Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2008, Page 51

Læknablaðið - 15.10.2008, Page 51
Lilja Guönadóttir skenkir kaffi í bolla Katrínar Gísladóttur. Höskuldur Baldursson U M R Æ Ð U R M Y N D O G FRÉTTIR MÁNAÐARINS Æ ^ §*- i % m n ¥ . p* w m * Mynd mánaðarins Katrín Gísladóttir var hér fyrr á árum nánast táknmynd skurðstofu Landspítalans. Hún sagði mér eitt sinn að hún hefði hafið störf sem hjúkr- unarnemi á skurðstofu við opnun spítalans. Hún átti síðan langan starfsferil á skurðstofum Landspítalans frá 1934 og langt fram á sjöunda áratuginn, fyrst sem skurðstofuhjúkrunarfræð- ingur, síðan yfirhjúkrunarfræðingur. Eftir að hún lét af því starfi var hún áfram á skurðstofugangi, sá m.a. um kaffistofuna sem þá var búið að koma á laggirnar á ganginum. Lilja Guðnadóttir var á sama tímabili eina starfs- stúlkan (voru á þeim tíma nefndar gangastúlkur) á skurðstofugangi. Hún var systir Arna Guðnasonar magisters og enskukennara, en hjá honum hafa margir af eldri læknum landsins numið grunn- atriði enskunnar. Lilja var í uppáhaldi hjá lækna- nemum, enda sá hún þeim fyrir spítalafötum og gaukaði oft að þeim kaffibolla á skolinu. Myndin er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Andrés Kolbeinsson tók hana árið 1958. Ný stjórn Taugalæknafélags íslands Nýja stjórn skipa: Ólöf H. Bjarnadóttir, formaður María G.Hrafnsdóttir, ritari Albert Páll Sigurðsson, gjaldkeri Jón Hersir Elíasson, meðstjórnandi Martin L. Grabowski, meðstjórnandi LÆKNAblaðið 2008/94 699

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.