Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 25
s FRÆÐIGREINAR JÚKRATILFELLI Hilmir Ásgeirsson1 unglæknir Dóra Lúðvíksdóttir1 lungnalæknir Ólafur Kjartansson2 röntgenlæknir Tómas Guðbjartsson34 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: risablaðra í lungum - greining - meðferð - brjósthols- skurðaðgerð - öndunarmælingar - lungnarúmmálsmælingar ’Lungnadeild, 2myndgreiningardeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, “læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 5431000. tomasgud@landspitali. is Miðaldra reykingamaður með risablöðru í lunga - sjúkratilfelli Ágrip Hraustur 49 ára gamall reykingamaður var greindur með risastóra blöðru í hægra lunga. Hann hafði við greiningu þriggja mánaða sögu um þurran hósta og endurteknar efri loftvegasýk- ingar ásamt nokkurra ára sögu um hægt vaxandi mæði. Á tölvusneiðmynd sást risablaðra í neðra lungnablaði og minni blöðrur miðlægt í efra blaði. Risablaðran var 17 cm í þvermál og náði yfir meira en helming lungans. Samanlagt rúmmál blaðranna mældist 3,2 lítrar á tölvusneiðmyndum. Einnig voru gerðar lungnarúmmálsmælingar með tveim- ur mismunandi aðferðum (köfnunarefnistæmingu og þrýstingsaðferð) og rúmmál blaðranna þannig áætlað 2,9 lítrar. Öndunarmæling sýndi talsverða herpu. Ákveðið var að gera brjóstholsskurð- aðgerð og var risablaðran fjarlægð með blaðnámi og blöðrurnar í efra blaði með fleygskurði. Eftir aðgerð mældist marktæk aukning á fráblást- ursrúmmáli. Fimm mánuðum eftir aðgerð er sjúklingurinn við góða heilsu og er aftur kominn til vinnu. Þetta tilfelli sýnir að hægt er að fjarlægja risablöðrur úr lunga með skurðaðgerð og hægt er að áætla rúmmál blaðranna með bæði myndgrein- ingarrannsóknum og öndunarmælingum. Tilfelli Tæplega fimmtugur karlmaður leitaði til heim- ilislæknis vegna þriggja mánaða sögu um þurran hósta og endurteknar efri öndunarfærasýkingar. Hann hafði í nokkur ár fundið fyrir vaxandi mæði við áreynslu en kenndi sjálfur um reykingum, enda reykti hann rúman pakka á dag og átti að baki 50 pakkaár. Ekki var fyrri saga um lungna- sjúkdóma eða aðra langvinna sjúkdóma og aldrei hafði verið tekin af honum röntgenmynd af lung- um. Við skoðun var litarháttur eðlilegur og súrefn- ismettun 98%. Blásturshljóð heyrðust staðbundið neðst yfir hægra lunga og þar voru öndunarhljóð minnkuð og banktónn aukinn. Að öðru leyti var líkamsskoðun eðlileg og sama var að segja um blóðrannsóknir og hjartalínurit. Tekin var röntgenmynd af lungum sem sýndi risablöðru (giant bulla) í hægra brjóstholi og fyllti blaðran rúman helming þess (mynd la). Til nánari greiningar voru fengnar háskerputölvuneiðmynd- ir af lungum og brjóstholi (mynd 2). Þar sást að risablaðran var rúmir 17 cm í mesta þvermál, stað- sett í neðra blaði hægra lunga og þrýsti greinilega á bæði efra blað og miðblað. Einnig sáust aðrar minni blöðrur, alls 8 cm í þvermál, miðlægt í efra b Mynd 1. Röntgenmynd aflungum fyrir (la) og 3 mán eftir aðgerð (lb). Áfyrri myndinni sést risablaðra í hægra lunga (dökkt svæði) sem nær yfir rúman helming afhægra brjóstholi. Seinni myndin sýnir ástand eftir aðgerð. Lungnavefur er annars nánast eðlilegur að sjá. L. LÆKNAblaðið 2008/94 673
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.