Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Síða 13

Læknablaðið - 15.10.2008, Síða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR á móti 8,1 ± 1,29%, en munurinn reyndist ekki töl- fræðilega marktækur. Hjá stúlkum hækkaði HbAlc (%) með aldri (p=0,007) en slík hækkun sést ekki hjá drengjum eftir aldri (p=0,277) (mynd 3). Besta blóðsykur- stjórnunin er hjá yngstu börnunum og framan af fylgjast kynin að, en þegar bornar voru saman niðurstöður barna 6-9 ára og unglinga 15-18 ára fannst veruleg og marktæk hækkun á HbAlc hjá stúlkum. Fall á blóösykri Af 83 börnum fengu 10 börn (12%) alvarlegt fall á blóðsykri (meðvitundarskerðing eða krampi), þar af fengu tvö börn tvisvar sinnum blóðsykurfall, samtals 12 atvik (43,4 per 100 sjúklinga ár). Af 10 börnum sem fengu blóðsykurfall voru fimm á insúlín glargine. Af tveimur börnum sem fengu tvívegis blóðsykurfall var annað á insúlín glargine og hitt á NPH insúlíni. llmræður Blóðsykurstjórnun íslenskra ungmenna með syk- ursýki verður að teljast allgóð þegar niðurstöður eru bornar saman við erlendar rannsóknir (9). Rétt er að vekja á því athygli að meðalaldur barnanna í okkar rannsókn var 13,3 ár, hér um bil tveimur árum eldri en í Hvidöre-rannsókninni. Vel er þekkt að sykurstjórn verður erfiðari á ung- lingsárunum og í því ljósi er okkar árangur enn hagstæðari. Því miður er samanburður á HbAlc mælingum milli landa erfiðleikum bundinn vegna mismunandi mælingatækni og staðla. Hins vegar eru okkar mælingar mjög sambærilegar við þær sem notaðar voru í Hvidöre-rannsókninni (11). Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að ung- lingsstúlkur eigi erfiðara með blóðsykurstjórnun en drengir á sama reki. Ástæða fyrir þessum mun á milli kynja er ekki að fullu ljós. Talið er að kynhormón, sérstaklega estrógen sem leiða til breytilegra vaxtarhormóngilda, fitusöfnunar og breyttrar fitudreifingar, geti gert blóðsykur- stjómun erfiðari hjá stúlkum. Við kynþroska verða einnig miklar breytingar á lífsstíl, mataræði og áhættuhegðun (12). Niðurstöður okkar sýna ekki marktækan mun á blóðsykurstjómun drengja og stúlkna. Blóðsykurfall þátttakenda á rannsóknartíma- bilinu er nokkuð meira en erlendar rannsóknir hafa sýnt. Það má ef til vill að hluta rekja til þess árstíma sem rannsóknin átti sér stað. Á vorin og sumrin stunda börn meiri hreyfingu utandyra og þar af leiðandi þurfa þau minna insúlín. Á rann- sóknartímabilinu voru allmargir þátttakendur að breyta um langverkandi insúlín, frá NPH insúlíni Göngudeildir sykursjúkra barna og unglinga á íslandi áriö 2004. HbAlc (%) samanborið við aldur. yfir í insúlín glargine. Skammtar af insúlín glarg- ine sem notaðir voru í upphafi voru í hærra lagi en eftir að þeir voru lækkaðir hefur tilfellum af falli á blóðsykri fækkað verulega. Einnig má nefna að þátttakendur rannsóknarinnar sem notuðu insúlín glargine höfðu hærra HbAlc en meðaltal úrtaksins þannig að breytingar á notkun langvirks insúlíns virðast ekki hafa haft áhrif til lækkunar á HbAlc í þessari rannsókn. Samantekið sýna niðurstöður rannsóknarinnar að meðferð sykursýki hjá börnum og unglingum á Islandi gengur allvel miðað við niðurstöður sem birtar hafa verið frá mörgum öðrum löndum. Mikilvægt er að fylgja þessari rannsókn eftir með reglubundnum könnunum og rannsóknum á gæðum sykurstjórnunar hjá íslenskum börnum. Mynd 3. Dreifing HbAlc (%) eftir aldri hjá 83 íslenskum börnum og unglingum með tegund 1 sykursýkifylgt eftir á Bamaspítala Hringsins. Drengir eru teiknaðir með fylltum tíglum og stúlkur með opnum þríhyrningum. Munur milli aidurshópa var kannaður með t-prófi. Þakkarorð Sérstakar þakkir fær Thorvaldsenssjóðurinn fyrir veittan styrk. Heimildir 1. The effect of intensive treatment of diabetes on the development and progression of long-term complications in insulin-dependent diabetes mellitus. The Diabetes Control and Complications Trial Research Group. N Engl} Med 1993; 329: 977-86. 2. Effect of intensive diabetes treatment on the development and progression of long-term complications in adolescents with insulin-dependent diabetes mellitus: Diabetes Control and Complications Trial. Diabetes Control and Complications Trial Research Group. J Pediatr 1994; 125:177-88. 3. Intensive blood-glucose control with sulphonylureas or insulin compared with conventional treatment and risk of complications in patients with type 2 diabetes (UKPDS 33). UK Prospective Diabetes Study (UKPDS) Group. Lancet 1998; 352: 837-53. 4. Mortensen HB, Hougaard P, Ibsen KK, Parving HH. Relationship between blood pressure and urinary albumin excretion rate in young Danish type 1 diabetic patients: comparison to non-diabetic children. Danish Study Group of Diabetes in Childhood. Diabet Med 1994; 11:155-61. 5. Bonney M, Hing SJ, Fung AT, et al. Development and progression of diabetic retinopathy: adolescents at risk. Diabet Med 1995; 12: 967-73. LÆKNAblaðið 2008/94 661

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.