Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 17

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 17
S J ú FRÆÐIGREINAR KRATILFELLI OG YFIRLIT Miðbrúar- og utanbrúarafmýling í kjölfar leiðréttingar svæsinnar blóðnatríumlækkunar. Sjúkratilfelli og yfirlitsgrein Ólafur Árni Sveinsson1 læknir Runólfur Pálsson12'3 nýrnalæknir Lykilorð: aðlögun heila, blóðnatrí- umlækkun, miðbrúarafmýling, osmósuafmýlingarheilkenni. ’Lyflækningasvið og 2nýrnalækningaeining, 3Landspítala; læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Runólfur Pálsson, nýrnalækningaeiningu Landspítala, Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími 5436461 eða 8245827. runolfurQlandspitali. is Núverandi aðsetur Ólafs Árna Sveinssonar: Neurologiska kliniken, Karolinska Universitetssjukhuset, Stokkhólmi, Svíþjóð. Ágrip Við greinum frá 43 ára gamalli konu sem fékk osmósuafmýlingarheilkenni (osmotic demyel- ination syndrome) í kjölfar leiðréttingar sérlega svæsinnar blóðnatríumlækkunar sem álitin var af langvinnum toga. Styrkur natríums í sermi var aðeins 91 mmól/1 við komu á sjúkrahús. Stefnt var að hægfara leiðréttingu natríumlækk- unarinnar og var markmiðið að hraði leiðréttingar yrði ekki meiri en 12 mmól/1 á sólarhring. Það tókst fyrstu tvo daga meðferðar en á þriðja degi hækkaði natríumstyrkurinn um 13 mmól/1. Á 11. degi reyndist konan komin með merki um sýnd- armænukylfulömun (pseudobulbar palsy) ásamt stjarfaferlömun (spastic quadriparesis) og staðfesti segulómmyndun miðbrúar- og utanbrúarafmýl- ingarskemmdir. Konan fékk almenna stuðnings- meðferð og náði smám saman fullum bata. Fjallað er um meinalífeðlisfræði osmósuafmýlingarheil- kennis og meðferð blóðnatríumlækkunar. Við mælum með að hraði leiðréttingar langvinnrar blóðnatríumlækkunar sé ekki umfram 8 mmól/1 á sólarhring. Inngangur Osmósuafmýlingarheilkenni (osmotic demyel- ination syndrome) er fátíður fylgikvilli með- ferðar blóðnatríumlækkunar sem getur leitt til óafturkræfra heilaskemmda eða dauða. Afmýlingarskemmdir eru yfirleitt staðsettar í brú heilastofnsins (central pontine myelinolysis) en einnig finnast þær utan brúarinnar (extrapont- ine myelinolysis) í um 10% tilfella (1). Klíníska myndin getur verið breytileg eftir því hve um- fangsmiklar afmýlingarskemmdirnar eru, allt frá skjálfta og þvoglumæli, yfir í sýndarkylfulömun (pseudobulbar palsy), stjarfaferlömun (spastic quadriparesis) og meðvitundarskerðingu (2, 3). Algengasta orsök osmósuafmýlingarheilkennis er hröð leiðrétting langvinnrar blóðnatríumlækk- unar sem myndast á meira en 48 klukkustundum, samkvæmt skilgreiningu er öðlast hefur sess (4,5). Blóðnatríumlækkun telst því bráð ef hún myndast á innan við 48 klukkustundum. Þessi aðgreining milli bráðrar og langvinnrar blóðnatríumlækk- unar grundvallast á þekkingu á aðlögun heilans og hefur þýðingu fyrir ákvörðun meðferðar. Ýmsir aðrir kvillar eru taldir geta aukið hættuna á myndun afmýlingarskemmda, meðal annars áfengissýki, vannæringarástand, kalíumskortur og lifrarbilun (6-8). Rýni í fjölda sjúkratilfella fyrir tveimur áratugum sýndi fram á að hættan á osmósuafmýlingarheilkenni í kjölfar leiðrétt- ingar langvinnrar blóðnatríumlækkunar eykst verulega þegar hraði leiðréttingar er umfram 12 mmól/1 á sólarhring og því hefur verið mælt með að hraðanum sé haldið undir því marki (9, 10). Hins vegar verður að bregðast skjótt við þegar blóðnatríumlækkun er bráð því þá er oft um að ræða svæsinn heilabjúg er leitt getur til heila- skemmda eða dauða (11). I slíkum tilfellum eru yfirleitt alvarleg einkenni frá miðtaugakerfi, svo sem flog, rugl eða meðvitundarleysi. Oft er óljóst hvort lækkun natríum er af bráðum eða lang- vinnum toga og því getur meðferðin verið mjög vandasöm. Greint er frá nýlegu sjúkratilfelli þar sem os- mósuafmýlingarheilkenni kom fyrir þrátt fyrir að reynt væri að fara varlega við leiðréttingu sérlega svæsinnar blóðnatríumlækkunar. Sjúkratilfelli Fjörutíu og þriggja ára gömul kona var flutt á bráðamóttöku Landspítala vegna vaxandi slapp- leika og sljóleika um einnar viku skeið. Hún hafði LÆKNAblaðið 2008/94 665

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.