að markmið laganna sé að: a) tryggja sjúkratryggðum aðstoð til vemdar heilbrigði óháð efnahag, b) stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni, c) stuðla að hámarksgæðum, d) styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu og e) kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna. í hinum nýju lögum er þannig skýrt tekið fram að stefnt skuli að hámarksgæðum og að allir landsmenn eigi rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nýju sjúkratryggingalögin eru því samhljóma eldri lögum um réttindi sjúklinga (nr. 74/1997) þar sem segir að allir sjúklingar eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og að óheimilt sé að mismuna sjúklingum, meðal annars vegna efnahags. Það sem hins vegar má telja nýmæli er að kostnaðargreina skal heilbrigðisþjón- ustima og stuðla ber að hagkvæmni. Það hlýtur að vera bæði jákvætt og nauðsynlegt. Við sem störfum í heilbrigðiskerfinu vitum að kostnaður fer vaxandi, meðal annars vegna örrar tækniþróunar og nýrra og dýrari lyfja. íslendingar krefjast „heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða" og þegar kemur að forgangs- röðun þurfum við að vita raunkostnað við hverja meðhöndlun. Til þess að framfylgja markmiðum laganna verð- ur stofnuð svonefnd sjúkratryggingastofnun, sem tekur við verkefnum þriggja aðila í ríkiskerfinu; samninganefndar heilbrigðisráðherra, fjármála- og rekstrarsviðs heilbrigðisráðuneytisins og sjúkra- tryggingasviðs Tryggingastofnunar. Starfssvið sjúkra- tryggingastofnunar verður að: a) annast framkvæmd hinna nýju laga, b) semja um heilbrigðisþjónustu og greiða fyrir hana, c) annast kaup á vörum og þjón- ustu og d) hafa eftirlit með gæðum og árangri. Þarna er um einfaldara fyrirkomulag að ræða en áður var og ekki ólíklegt að skilvirkni og sparnaður hljótist af því. Sjúkratryggingastofnun mun gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu, til dæmis sjúkra- hús, heilsugæslustöðvar og læknastofur. Þannig er augljóst að heimilt verður, hér eftir sem hingað til, að semja við einkaaðlila um rekstur heilbrigðisþjónustu. Töluverður hluti heilbrigðiskerfisins er nú þegar rekinn af einkaaðilum eða sjálfseignarstofnunum og má þar til dæmis nefna augnlæknastöðvar, SAA og Heilsustofnun í Hveragerði. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007) hefur heilbrigðis- ráðherra nú þegar víðtækar heimildir til að semja um heilbrigðisþjónustu og þarna ætti því ekki að vera um eðlisbreytingu að ræða. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekki virðist vera stefnt að því að bjóða út alla heilbrigðisþjónustu hér á landi og láta kostnaðinn einan ráða för. Sjúkratryggingastofnun ber að viðhafa gæðaeftirlit með umsamdri þjón- ustu, gæta jafnræðis og taka tillit til ýmissa annarra atriða en kostnaðar, svo sem öryggissjónarmiða og aðgengis. Þegar litið er á kostnað sjúklinga samkvæmt hinum nýju lögum þá er heimilt að taka gjald fyrir: a) þjón- ustu á heilsugæslustöðvum, göngudeildum og bráðamóttökum, b) þjónustu sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmanna auk c) vottorða, rannsókna, lyfja og sjúkraflutninga. Þetta eru allt útgjaldaliðir sem íslenskir sjúklingar þekkja frá fyrri tíð þótt upphæð- irnar hafi verið misháar eftir því hvernig pólitískir vindar hafa blásið hverju sinni. Með nýjum lögum um sjúkratryggingar eru gerðar verulegar breytingar á verkaskiptingu ráðu- neyta og stofnana. Lögð er áhersla á kostnaðargrein- ingu sem er mikilvægt tæki þegar kemur að því að forgangsraða. Nýju sjúkratryggingalögin heimila vissulega einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni, en það er engin nýjung hér á landi. Þegar nýju sjúkra- tryggingalögin eru iesin blasir alls ekki við að stefnt sé að einkavæðingu með aukinni greiðsluþátttöku sjúklinga, einkavæðingu sem rjúfa myndi þá sam- stöðu sem verið hefur hér á landi um að meginhluti heilbrigðisútgjalda sé greiddur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Reynslan og framkvæmd lag- anna næstu misseri mun skera úr um hvort þetta mat á sjúkratryggingalögunum er rétt. LÆKNAblaðið 2008/94 655

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.