Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 27

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 27
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI ara að um eina eða fáar staðbundnar blöðrur sé að ræða, eins og í þessu tilfelli (1, 2,5, 6). Erfitt er að segja til um algengi risablaðra þar sem ekki hafa verið gerðar rannsóknir sem skoða það sérstaklega. Þær eru almennt taldar fremur sjaldgæfar en höfundum er þó kunnugt um að þremur tilfellum stórra lungnablaðra hafi áður verið lýst hérlendis í ágripi á Lyflæknaþingi sem birtist í Læknablaðinu árið 1994 (7). í nýlegri yf- irlitsgrein voru tekin saman öll skráð tilfelli risa- blaðra sem höfðu verið meðhöndluð með skurð- aðgerð frá árinu 1951 til 1992, og reyndust þau 476 talsins (2). Risablöðrur greinast oftast í miðaldra fólki og eru algengari á meðal karla en kvenna. Langflestir hafa reykingasögu eins og sjúkling- urinn í okkar tilfelli, en einnig hefur verið lýst risa- blöðrum í sjúklingum sem aldrei hafa reykt (4, 6). Risablöðrur taka óverulegan þátt í loftskiptum vegna þess að í þeim er mjög lítið loftflæði auk þess sem veggur þeirra er gerður úr afbrigðilegum lungnavef. Þær þrýsta einnig á aðlægan lungnavef sem fellur saman og skerða þannig lungnarúm- mál og lungnastarfsemi enn frekar (2, 4). Oft er til staðar blönduð mynd af herpu og teppu á önd- unarmælingum sem skýrist af þrýstingi blöðrunn- ar á aðliggjandi lungnavef ásamt undirliggjandi lungnateppu (2). Risablöðrur hafa tilhneigingu til að stækka með tímanum þó einnig séu dæmi um að stærð þeirra geti haldist óbreytt eða þær jafnvel minnkað (1, 2, 5). Með vaxandi stærð blaðranna eykst vinna við öndun og yfirleitt gera einkenni vart við sig þegar þær ná þriðjungi af stærð lungans (2, 4). Langalgengasta einkennið er mæði en öndunarbil- un getur sést í alvarlegri tilfellum. Einnig er vel þekkt að sjúklingar með risablöðrur geta verið án einkenna og greinst af tilviljun við myndrann- sóknir sem gerðar eru vegna óskyldra kvilla (1). í okkar tilfelli hafði sjúklingurinn nokkurra ára sögu um vaxandi mæði. Það voru hins vegar end- urteknar efri loftvegasýkingar, sennilega ótengdar risablöðrunni, sem urðu til þess að hann leitaði læknis og var greindur á lungnamynd með risa- blöðru í lunga. Fylgikvillar risablaðra eru fremur fátíðir en geta verið hættulegir, svo sem loftbrjóst, sýkingar í blöðrum og blæðingar inn í þær. Einnig hefur verið sýnt fram á aukna tíðni lungnakrabbameins hjá þessum sjúklingum. Er það talið stafa af hægu loftflæði í blöðrunum og þar með aukinni upp- hleðslu krabbameinsvaldandi efna (1,8,9). Greining risablaðra fæst yfirleitt með hefð- bundinni röntgenmynd af lungum. Helsta mis- munagreining á lungnamynd er loftbrjóst og getur verið mjög erfitt að greina þar á milli, sérstaklega ef um er að ræða risablöðru í efra lungnablaði. Háskerputölvusneiðmyndir eru bestar til að leggja mat á stærð blaðranna, þrýstingsáhrif á aðliggj- andi lungnavef og útbreiðslu lungnaþembu (1, 2, 6, 9). Rúmmál risablaðra má reikna út frá hæð, breidd og lengd þeirra á tölvusneiðmyndum. I þessu tilfelli var flatarmál blöðru í hverri sneið teiknað í tölvu og rúmmál í hverri sneið fyrir sig reiknað. Öndunarmælingar er nauðsynlegt að gera til að meta lungnastarfsemi, sérstaklega hjá þeim sem gangast eiga undir skurðaðgerð. í tilfell- inu var beitt tvenns konar öndunarmælingum til að áætla rúmmál blaðranna, annars vegar köfmmarefnistæmingu (nitrogen washout) og hins vegar þrýstingsaðferð (plethysmography). Rúmmálsmæling með köfnunarefnistæmingu byggir á mælingu köfnunarefnisstyrks í útönd- unarlofti. Einstaklingurinn andar að sér 100% súr- Mynd 4. Risablaðran eftir að hún hafði veriðfjarlægð. Mynd 5. Lungnarúmmálsmæling með köfnunarefnistæmingu. Myndin er tekin á lungna- rannsóknarstofu Landspítala í Fossvogi. LÆKNAblaðið 2008/94 675

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.