Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 9

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 9
Kristín Ingólfsdóttir Höfundur er rektor Háskóla íslands og og lyfjaefnafræðingur náttúruefna. The University of lceland's School of Health Sciences and the University Hospital Landspitali. Kristín Ingólfsdóttir is President and rector of the University of lceland, PhD in pharmaceutical natural products chemistry from University of London. RITSTJÓRNARGREI N A R Heilbrigðisvísindasvið Háskóla íslands og háskólasjúkrahúsið Landspítali Traust samstarf Háskóla íslands og Landspítalans er einn mikilvægasti þátturinn í þróun og áframhald- andi uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á íslandi. Stofnanirnar hafa í sameiningu kappkostað að byggja upp sjúkraþjónustu, menntun og aðstæður til þekk- ingar- og nýsköpunar í heilbrigðisvísindum. Það er trú Háskólans að nýskipan Heilbrigðisvísindasviðs innan skólans sé til þess fallin að styrkja samstarf við háskólasjúkrahúsið og aðra mikilvæga samstarfs- aðila. Með samþykkt Stefnu Háskóla íslands 2006-2011 voru mörkuð þáttaskil þegar markmið voru sett um að koma skólanum í hóp fremstu háskóla á alþjóða- vísu með framúrskarandi kennslu, rannsóknum og stjórnun. Til að ná þessum markmiðum hefur skólinn gert víðtækar breytingar á skipulagi og stjórnkerfi. Nýtt stjórnskipulag Háskóla íslands tók form- lega gildi 1. júlí á þessu ári. Kjami þess er skip- an skólans í fimm fræðasvið; Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Mennta- vísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Á heilbrigðisvísindasviði em sex deildir: • Hjúkrunarfræðideild (hjúkrunarfræði, ljósmóðurfræði, þverfaglegt nám í upplýsingatækni í heilbrigðisvísind- um) • Lyfjafræðideild • Læknadeild (læknisfræði, sjúkraþjálfun, lífeinda- og geislafræði, þverfaglegt nám í lýðheilsuvísindum) • Matvæla- og næringarfræðideild • Sálfræðideild • Tannlæknadeild Megintilgangur skipulagsbreytinganna er að bæta vinnuumhverfi og aðstöðu kennara, vísindamanna og nemenda með því að efla stoðþjónustu innan skól- ans. Þetta mun styrkja sókn Háskólans að auknum árangri og gæðum í starfi. Háskóli íslands leggur mikla áherslu á samstarf við atvinnulíf og vísindastofnanir. Á vettvangi heil- brigðisvísinda hefur skólinn átt í frjóu samstarfi hér heima við stofnanir á borð við Heilsugæsluna, Keldur, Krabbameinsfélagið og Landlæknisembættið og fyrirtæki á borð við íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd, Össur hf., Matís ohf., Nimblegen, Actavis o.fl. En einna þýðingarmest er náið og gjöfult samstarf við Landspítalann. Þessi samvinna hefur átt mikilvægan þátt í að skipa íslenskri heilbrigðisþjón- ustu í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árið 2001 gerðu Landspítalinn og Háskólinn sam- starfssamning sem byggir á þeirri sýn að hagsmunir beggja fari saman. Samningurinn miðar að því að efla samstarf á sviði vísindarannsókna og menntunar heil- brigðisstétta og styrkja spítalann sem háskólasjúkra- hús. Markmiðið er að fræðileg og verkleg menntun heilbrigðisstétta á íslandi sé sambærileg því sem best gerist á hliðstæðum stofnunum erlendis. Háskólinn og spítalinn vinna saman að því að skapa sem bestar aðstæður fyrir klínískt nám og stuðla að framgangi vísindarannsókna. Vísindamenn Háskólans hafa notið margvíslegrar aðstöðu á spítalanum. Það skiptir höfuðmáli í þessu samhengi að stjórnvöld og almenningur skilji hversu mikilvægu hlutverki Landspítalinn gegnir í menntun heilbrigðisstétta og framgangi heilbrigðisvísinda. Brýnt er að unnið verði af kappi að því í vetur að aðlaga samstarfs- samninginn að breyttu stjórnskipulagi Háskólans og nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu. Unnið er að undirbúningi framkvæmda við nýbyggingar fyrir Landspítalann og heilbrigðisvís- indagreinar Háskóla íslands í Vatnsmýri. Starfsfólk beggja stofnana hefur lagt mikið af mörkum við undirbúninginn. í ljós hafa komið samlegðaráhrif og ótvíræður sparnaður þess að hafa starfsemina á einum stað. Mikilvægt er að Háskóli íslands og Landspítalinn nái áfram að stilla saman krafta sína, til hagsbóta fyrir samfélagið. Meðal verkefna sem bíða okkar eru: • Að auka tengsl allra deilda Heilbrigðisvísindasviðs og háskólasjúkrahússins. • Uppbygging framhaldsnáms, þ.m.t. sérnáms í heilbrigð- isvísindagreinum og klínískri framhaldsmenntun. • Efling sameiginlegra rannsóknastofa. • Uppbygging aðstöðu fyrir afburðahópa í rannsóknum. fslenskir vísindamenn á sviði heilbrigðisvísinda eiga að baki glæsilegan feril sem endurspeglast í birtingu fræðigreina í ISI tímaritum, sem mikið er vitnað til. Þetta starf þarf að styrkja enn frekar. Hér má nefna rannsóknir í sameindalífvísindum, krabbameinsrannsóknir, lyfja- fræði, rannsóknir í hjartasjúkdómum, lungnasjúkdóm- um, augnsjúkdómum, meltingarsjúkdómum, gigtar- og ónæmissjúkdómum, taugasjúkdómum, næringarfræði og rannsóknir £ sýkla- og veirufræði, svo nokkur dæmi séu nefnd. • Efling bráðalækninga og bráðahjúkrunar í samvinnu við erlendan háskóla. • Skilgreina betur réttindi og skyldur starfsmanna sjúkra- hússins sem hlotið hafa akademískar nafnbætur, en þeir gegna mikilvægu hlutverki í kennslu og rannsóknum. Á næstunni tekur Sigurður Guðmundsson landlækn- ir við nýju starfi sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands. Hans bíða mörg spennandi verkefni í tengslum við uppbyggingu fræðasviðsins, innleið- ingu nýs skipulags og samstarf við Landspítalann og aðra samstarfsaðila. LÆKNAblaðið 2008/94 657

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.