Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 38
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ÍÞRÓTTALÆKNINGAR Silfrið í höfn og sendiherrann bauð til veislu. Frá vinstri: Gunnar Snorri Gunnarsson Brynjólfur í Ólympíuhöllinni par sem úrslitaleikurinn fór fram. sendiherra, Brynjólfur Jónsson læknir, Pétur Þór Gunnarsson, sjúkrapjálfi, Ingibjörg Ragnarsdóttir, liðstjóri og sjúkranuddari og Guðjón Valur Sigurðsson. Læknir strákanna okkar Hávar Sigurjónsson „Starf mitt sem íþróttalæknir er meira og minna hobbý sem ég hef búið mér til og byrjaði á í Svíþjóð fyrir 25 árum síðan/' segir Brynjólfur Jónsson sérfræðingur í bæklunarskurðlækning- um. Hann hefur um árabil verið læknir íslenska landsliðsins í handbolta og vakti sérstaka athygli þjóðarinnar þegar hann fékk gula spjaldið í Peking fyrir að hlaupa inn á völlinn áður en dómaranum þóknaðist að gefa honum leyfi til þess. „Þetta var misskilningur af minni hálfu. Einhver kallaði: Brynjólfur inná! Og ég hljóp af stað án þess bíða eftir merki frá dómaranum. Svona eru bara reglurnar." Brynjólfur segist hafa byrjað að sinna íþrótta- mönnum þegar hann fyrir margt löngu var læknir á Akureyri. „Það var áður en ég fór til Svíþjóðar í sérnám. Það hafði enginn sérstakan áhuga á að sinna þessu, íþróttamennimir vora að leita til Reykjavíkur og ég reyndi að hjálpa þeim og lesa mér til. Þegar ég kom til Svíþjóðar varð ég strax læknir handboltaliðs bæjarins, eiginlega óvart, því ég þurfti að gera við fót á einum handboltaspilara, aðgerðin tókst vel og hann réði mig sem lækni félagsins, IFK Skövde. Þeir spiluðu í efstu deild og gekk bara vel." Brynjólfur segir að á þessum tíma hafi íþrótta- lækningar sem sérgrein varla verið til staðar. „Menn fóru bara út í þetta af áhuga og flestir vora þeir bæklunarlæknar sem höfðu sérstakan áhuga á þessu. í dag er hægt að læra íþróttalækningar sem sérgrein innan lyflæknisfræði eða endurhæfing- arfræði en það er annars konar nálgun en okkar sem gerum við meiðslin eftir að þau hafa átt sér stað." Gríðarlega mikið í húfi Eftir að þjóðin fylgdist andstutt með gengi hand- boltaliðsins á Ólympíuleikunum hefur athyglin beinst að því hversu gríðarlegt líkamlegt álag er á leikmönnum. „Það er eiginlega mesta furða að þeir skuli ekki meiðast meira en raun ber vitni og sýnir hvað þeir eru í gríðarlega góðri þjálfun. Meiðslin sem landsliðsmennirnir eru að glíma við era þau sömu og allir handboltamenn þekkja. Krossbönd í hné, liðbönd í ökkla, bakmeiðsli og tognanir af ýmsu tagi. Mismunurinn liggur í því hversu miklu meira er í húfi fyrir þessa stráka. Meiðsli geta haft gríðarleg áhrif á frama þeirra og peningamál því margir þeirra era vel launaðir og mikilvægir fyrir félögin sín. Þeir þurfa því góða þjónustu og fá hana hratt og vel. Félögin þeirra fylgjast líka vel með og passa upp á sína menn." Brynjólfur segir að leikmenn íslenska lands- liðsins séu komnir á þann stað í alþjóðlegum handbolta að önnur viðmið gildi en þegar rætt er um handbolta almennt. „Þetta eru menn á heims- mælikvarða. Þeir eru í slíkri þjálfun og þekkja sinn líkama svo vel að þeir vita hvað hægt er að bjóða honum. Þeir eru ekki að fá eilíf álagsmeiðsli. Þeir sem eru þjakaðir af slíku eru bara dottnir út áður en svona langt er komið." Fyrir liðslækninn er mikilvægast að þekkja 686 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.