Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Síða 19

Læknablaðið - 15.10.2008, Síða 19
S J ú FRÆÐIGREINAR KRATILFELLI OG YFIRLIT Næstu daga versnaði ástand konunnar enn frekar með mikilli meðvitundarskerðingu, sundurvísun augnhreyfinga, taltruflun, kyngingartregðu og stjarfaferlömun. Lífleg sinaviðbrögð voru í báðum líkamshelmingum, hægt var að framkalla vöðva- kippi (clonus) i hægri fótlegg og jákvætt iljarvið- bragð var þeim megin. Mænustunga leiddi í ljós eðlilegan mænuvökva. Heilarit sýndi útbreidda hægbylgjuvirkni og samrýmdist það dreifðum heilakvilla (encephalopathy). Segulómmyndun leiddi í ljós samhverfar segulskærar breytingar miðsvæðis í brú, rófukjömum (caudate nucleus) og djúphnoðum (basal ganglia) heilans er þóttu dæmigerðar fyrir miðbrúar- og utanbrúarafmýl- ingu (mynd 2). Konan fékk almenna stuðnings- meðferð og í kjölfarið langvarandi endurhæfing- armeðferð og komst smám saman á bataveg. Hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu fjórum mánuðum eftir komu og hafði þá náð nær fullum bata. Umræða Tilfelli það sem hér er greint frá sýnir glögg- lega hve hættan á afmýlingarskemmdum er mikil þegar svæsin, langvinn blóðnatríumlækk- un er leiðrétt. Stefnt var að hægfara leiðréttingu natríumstyrksins og má segja að vel hafi tekist í upphafi meðferðar því S-natríum hækkaði aðeins um 9 mmól/1 á fyrsta sólarhring og samtals um 15 mmól/1 fyrstu tvo sólarhringa meðferðar. Á þriðja sólarhring hækkaði S-natríum hins vegar um 13 mmól/1 sem verður að teljast óhóflegt. Daginn eftir versnaði ástand konunnar skyndilega og í kjölfarið varð klíníska myndin dæmigerð fyrir miðbrúarafmýlingu. Hugsanlegt er að hæg- ari leiðrétting natríumstyrksins hefði komið í veg fyrir þennan alvarlega fylgikvilla. Hættan á osmósuafmýlingu í þessu tilfelli var að líkindum sérlega mikil í ljósi þess hve blóðnatríumlækkunin var svæsin en natríumstyrkurinn var með þeim lægstu sem um getur. Miðbrúarafmýlingu var fyrst lýst af Adams og Victor árið 1950 (12) er þeir greindu frá hratt versnandi ferlömun og sýndarmænukylfulömun í ungum manni sem hafði lagst inn á spítala 10 dögum áður vegna áfengisfráhvarfs. Krufning nokkrum dögum síðar sýndi fram á stóra, sam- hverfa mýliseyðingu (demyelination) sem náði yfir stærsta hluta brúar heilastofnsins en athygli vakti þyrming sjálfra taugafrumnanna. Er fyrstu tilfellunum var lýst var S-natríum ekki mælt reglu- lega í klínísku starfi. Árið 1976 var ljósi varpað á tengsl miðbrúarafmýlingar við leiðréttingu blóð- natríumlækkunar (13). Dýratilraunir hafa sýnt sams konar klíníska mynd og afmýlingarskemmd- ir við hraða leiðréttingu blóðnatríumlækkunar og Mynd 2. Segulómmyndun á heila. 3 A b * i)v • /, Sw j* • £ i J:. *, • U ' * r'.**: ff í • V" \\ V*1; ' / i * a. 1 - L % A\ \ V «... * W3 -N \ \ / * • / \ * / i m '-vv* / * » / / f / \ m.-- - * ■*, « / ■ { V \ ^ / '~W.« ' ' < -'J . / -ét j' a. T2-mynd tekin á áttunda degi innlagnar sýnir engar sjúklegar breytingar. b. T2-mynd tekin á 15. degi innlagnar sýnir samhverfar skærar breytingar miösvæðis í brú (ör) og eru þær dæmigerðarfyrir miðbrúarafmýlingu (central pontine myelinolysis). c d * ‘ 1 * \ / • • h • •k s V \ / . JBKfin Yjá V ^ ' *■ Y a-l* tj, ’• *. i \ / É ’■•* I *iív'4 / \ \ 'v ' ■■ Ji ... * l v £ \ / x—-. ■... —^ c. FLAIR*-mynd tekin á átlunda degi innlagnar var ífyrstu álitin eðlileg en við nánari rýni má sjá vægar segulskærar breytingar í rófukjarna (caudate nucleus) beggja vegna (örvar). d. FLAIR*-mynd tekin á 15. degi innlagnar sýnir samhverfar segulskærar breytingar í rófu- kjörnum og djúphnoðum heilans (basal ganglia) (örvar) sem samrýmast utanbrúarafmýlingu (extrapontine myelinolysis). *FLAIR: Fluid Attenuated Inversion Recovery. styðja því þátt hennar í meinmyndun sjúkdóms- ins (14, 15). Lagt hefur verið til að nota heitið osmósuafmýlingarheilkenni fremur en miðbrúar- og utanbrúarafmýling því það þykir lýsa betur meinalífeðlisfræði þessa kvilla og tengslum hans við meðferð blóðnatríumlækkunar (9). Nýgengi osmósuafmýlingarheilkennis hefur ekki verið vel skilgreint en ljóst er að það er umtalsvert eftir leið- réttingu svæsinnar blóðnatríumlækkunar af lang- vinnum toga með hliðsjón af þeim fjölda tilfella sem greint hefur verið frá. Osmósuafmýlingar- heilkenni leggst jafnt á bæði kyn og er að því leyti frábrugðið heilaskemmdum af völdum bráðrar LÆKNAblaðið 2008/94 667

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.